Ástin undir álagi í heimsfaraldri Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. október 2020 20:06 Erfiðleikar og álag geta reynt mikið á en geta á sama tíma hreyft við okkur og stundum fengið okkur til að opna augun, aðeins betur. Getty Lífið okkar breyttist fyrir níu mánuðum. Heimsfaraldur skall á og öll þurftum við að breyta háttum. Núna þurfum við að fylgja nýjum reglum, þurfum að aðlagast nýjum veruleika og nýju lífi. Við þurfum að vera þolinmóð, sýna skilning og setja okkur í spor annars fólks. Fólks sem við höfum kannski aldrei pælt í. Utanlandsferðir með fjölskyldunni og helgarferðir með vinum eru ekki lengur í plönunum okkar. Við ferðumst innanlands og við ferðumst innanhúss. Við spilum borðspil, við púslum, förum í ratleiki og hreyfum okkur meira úti. Við förum kannski á stefnumót heima, tjöldum í stofunni og bökum óskynsamlega mikið af súrdeigsbrauði. Á sama tíma og við söknum þess sem áður þótti sjálfsagt þá kunnum við nú meira að meta það, það sem áður þótti sjálfsagt. Að geta faðmað ömmu og afa. Að hitta stórfjölskylduna í mat á sunnudögum. Að fara út með vinum. Að snertast, kyssast, knúsast. Listinn er langur. Mikið hefur verið talað um neikvæðar afleiðingar heimsfaraldursins sem nú er í gangi, skiljanlega. Þetta er alvarlegt ástand. Fólk er alvarlega veikt, fólk einangrast, fólk finnur fyrir kvíða og óvissu. Þessu þurfum við að hlúa að. Við þurfum að sýna samhug og hjálpast að við að halda vel utan um fólkið okkar. Halda vel utan um samfélagið, án þess að snertast. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvaða áhrif heimsfaraldurinn hefur haft á sambandið við maka. Hvaða áhrif hefur aukin samvera, meiri nánd og í sumum tilvikum meira álag á líf okkar? Sumar fjölskyldur og pör hafa þurft að fara oftar ein einu sinni saman í sóttkví, sumar oftar en tvisvar og oftar en þrisvar. Við höfum ekki getað stungið af í strákaferð eða stelpuferð til útlanda. Bara til að taka smá pásu frá öllu, til að hlaða batteríin, eða jafnvel til að flýja vandamálin, hver veit? Við erum allt í einu öll orðin aðeins jafnari, á einhvern undarlegan hátt. Við erum öll núna í sama skipinu sem siglir í gegnum þennan ólgusjó sem þessi heimsfaraldur er. Þurfum öll að fylgja sömu reglum óháð stétt og stöðu. Hraðinn í samfélaginu okkar er ekki sá sami. Tempóið í fjölskyldulífinu er ekki það sama. Við erum knúin til að horfast meira í augu við vandamálin. Við erum knúin til að horfast meira í augu. Bæði við okkur sjálf og maka okkar. Er það ekki mögulega eitthvað sem við höfum alltaf þráð en aldrei gefið okkur tíma fyrir? Hér fyrir neðan er hægt að sjá niðurstöður könnunarinnar: Hvaða áhrif hefur heimsfaraldurinn haft á samband þitt við maka? Sem umsjónamaður Makamála hef ég spurt lesendur Vísis spurninga um ástina, sambönd og kynlíf nánast í hverri viku síðasta eina og hálfa árið. Þessar kannanir eru gerðar til gamans. Þær eru ekki áreiðanlegar og vísindalegar kannanir eins og flestir ættu að gera sér grein fyrir. En þær eru ætlaðar sem vettvangur fyrir umræður og vangaveltur. Álag og erfiðir tímar þurfa ekki alltaf að hafa neikvæð áhrif. Erfiðleikar reyna eðlilega mikið á en geta á sama tíma hreyft við okkur og stundum fengið okkur til að opna augun, aðeins betur. Vera þakklátari, skilja betur og sjá betur. Gæti það mögulega verið, bara mögulega, að loksins séum við farin að sjá betur? Sjá skóginn fyrir trjánum og finna hvað það er sem skiptir okkur mestu máli í lífinu? *Niðurstöður – Hefur Covid faraldurinn haft áhrif á samband þitt við maka? Já, góð áhrif – 35% Já, það reynir á sambandið – 22% Já, slæm áhrif – 7% Já, sambandsslit – 7% Nei, engin áhrif 29% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Tengdar fréttir Fullnæging ekki alltaf nauðsynleg í kynlífi Í síðustu könnun Makamála var spurt um mikilvægi fullnægingar í kynlífi Könnuninni var beint til karla og kvenna og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem átti við. 16. október 2020 13:08 Hjálpa konum að gera allt þetta daglega meira „djúsí“ „Við erum flest að vanrækja okkur og þess vegna er kulnun svona algeng sem og kvíði og streita. Ekki má svo gleyma skammdegisblúsnum sem við svo mörg finnum fyrir.“ Segir Dagný Berglind Gísladóttir í viðtali við Makamál. 15. október 2020 13:00 Spurning vikunnar: Er mikilvægt að þú fáir fullnægingu í kynlífi? Að fá fullnægingu í kynlífi getur reynst sumum erfiðara en öðrum og geta margar ástæður legið þar að baki. Bæði líffræðilegar og andlegar. 