Lífið

Byggði eyju og hefur búið þar í sautján ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Shadow leyfir fólki að fylgjast með sér á Instgram á @shadowsnowhereisland
Shadow leyfir fólki að fylgjast með sér á Instgram á @shadowsnowhereisland

Maður sem kallar sig Shadow hefur búið að heimatilbúni eyju í Kanada í sautján ár.

Hann byggði eyjuna á sínum tíma úr endurvinnanlegu efni og stendur í dag tveggja hæða hús á þessari fljótandi eyju.

Hann nær sér sjálfur í eldivið í nágrenninu til að kynda húsið og fær rafmagn með sólarorkunni. Húsið er alfarið sjálfbært en ástæðan fyrir því að hann flutti einn út í sveit á sínum tíma var aukin mengun í heiminum og segir hann það algjörlega út í hött hvernig manneskjan hefur farið með plánetuna.

Eyjan flýtur á fjölmörgum plasttunnum sem hann fann víðs vegar í vatninu í kring. Hann notar slíkar tunnur einnig til að rækta grænmeti og fleira. 

Einnig hefur hann nokkuð myndarlegan bát á svæðinu þar sem hann getur siglt um nærumhverfið, týnt upp rusl og endurnýtt.

Hér að neðan má sjá umfjöllun Exploring Alternatives um þennan merkilega mann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.