Norskur FIFA-dómari kom út úr skápnum og á alla forsíðuna hjá VG í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 09:30 Tom Harald Hagen að dæma Evrópudeildarleik á milli Newcastle United og FC Metalist Kharkiv á St James' Park. Getty/Stu Forster Stærsta blað Norðmanna fagnar því að einn fremsti FIFA-dómari Norðmanna hafi kom út úr skápnum í gær. Norski FIFA-dómarinn Tom Harald Hagen sagði frá því í viðtali við staðablaðið sitt Glåmdalen í gær að hann sé samkynhneigður. Norska stórblaðið Verdens Gang gerir mikið úr því í gær og dag að einn besti knattspyrnudómari landsins hafi komið út úr skápnum. Hingað til hefur enginn knattspyrnumaður eða knattspyrnuþjálfari í Noregi komið út út skápnum sem hommi og þykir ákvörðun Tom Harald Hagen vera bæði hugrökk og mikil himnasending í baráttunni við fordóma gagnvart samkynhneigð í norskum fótbolta. Tom Harald Hagen á þannig alla forsíðuna á íþróttakálfi Verdens Gang í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá risastóra mynd af Hagen og um leið er titill blaðsins í öllum regnbogans litum. Vår forside i morgen pic.twitter.com/BLla2tEPGu— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020 „Ég hef hægt og rólega fengið meira sjálfstraust og lífið mitt er gott í dag. Mér finnst það mikilvægt að fela ekkert og þar á meðal það að ég sé samkynhneigður. Ég hef lifað þannig allt mitt líf og það er ekki eitthvað sem ég að hugsa um. Það er mitt daglegt líf, mín sambönd, mín fjölskylda og mín fótboltafjölskylda. Ég get farið út með höfuðið hátt nema þegar ég klúðra einhverjum ákvörðunum á fótboltavellinum,“ sagði Tom Harald Hagen í viðtalinu úr Glåmdalen sem Verdens Gang fékk að endurbirta. Hagen segir að það sé örlítið ógnvekjandi að koma fram með þetta í fjölmiðlum en er á því að tímasetningin sé góð. Tom Harald Hagen er 42 ára gamall, hefur dæmt í norsku úrvalsdeildinni í fjórtán ár og hefur verið alþjóðlegur dómari frá árinu 2009. Toppdommer Tom Harald Hagen står frem som homofil https://t.co/tkf24aXUEx— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020 Norski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Sjá meira
Stærsta blað Norðmanna fagnar því að einn fremsti FIFA-dómari Norðmanna hafi kom út úr skápnum í gær. Norski FIFA-dómarinn Tom Harald Hagen sagði frá því í viðtali við staðablaðið sitt Glåmdalen í gær að hann sé samkynhneigður. Norska stórblaðið Verdens Gang gerir mikið úr því í gær og dag að einn besti knattspyrnudómari landsins hafi komið út úr skápnum. Hingað til hefur enginn knattspyrnumaður eða knattspyrnuþjálfari í Noregi komið út út skápnum sem hommi og þykir ákvörðun Tom Harald Hagen vera bæði hugrökk og mikil himnasending í baráttunni við fordóma gagnvart samkynhneigð í norskum fótbolta. Tom Harald Hagen á þannig alla forsíðuna á íþróttakálfi Verdens Gang í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá risastóra mynd af Hagen og um leið er titill blaðsins í öllum regnbogans litum. Vår forside i morgen pic.twitter.com/BLla2tEPGu— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020 „Ég hef hægt og rólega fengið meira sjálfstraust og lífið mitt er gott í dag. Mér finnst það mikilvægt að fela ekkert og þar á meðal það að ég sé samkynhneigður. Ég hef lifað þannig allt mitt líf og það er ekki eitthvað sem ég að hugsa um. Það er mitt daglegt líf, mín sambönd, mín fjölskylda og mín fótboltafjölskylda. Ég get farið út með höfuðið hátt nema þegar ég klúðra einhverjum ákvörðunum á fótboltavellinum,“ sagði Tom Harald Hagen í viðtalinu úr Glåmdalen sem Verdens Gang fékk að endurbirta. Hagen segir að það sé örlítið ógnvekjandi að koma fram með þetta í fjölmiðlum en er á því að tímasetningin sé góð. Tom Harald Hagen er 42 ára gamall, hefur dæmt í norsku úrvalsdeildinni í fjórtán ár og hefur verið alþjóðlegur dómari frá árinu 2009. Toppdommer Tom Harald Hagen står frem som homofil https://t.co/tkf24aXUEx— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020
Norski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Sjá meira