„Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 15:31 Egill Einarsson er ekki svo sáttur með stöðuna á líkamsræktarstöðvum landsins. Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. „Ég get verið á skrifstofunni en þetta er helvíti rólegt meðan líkamsræktarstöðvarnar eru lokaðar en vonandi verða þetta bara tvær vikur í viðbót,“ segir Egill Einarsson á FM957 í morgun. „Fólk virðist ekki vera að hreyfa sig mikið þegar þessar stöðvar eru lokaðar. Það er helvíti þreytt að sprikla heima í stofu til lengri tíma. Ég sá það í fyrstu lokuninni að fólk nennti þessu í viku að hoppa heima á gólfinu en það verður fljótt mjög þreytt. Ég sé það bara í þessari lokun að fólk nennir þessu ekkert, fer bara í sófann og mætir þegar það opnar aftur.“ Hann segir að fólk eigi almennt mjög erfitt með mataræðið þegar það er heima allan daginn. „Ég hef aldrei séð fólk koma jafn illa út úr mælingum og á þessu ári. Þú átt alveg að geta gert hörkuæfingar með eigin líkamsþyngd en fólki finnst það bara leiðinlegt. Nú má fólk vera í einhverjum hóptímum en ekki fara í ræktina. Þetta er allt saman mjög sérstakt, en vonandi eru bara einhverjar tvær vikur í þetta.“ Hnefaleikastöð er ekki eins og venjuleg líkamsræktarstöð Hann býst ekkert endilega við að fólk flykkist í ræktina þegar banninu verður aflétt. „Það er notla önnur hver sófakartafla landsins í einhverri herferð gegn líkamsræktarstöðvum. Ég get ekki opnað Vísi þá er einhver trúður kominn að tala um gymmið. Það gleymist svolítið að þessi smit eru úr hnefaleikastöðinni, ekki líkamsrækt. Fólk þekkir greinilega ekki muninn á hnefaleikastöð og líkamsrækt. Líktu bara saman tennisvelli og gymmi. Fólk er bara með frómas í hausnum, því miður. Svo labba þrjú þúsund manns hingað inn í Sporthúsið á dag og það er ekki eitt smit.“ Egill segir að fólk hafi almennt verið mjög duglegt við það að þrífa vel eftir sig í Sporthúsinu og sprittað vel. „Ég er með mikið af fólki sem eru að glíma við andleg veikindi og lyfin þeirra er bara líkamsræktin, hreyfa sig, borða hollt og það þarf að meta kostina og galla áður en þú lokar bara á líkamsrækt. Svo er líka betra að vera í góðu formi ef þú færð þessa ógeðslegu veiru. Þórólfur horfir væntanlega bara á þessa hnefaleikastöð sem rækt, en hann er bara að gera sína vinnu og mér finnst hann standa sig mjög vel og ég er aðdáandi. En fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brennslan Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. „Ég get verið á skrifstofunni en þetta er helvíti rólegt meðan líkamsræktarstöðvarnar eru lokaðar en vonandi verða þetta bara tvær vikur í viðbót,“ segir Egill Einarsson á FM957 í morgun. „Fólk virðist ekki vera að hreyfa sig mikið þegar þessar stöðvar eru lokaðar. Það er helvíti þreytt að sprikla heima í stofu til lengri tíma. Ég sá það í fyrstu lokuninni að fólk nennti þessu í viku að hoppa heima á gólfinu en það verður fljótt mjög þreytt. Ég sé það bara í þessari lokun að fólk nennir þessu ekkert, fer bara í sófann og mætir þegar það opnar aftur.“ Hann segir að fólk eigi almennt mjög erfitt með mataræðið þegar það er heima allan daginn. „Ég hef aldrei séð fólk koma jafn illa út úr mælingum og á þessu ári. Þú átt alveg að geta gert hörkuæfingar með eigin líkamsþyngd en fólki finnst það bara leiðinlegt. Nú má fólk vera í einhverjum hóptímum en ekki fara í ræktina. Þetta er allt saman mjög sérstakt, en vonandi eru bara einhverjar tvær vikur í þetta.“ Hnefaleikastöð er ekki eins og venjuleg líkamsræktarstöð Hann býst ekkert endilega við að fólk flykkist í ræktina þegar banninu verður aflétt. „Það er notla önnur hver sófakartafla landsins í einhverri herferð gegn líkamsræktarstöðvum. Ég get ekki opnað Vísi þá er einhver trúður kominn að tala um gymmið. Það gleymist svolítið að þessi smit eru úr hnefaleikastöðinni, ekki líkamsrækt. Fólk þekkir greinilega ekki muninn á hnefaleikastöð og líkamsrækt. Líktu bara saman tennisvelli og gymmi. Fólk er bara með frómas í hausnum, því miður. Svo labba þrjú þúsund manns hingað inn í Sporthúsið á dag og það er ekki eitt smit.“ Egill segir að fólk hafi almennt verið mjög duglegt við það að þrífa vel eftir sig í Sporthúsinu og sprittað vel. „Ég er með mikið af fólki sem eru að glíma við andleg veikindi og lyfin þeirra er bara líkamsræktin, hreyfa sig, borða hollt og það þarf að meta kostina og galla áður en þú lokar bara á líkamsrækt. Svo er líka betra að vera í góðu formi ef þú færð þessa ógeðslegu veiru. Þórólfur horfir væntanlega bara á þessa hnefaleikastöð sem rækt, en hann er bara að gera sína vinnu og mér finnst hann standa sig mjög vel og ég er aðdáandi. En fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brennslan Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira