Bartomeu henti fram „sprengju“ um leið og hann sagði af sér hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 07:31 Josep Maria Bartomeu talar við blaðamenn á fundinum í gær. EPA-EFE/GERMAN PARGA Barcelona er búið að samþykkja að vera með í nýrri úrvalsdeild Evrópu ef marka má orð fráfarandi forseta Barcelona á blaðamannafundi í gærkvöldi. Margir voru búnir að kalla lengi eftir afsögn Josep Maria Bartomeu og óánægja Lionel Messi með stjórn félagsins hefur lengi verið fjölmiðlamatur. Barcelona president Josep Maria Bartomeu has resigned while also confirming he has accepted proposals for the club to join a European Super League.Full story: https://t.co/KePYZ4Ubnd pic.twitter.com/foitS3Dccy— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2020 Josep Maria Bartomeu hefur verið forseti Barcelona í sex ár og í stjórnartíð hans hefur liðið farið frá því að vera eitt allra besta fótboltalið heims í lið á hraðri niðurleið sem tapaði meðal annars 8-2 fyrir Bayern München í Meistaradeildinni í sumar. Lionel Messi var búinn að fá nóg og ætlaði að yfirgefa félagið í haust en eftir brottför Bartomeu eru menn jafnvel farnir að búast við nýjum samningi. Josep Maria Bartomeu passaði sig þó að fara í burtu með látum því hann henti fram sprengju á sama blaðamannafundi og hann tilkynnti um afsögn sína. Bartomeu sagði frá því á fundinum að hans síðasta verk sem forseti Barcelona hafi verið að samþykkja það að Barcelona tæki þátt í nýrri úrvalsdeild Evrópu. OMG!!! Bartomeu: "I can announce some extraordinary news. Yesterday we accepted a proposal to participate in a future European superleague, which would guarantee the future financial sustainability of the club. And we have accepted the future Club World Cup format."— Dermot Corrigan (@dermotmcorrigan) October 27, 2020 „Ég get sagt ykkur frá stórmerkilegum fréttum. Í gær samþykktum við tillögu um að taka þátt í úrvalsdeild Evrópu í framtíðinni. Þetta mun tryggja stöðugleika í fjármálum félagsins. Við höfum einnig samþykkt nýja heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Josep Maria Bartomeu á blaðamannafundinum í gær. Nýja evrópska úrvalsdeildin er deild á vegum FIFA sem á að innihalda átján af stærstu félögum heims og búa til mikinn pening fyrir viðkomandi félög. Hún er hins vegar sett fram þvert á vilja UEFA og margir líta á hana sem ógn við fótboltann því ríku félög heimsins myndu þá verða enn ríkari. Fyrr í mánuðunum fréttist af því að Liverpool og Manchester United væru í leyniviðræðum um að vera með og þessi yfirlýsing Josep Maria Bartomeu staðfestir að það sé eitthvað mikið að gerast á bak við tjöldin. Spænski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Barcelona er búið að samþykkja að vera með í nýrri úrvalsdeild Evrópu ef marka má orð fráfarandi forseta Barcelona á blaðamannafundi í gærkvöldi. Margir voru búnir að kalla lengi eftir afsögn Josep Maria Bartomeu og óánægja Lionel Messi með stjórn félagsins hefur lengi verið fjölmiðlamatur. Barcelona president Josep Maria Bartomeu has resigned while also confirming he has accepted proposals for the club to join a European Super League.Full story: https://t.co/KePYZ4Ubnd pic.twitter.com/foitS3Dccy— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2020 Josep Maria Bartomeu hefur verið forseti Barcelona í sex ár og í stjórnartíð hans hefur liðið farið frá því að vera eitt allra besta fótboltalið heims í lið á hraðri niðurleið sem tapaði meðal annars 8-2 fyrir Bayern München í Meistaradeildinni í sumar. Lionel Messi var búinn að fá nóg og ætlaði að yfirgefa félagið í haust en eftir brottför Bartomeu eru menn jafnvel farnir að búast við nýjum samningi. Josep Maria Bartomeu passaði sig þó að fara í burtu með látum því hann henti fram sprengju á sama blaðamannafundi og hann tilkynnti um afsögn sína. Bartomeu sagði frá því á fundinum að hans síðasta verk sem forseti Barcelona hafi verið að samþykkja það að Barcelona tæki þátt í nýrri úrvalsdeild Evrópu. OMG!!! Bartomeu: "I can announce some extraordinary news. Yesterday we accepted a proposal to participate in a future European superleague, which would guarantee the future financial sustainability of the club. And we have accepted the future Club World Cup format."— Dermot Corrigan (@dermotmcorrigan) October 27, 2020 „Ég get sagt ykkur frá stórmerkilegum fréttum. Í gær samþykktum við tillögu um að taka þátt í úrvalsdeild Evrópu í framtíðinni. Þetta mun tryggja stöðugleika í fjármálum félagsins. Við höfum einnig samþykkt nýja heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Josep Maria Bartomeu á blaðamannafundinum í gær. Nýja evrópska úrvalsdeildin er deild á vegum FIFA sem á að innihalda átján af stærstu félögum heims og búa til mikinn pening fyrir viðkomandi félög. Hún er hins vegar sett fram þvert á vilja UEFA og margir líta á hana sem ógn við fótboltann því ríku félög heimsins myndu þá verða enn ríkari. Fyrr í mánuðunum fréttist af því að Liverpool og Manchester United væru í leyniviðræðum um að vera með og þessi yfirlýsing Josep Maria Bartomeu staðfestir að það sé eitthvað mikið að gerast á bak við tjöldin.
Spænski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira