Elísabet Hulda Snorradóttir bar sigur úr býtum í Gamla Bíói í gærkvöldi þegar lokakeppni Miss Universe Iceland fór fram. Keppendur voru 15 talsins en ólíkt fyrri árum báru keppendur grímur sökum kórónuveirufaraldursins.
Í ár voru aðeins þrír íslenskir dómarar sem dæmdu keppnina, en venjulega hafa erlendir sérfræðingar mætt og dæmt keppnina en vegna ástandsins í heiminum var það ekki mögulegt að þessu sinni.
Í dómnefnd voru þær Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, ungfrú Ísland 1995, Hildur María Leifsdóttir, Miss Universe Iceland 2016, og Aníta Ísey Jónsdóttir, dansari og sviðshöfundur.
Hér að neðan má sjá myndir frá úrslitakvöldinu.


