Lífið

Hildur Vala gefur út lag og myndband fjórtán árum eftir að hún heyrði lagið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur Vala var lengi að koma laginu frá sér. 
Hildur Vala var lengi að koma laginu frá sér. 

Hildur Vala hefur sent frá sér lagið Komin allt of langt en það er samið af Stefáni Má Magnússyni.

Hildur heyrði lagið fyrst þegar hún var við upptökur á annarri sólóplötu sinni í Danmörku árið 2006 en lagið fór ekki á plötuna í það sinnið.

„Lagið hefur ekki látið mig í friði allan þennan tíma,“ segir Hildur Vala og er ánægð að hafa loksins fundið réttu nálgunina að þessu fallega lagi, 14 árum síðar.

Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló í laginu en Jón Ólafsson sá um upptökur og annan hljóðfæraleik.

Hljóðblöndun önnuðust Albert Finnbogason og Jón Ólafsson. Myndband við lagið er gert af hinum slóvaska Patrik Ontkovic í Sundlauginni, hljóðveri sem hljómsveitin Sigurrós kom á laggirnar fyrir margt löngu.

Hér að neðan má sjá myndband við lagið.

Klippa: Hildur Vala - Komin allt of langt





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.