Með ósanngjarnt forskot í baráttunni við Ísland? Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2020 13:01 Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland í undankeppninni, og svo hugsanlega umspil í apríl. vísir/vilhelm Nú er ljóst að úrslit í öðrum riðlum undankeppni EM kvenna í fótbolta ráða miklu um möguleika Íslands á að komast á lokamótið í Englandi. Eftir tap Íslands gegn Svíþjóð í gær hafa Svíar tryggt sér efsta sæti F-riðils og farseðilinn til Englands. Það hafa Norðmenn, Danir, Hollendingar og Þjóðverjar einnig gert, sem og auðvitað ensku gestgjafarnir. Sænska landsliðið var klárt með EM-borðann eftir sigurinn á Íslandi í gær.Instagram/@asllani9 Sex þjóðir eru því komnar á EM en tíu sæti eru enn laus. Ísland berst nú um að ná einu þeirra. Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Slóvakar geta enn náð 2. sæti af Íslandi en þurfa þá væntanlega að vinna Ísland og Svíþjóð í lokaleikjum sínum. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM, en sex lið fara í umspil. Misjafnt er hve mikið hefur verið spilað í riðlunum en stöðuna í baráttunni um þrjú örugg sæti á EM má sjá hér að neðan: Liðin í 2. sæti í undanriðlunum níu. Þrjú lið með bestan árangur komast beint á EM en hin sex fara í umspil. Ísland er í 5. sæti sem stendur en hefur það fram yfir mörg hinna liðanna að hafa lokið báðum leikjum sínum við besta lið riðilsins.Wikipedia Hafa ber í huga að Ísland hefur lokið báðum leikjunum við besta lið síns riðils, Svíþjóð, og það að hafa náð í eitt stig úr þeim leikjum gæti reynst gulls ígildi í baráttunni við aðra riðla. Liðin í einum riðli vita lokastöðuna í öðrum riðlum Undankeppninni lýkur nánast allri 1. desember en þá er ekki víst að örlög Íslands verði ráðin. Liðin í E-riðli ljúka nefnilega ekki sinni keppni fyrr en í febrúar. Þau urðu sammála um að fresta leikjum sem áttu að vera í september, vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á leikform leikmanna, og UEFA gaf leyfi fyrir frestuninni. Í E-riðli eru Finnar nú efstir en Portúgalar og Skotar einnig í harðri baráttu um efstu tvö sætin. Það hjálpar Íslandi að þrjú góð lið geti þarna tekið stig hvert af öðru, en það gæti sem sagt verið að það skýrist ekki fyrr en í febrúar hvaða þrjú lið fara beint á EM með bestan árangur í 2. sæti. Finnland, Portúgal og Skotland munu því vita fyrir lokaleiki sína hvaða árangur dugar liði í 2. sæti til að komast beint á EM. Finnar gætu til að mynda vitað hversu mörg mörk þeir þyrftu að skora gegn botnliði Kýpverja í lokaumferðinni. Umspilið í apríl Verði Ísland í hópi þeirra sex þjóða sem enda í 2. sæti síns riðils en þurfa að fara í umspil, mun liðið leika í því umspili 5.-13. apríl næstkomandi. Leikin verða þrjú einvígi, með leikjum heima og að heiman, og kemst sigurvegari hvers einvígis á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. 27. október 2020 20:12 Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira
Nú er ljóst að úrslit í öðrum riðlum undankeppni EM kvenna í fótbolta ráða miklu um möguleika Íslands á að komast á lokamótið í Englandi. Eftir tap Íslands gegn Svíþjóð í gær hafa Svíar tryggt sér efsta sæti F-riðils og farseðilinn til Englands. Það hafa Norðmenn, Danir, Hollendingar og Þjóðverjar einnig gert, sem og auðvitað ensku gestgjafarnir. Sænska landsliðið var klárt með EM-borðann eftir sigurinn á Íslandi í gær.Instagram/@asllani9 Sex þjóðir eru því komnar á EM en tíu sæti eru enn laus. Ísland berst nú um að ná einu þeirra. Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Slóvakar geta enn náð 2. sæti af Íslandi en þurfa þá væntanlega að vinna Ísland og Svíþjóð í lokaleikjum sínum. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM, en sex lið fara í umspil. Misjafnt er hve mikið hefur verið spilað í riðlunum en stöðuna í baráttunni um þrjú örugg sæti á EM má sjá hér að neðan: Liðin í 2. sæti í undanriðlunum níu. Þrjú lið með bestan árangur komast beint á EM en hin sex fara í umspil. Ísland er í 5. sæti sem stendur en hefur það fram yfir mörg hinna liðanna að hafa lokið báðum leikjum sínum við besta lið riðilsins.Wikipedia Hafa ber í huga að Ísland hefur lokið báðum leikjunum við besta lið síns riðils, Svíþjóð, og það að hafa náð í eitt stig úr þeim leikjum gæti reynst gulls ígildi í baráttunni við aðra riðla. Liðin í einum riðli vita lokastöðuna í öðrum riðlum Undankeppninni lýkur nánast allri 1. desember en þá er ekki víst að örlög Íslands verði ráðin. Liðin í E-riðli ljúka nefnilega ekki sinni keppni fyrr en í febrúar. Þau urðu sammála um að fresta leikjum sem áttu að vera í september, vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á leikform leikmanna, og UEFA gaf leyfi fyrir frestuninni. Í E-riðli eru Finnar nú efstir en Portúgalar og Skotar einnig í harðri baráttu um efstu tvö sætin. Það hjálpar Íslandi að þrjú góð lið geti þarna tekið stig hvert af öðru, en það gæti sem sagt verið að það skýrist ekki fyrr en í febrúar hvaða þrjú lið fara beint á EM með bestan árangur í 2. sæti. Finnland, Portúgal og Skotland munu því vita fyrir lokaleiki sína hvaða árangur dugar liði í 2. sæti til að komast beint á EM. Finnar gætu til að mynda vitað hversu mörg mörk þeir þyrftu að skora gegn botnliði Kýpverja í lokaumferðinni. Umspilið í apríl Verði Ísland í hópi þeirra sex þjóða sem enda í 2. sæti síns riðils en þurfa að fara í umspil, mun liðið leika í því umspili 5.-13. apríl næstkomandi. Leikin verða þrjú einvígi, með leikjum heima og að heiman, og kemst sigurvegari hvers einvígis á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. 27. október 2020 20:12 Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira
„Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. 27. október 2020 20:12
Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49
„Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37