9. október 2020 09:03 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Lífið okkar breyttist fyrir níu mánuðum. Heimsfaraldur skall á og öll þurftum við að breyta háttum. Núna þurfum við að fylgja nýjum reglum, þurfum að aðlagast nýjum veruleika og nýju lífi. Við þurfum að vera þolinmóð, sýna skilning og setja okkur í spor annars fólks. Fólks sem við höfum kannski aldrei pælt í. Utanlandsferðir með fjölskyldunni og helgarferðir með vinum eru ekki lengur í plönunum okkar. Við ferðumst innanlands og við ferðumst innanhúss. Við spilum borðspil, við púslum, förum í ratleiki og hreyfum okkur meira úti. Við förum kannski á stefnumót heima, tjöldum í stofunni og bökum óskynsamlega mikið af súrdeigsbrauði. Á sama tíma og við söknum þess sem áður þótti sjálfsagt þá kunnum við nú meira að meta það, það sem áður þótti sjálfsagt. Að geta faðmað ömmu og afa. Að hitta stórfjölskylduna í mat á sunnudögum. Að fara út með vinum. Að snertast, kyssast, knúsast. Listinn er langur. Mikið hefur verið talað um neikvæðar afleiðingar heimsfaraldursins sem nú er í gangi, skiljanlega. Þetta er alvarlegt ástand. Fólk er alvarlega veikt, fólk einangrast, fólk finnur fyrir kvíða og óvissu. Þessu þurfum við að hlúa að. Við þurfum að sýna samhug og hjálpast að við að halda vel utan um fólkið okkar. Halda vel utan um samfélagið, án þess að snertast. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvaða áhrif heimsfaraldurinn hefur haft á sambandið við maka. Hvaða áhrif hefur aukin samvera, meiri nánd og í sumum tilvikum meira álag á líf okkar? Sumar fjölskyldur og pör hafa þurft að fara oftar ein einu sinni saman í sóttkví, sumar oftar en tvisvar og oftar en þrisvar. Við höfum ekki getað stungið af í strákaferð eða stelpuferð til útlanda. Bara til að taka smá pásu frá öllu, til að hlaða batteríin, eða jafnvel til að flýja vandamálin, hver veit? Við erum allt í einu öll orðin aðeins jafnari, á einhvern undarlegan hátt. Við erum öll núna í sama skipinu sem siglir í gegnum þennan ólgusjó sem þessi heimsfaraldur er. Þurfum öll að fylgja sömu reglum óháð stétt og stöðu. Hraðinn í samfélaginu okkar er ekki sá sami. Tempóið í fjölskyldulífinu er ekki það sama. Við erum knúin til að horfast meira í augu við vandamálin. Við erum knúin til að horfast meira í augu. Bæði við okkur sjálf og maka okkar. Er það ekki mögulega eitthvað sem við höfum alltaf þráð en aldrei gefið okkur tíma fyrir? Hér fyrir neðan er hægt að sjá niðurstöður könnunarinnar: Hvaða áhrif hefur heimsfaraldurinn haft á samband þitt við maka? Sem umsjónamaður Makamála hef ég spurt lesendur Vísis spurninga um ástina, sambönd og kynlíf nánast í hverri viku síðasta eina og hálfa árið. Þessar kannanir eru gerðar til gamans. Þær eru ekki áreiðanlegar og vísindalegar kannanir eins og flestir ættu að gera sér grein fyrir. En þær eru ætlaðar sem vettvangur fyrir umræður og vangaveltur. Álag og erfiðir tímar þurfa ekki alltaf að hafa neikvæð áhrif. Erfiðleikar reyna eðlilega mikið á en geta á sama tíma hreyft við okkur og stundum fengið okkur til að opna augun, aðeins betur. Vera þakklátari, skilja betur og sjá betur. Gæti það mögulega verið, bara mögulega, að loksins séum við farin að sjá betur? Sjá skóginn fyrir trjánum og finna hvað það er sem skiptir okkur mestu máli í lífinu? *Niðurstöður – Hefur Covid faraldurinn haft áhrif á samband þitt við maka? Já, góð áhrif – 35% Já, það reynir á sambandið – 22% Já, slæm áhrif – 7% Já, sambandsslit – 7% Nei, engin áhrif 29% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Tengdar fréttir Fullnæging ekki alltaf nauðsynleg í kynlífi Í síðustu könnun Makamála var spurt um mikilvægi fullnægingar í kynlífi Könnuninni var beint til karla og kvenna og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem átti við. 16. október 2020 13:08 Hjálpa konum að gera allt þetta daglega meira „djúsí“ „Við erum flest að vanrækja okkur og þess vegna er kulnun svona algeng sem og kvíði og streita. Ekki má svo gleyma skammdegisblúsnum sem við svo mörg finnum fyrir.“ Segir Dagný Berglind Gísladóttir í viðtali við Makamál. 15. október 2020 13:00 Spurning vikunnar: Er mikilvægt að þú fáir fullnægingu í kynlífi? Að fá fullnægingu í kynlífi getur reynst sumum erfiðara en öðrum og geta margar ástæður legið þar að baki. Bæði líffræðilegar og andlegar. 9. október 2020 09:03 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Fullnæging ekki alltaf nauðsynleg í kynlífi Í síðustu könnun Makamála var spurt um mikilvægi fullnægingar í kynlífi Könnuninni var beint til karla og kvenna og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem átti við. 16. október 2020 13:08
Hjálpa konum að gera allt þetta daglega meira „djúsí“ „Við erum flest að vanrækja okkur og þess vegna er kulnun svona algeng sem og kvíði og streita. Ekki má svo gleyma skammdegisblúsnum sem við svo mörg finnum fyrir.“ Segir Dagný Berglind Gísladóttir í viðtali við Makamál. 15. október 2020 13:00
Spurning vikunnar: Er mikilvægt að þú fáir fullnægingu í kynlífi? Að fá fullnægingu í kynlífi getur reynst sumum erfiðara en öðrum og geta margar ástæður legið þar að baki. Bæði líffræðilegar og andlegar. 9. október 2020 09:03