Glódís Perla: Sáttar með að fá þrjá aukadaga saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 13:00 Glódís Perla Viggósdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Elín Metta Jensen fagna marki Söru BJarkar sem var dæmt af í leiknum á móti Svíþjóð. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið við æfingar í Gautaborg síðustu daga en liðið er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik við Svíþjóð í undankeppni EM. Ísland mætir heimakonum í Svíþjóð einmitt í Gautaborg á þriðjudaginn í næstu viku en þetta er óopinber úrslitaleikur um sigur í riðlinum og um leið sæti í úrslitakeppni EM. Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki fundið fyrir kórónuveirunni eins og margir leikmenn íslenska liðsins. Glódís Perla er að spila með Rosengård í sænsku deildinni og þar hafa æfingar og leikir verið í fullum gangi síðan íslenska landsliðið kom síðast saman. Leikmennirnir sem spila heima á Íslandi hafa aftur á móti ekki getað æft neitt saman og hafa þurft að halda sér í formi upp á sitt einsdæmi síðustu vikur. View this post on Instagram Preparations have started for our match against on Tuesday in the @uefawomenseuro qualifiers #LeiðinTilEnglands #dottir A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on Oct 21, 2020 at 7:44am PDT Knattspyrnusamband Íslands ákvað því að fara þremur dögum fyrr með íslenska liðið út til að stelpurnar heima á Íslandi gætu æft í lengri tíma í aðdraganda leiksins. „Við erum mjög sáttar með að hafa getað komist aðeins fyrr til Svíþjóðar og fengið aukadaga. Stelpurnar sem eru að koma frá Íslandi hafa ekki getað æft neitt af viti seinustu vikur. Það er því mjög jákvætt að við séum búnar að fá auka þrjá daga,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali við Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Íslensku stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum og áttu alveg eins skilið að fá meira út úr þeim leik. Þær ætla að nýta sér það sem gekk vel í þeim leik. „Við erum að reyna að skoða leikinn okkar sem við spiluðum við þær heima og taka það úr honum sem gekk vel í lok fyrri hálfleiks og í seinni hálfleik. Við ætlum að reyna að taka það með okkur inn í næsta leik og keyra svolítið yfir það,“ sagði Glódís Perla en það má sjá viðtalsbrotin hér fyrir neðan. 2/2,,Við munum skoða leikinn okkar sem við spiluðum heima og taka með það sem gekk vel."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/fqPi8reJ2S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2020 EM 2021 í Englandi Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið við æfingar í Gautaborg síðustu daga en liðið er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik við Svíþjóð í undankeppni EM. Ísland mætir heimakonum í Svíþjóð einmitt í Gautaborg á þriðjudaginn í næstu viku en þetta er óopinber úrslitaleikur um sigur í riðlinum og um leið sæti í úrslitakeppni EM. Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki fundið fyrir kórónuveirunni eins og margir leikmenn íslenska liðsins. Glódís Perla er að spila með Rosengård í sænsku deildinni og þar hafa æfingar og leikir verið í fullum gangi síðan íslenska landsliðið kom síðast saman. Leikmennirnir sem spila heima á Íslandi hafa aftur á móti ekki getað æft neitt saman og hafa þurft að halda sér í formi upp á sitt einsdæmi síðustu vikur. View this post on Instagram Preparations have started for our match against on Tuesday in the @uefawomenseuro qualifiers #LeiðinTilEnglands #dottir A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on Oct 21, 2020 at 7:44am PDT Knattspyrnusamband Íslands ákvað því að fara þremur dögum fyrr með íslenska liðið út til að stelpurnar heima á Íslandi gætu æft í lengri tíma í aðdraganda leiksins. „Við erum mjög sáttar með að hafa getað komist aðeins fyrr til Svíþjóðar og fengið aukadaga. Stelpurnar sem eru að koma frá Íslandi hafa ekki getað æft neitt af viti seinustu vikur. Það er því mjög jákvætt að við séum búnar að fá auka þrjá daga,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali við Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Íslensku stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum og áttu alveg eins skilið að fá meira út úr þeim leik. Þær ætla að nýta sér það sem gekk vel í þeim leik. „Við erum að reyna að skoða leikinn okkar sem við spiluðum við þær heima og taka það úr honum sem gekk vel í lok fyrri hálfleiks og í seinni hálfleik. Við ætlum að reyna að taka það með okkur inn í næsta leik og keyra svolítið yfir það,“ sagði Glódís Perla en það má sjá viðtalsbrotin hér fyrir neðan. 2/2,,Við munum skoða leikinn okkar sem við spiluðum heima og taka með það sem gekk vel."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/fqPi8reJ2S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2020
EM 2021 í Englandi Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Sjá meira