Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2020 13:01 Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck skiptust á skoðunum. Getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. Lagerbäck, sem stýrt hefur norska landsliðinu síðustu ár, og Sörloth deildu harkalega í kjölfar þess að Noregur féll úr leik gegn Serbíu í EM-umspilinu fyrr í þessum mánuði. Sörloth hafði ýmislegt út á leikstíl norska liðsins og undirbúning fyrir umspilið að setja, og Lagerbäck spurði hvernig Sörloth dirfðist að tjá sig með þessum hætti – maður sem klúðrað hefði fyrir opnu marki í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Yfirlýsingar gengu svo á milli aðila í fjölmiðlum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu var haft eftir Lagerbäck að Sörloth hefði sakað hann um vanhæfni, og að á 30 ára ferli Svíans sem þjálfara hefði leikmaður aldrei farið yfir strikið eins og Sörloth. Alexander Sörloth er framherji norska landsliðsins og RB Leipzig.Getty/Charles McQuillan Sörloth lýsti því yfir að hann hefði aldrei sagt þjálfara norska landsliðsins vanhæfa. Sagði ekki að þjálfararnir væru vanhæfir Lagerbäck og Sörloth, ásamt fyrirliða norska landsliðsins Stefan Johansen og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, hafa nú sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar segir: „Alexander skilur nú að samskiptaleiðin var ekki rétt, hann sér eftir því, og við erum sammála um hvaða reglur eigi að gilda fyrir landsliðið. Í kjölfarið á Serbíuleiknum áttu sér stað heitar umræður. Það eiga að vera rúm þolmörk í keppnisumhverfi en í þetta sinn var hitinn of mikill og umræðurnar gengu of langt hjá báðum aðilum. Alexander og þjálfarateymið vilja taka fram að Alexander hefur ekki sagt að þjálfararnir séu vanhæfir, en Alexander viðurkennir að hann hafi tjáð sig þannig að þeir gætu tekið því þannig. Alexander, þjálfararnir og fyrirliðinn hafa nú rætt saman og eru einhuga um að þetta mál sé að baki, og ætla að einbeita sér að komandi landsleikjum.“ Noregur leikur þrjá landsleiki frá 11.-18. nóvember. Fyrsti leikurinn er vináttulandsleikur við Ísrael á heimavelli en liðið sækir svo Rúmeníu og Austurríki heim í Þjóðadeildinni. Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. Lagerbäck, sem stýrt hefur norska landsliðinu síðustu ár, og Sörloth deildu harkalega í kjölfar þess að Noregur féll úr leik gegn Serbíu í EM-umspilinu fyrr í þessum mánuði. Sörloth hafði ýmislegt út á leikstíl norska liðsins og undirbúning fyrir umspilið að setja, og Lagerbäck spurði hvernig Sörloth dirfðist að tjá sig með þessum hætti – maður sem klúðrað hefði fyrir opnu marki í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Yfirlýsingar gengu svo á milli aðila í fjölmiðlum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu var haft eftir Lagerbäck að Sörloth hefði sakað hann um vanhæfni, og að á 30 ára ferli Svíans sem þjálfara hefði leikmaður aldrei farið yfir strikið eins og Sörloth. Alexander Sörloth er framherji norska landsliðsins og RB Leipzig.Getty/Charles McQuillan Sörloth lýsti því yfir að hann hefði aldrei sagt þjálfara norska landsliðsins vanhæfa. Sagði ekki að þjálfararnir væru vanhæfir Lagerbäck og Sörloth, ásamt fyrirliða norska landsliðsins Stefan Johansen og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, hafa nú sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar segir: „Alexander skilur nú að samskiptaleiðin var ekki rétt, hann sér eftir því, og við erum sammála um hvaða reglur eigi að gilda fyrir landsliðið. Í kjölfarið á Serbíuleiknum áttu sér stað heitar umræður. Það eiga að vera rúm þolmörk í keppnisumhverfi en í þetta sinn var hitinn of mikill og umræðurnar gengu of langt hjá báðum aðilum. Alexander og þjálfarateymið vilja taka fram að Alexander hefur ekki sagt að þjálfararnir séu vanhæfir, en Alexander viðurkennir að hann hafi tjáð sig þannig að þeir gætu tekið því þannig. Alexander, þjálfararnir og fyrirliðinn hafa nú rætt saman og eru einhuga um að þetta mál sé að baki, og ætla að einbeita sér að komandi landsleikjum.“ Noregur leikur þrjá landsleiki frá 11.-18. nóvember. Fyrsti leikurinn er vináttulandsleikur við Ísrael á heimavelli en liðið sækir svo Rúmeníu og Austurríki heim í Þjóðadeildinni.
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30
Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01
Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01
Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti