Ítalía er allt í einu orðin stór markaður fyrir íslenska fótboltamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 10:31 Andri Fannar Baldursson í baráttunni við Jean-Daniel Akpa Akpro hjá Lazio í leik Bologna liðsins í Rómarborg í Seríu A um síðustu helgi. Getty/Matteo Ciambelli Það er eftirspurn eftir íslenskum knattspyrnumönnum á Ítalíu þessi misserin en alls eru níu íslenskir leikmenn á mála hjá ítölskum fótboltaliðum í dag. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður á skrifstofu Stellar Nordic, ræðir þessa þróun mála við Fréttablaðið í dag og hann þakkar frammistöðu eins leikmanns fyrir það að þessar flóðgáttir hafi nú opnast. Andri Fannar Baldursson vann sig inn í aðallið Bologna á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall og varð um leið sjötti íslenski knattspyrnumaðurinn í sögunni til að spila í Seríu A. Andri Fannar Baldursson (2002) has prologned his contract with Bologna FC 1909 until 2025. One of Icelandic biggest talents & played 7 games in @SerieA_EN this season. pic.twitter.com/RyW60SHuSD— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) August 4, 2020 Bologna hefur síðan sótt sér þrjá íslenska knattspyrnumenn til viðbótar. Ítalska félagið gekk frá kaupunum á Ara Sigurpálssyni frá HK fyrr á þessu ári og fékk einnig þá Hlyn Frey Karlsson og Gísla Gotta Þórðarson á láni frá Breiðabliki á dögunum. „Það er auðvitað margt sem spilar inn í, það hafa ekki margir Íslendingar farið ungir út til Ítalíu en velgengni Andra Fannars á stuttum tíma hefur vakið athygli og þá líta menn í sömu átt,“ sagði Magnús Agnar Magnússon í viðtali við Kristinn Páll Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Magnús Agnar segir dugnaður íslensku leikmannanna vinni með þeim og þeir séu góðir í því að aðlagast og tilbúnir til að læra tungumálið. Hann vill líka meina að íslensku strákarnir séu góðir liðsmenn. „Bologna finnst það hafa fengið mikið fyrir peninginn í tilviki Andra Fannars og hefur því leitað á sama markað. Eitt leiðir af öðru og þetta styrkir trú þeirra á leikmönnum frá landinu, líkt og sænska félagið Norrköping sem hefur undanfarin ár sótt á íslenskan markað með góðum árangri,“ sagði Magnús Agnar í viðtalinu en það má finna það allt hér. Andri Fannar Baldursson born 10.1.2002 is the youngest Icelandic player to debut in the big 5 leagues (England, Germany, France, Spain & @SerieA_EN) & the first with Bologna FC pic.twitter.com/r7IpZaQwYU— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) February 23, 2020 Ítalski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Sjá meira
Það er eftirspurn eftir íslenskum knattspyrnumönnum á Ítalíu þessi misserin en alls eru níu íslenskir leikmenn á mála hjá ítölskum fótboltaliðum í dag. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður á skrifstofu Stellar Nordic, ræðir þessa þróun mála við Fréttablaðið í dag og hann þakkar frammistöðu eins leikmanns fyrir það að þessar flóðgáttir hafi nú opnast. Andri Fannar Baldursson vann sig inn í aðallið Bologna á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall og varð um leið sjötti íslenski knattspyrnumaðurinn í sögunni til að spila í Seríu A. Andri Fannar Baldursson (2002) has prologned his contract with Bologna FC 1909 until 2025. One of Icelandic biggest talents & played 7 games in @SerieA_EN this season. pic.twitter.com/RyW60SHuSD— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) August 4, 2020 Bologna hefur síðan sótt sér þrjá íslenska knattspyrnumenn til viðbótar. Ítalska félagið gekk frá kaupunum á Ara Sigurpálssyni frá HK fyrr á þessu ári og fékk einnig þá Hlyn Frey Karlsson og Gísla Gotta Þórðarson á láni frá Breiðabliki á dögunum. „Það er auðvitað margt sem spilar inn í, það hafa ekki margir Íslendingar farið ungir út til Ítalíu en velgengni Andra Fannars á stuttum tíma hefur vakið athygli og þá líta menn í sömu átt,“ sagði Magnús Agnar Magnússon í viðtali við Kristinn Páll Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Magnús Agnar segir dugnaður íslensku leikmannanna vinni með þeim og þeir séu góðir í því að aðlagast og tilbúnir til að læra tungumálið. Hann vill líka meina að íslensku strákarnir séu góðir liðsmenn. „Bologna finnst það hafa fengið mikið fyrir peninginn í tilviki Andra Fannars og hefur því leitað á sama markað. Eitt leiðir af öðru og þetta styrkir trú þeirra á leikmönnum frá landinu, líkt og sænska félagið Norrköping sem hefur undanfarin ár sótt á íslenskan markað með góðum árangri,“ sagði Magnús Agnar í viðtalinu en það má finna það allt hér. Andri Fannar Baldursson born 10.1.2002 is the youngest Icelandic player to debut in the big 5 leagues (England, Germany, France, Spain & @SerieA_EN) & the first with Bologna FC pic.twitter.com/r7IpZaQwYU— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) February 23, 2020
Ítalski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann