Neyddar til vinnu og mæta ekki Svíum Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 09:00 Ísland átti ekki í vandræðum með að valta yfir Lettland í síðasta mánuði og kom boltanum níu sinnum framhjá hinni 17 ára gömlu Lauru Sinutkina. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lettneska kvennalandsliðið í fótbolta mátti sín lítils gegn því íslenska á Laugardalsvelli í síðasta mánuði. Liðið er án lykilmanna gegn Svíum í dag, meðal annars vegna þess að þær fengu ekki frí frá vinnu. Á meðan að íslenska liðið æfir saman í Gautaborg þessa dagana til að undirbúa sig fyrir stórleikinn við Svíþjóð í næstu viku, spila Svíar í dag við Letta. Íslensku stelpurnar fengu sem betur fer allar frí frá vinnu og námi til að fara snemma út og einbeita sér að leiknum. View this post on Instagram Preparations have started for our match against on Tuesday in the @uefawomenseuro qualifiers #LeiðinTilEnglands #dottir A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on Oct 21, 2020 at 7:44am PDT Ísland vann Lettland 9-0 í undankeppni EM fyrir mánuði og búast má einnig við stórum tölum í dag. Svíþjóð vann Lettland 4-1 á útivelli og þar skoraði Eyjakonan Olga Sevcova eina mark Letta. Hún verður ekki með Lettlandi í dag vegna fjölskylduástæðna, samkvæmt fjölmiðlafulltrúa lettneska landsliðsins. Segir hafa skipt sköpum að hafa 17 ára markmann gegn Íslandi Lettar verða sömuleiðis án Kristine Girzda og Renate Fedotova í Gautaborg í dag. Girzda er mikilvæg liðinu sem varnarsinnaður miðjumaður en Fedotova á ekki fast sæti í byrjunarliðinu. „Girzda og Fedotova eru ekki atvinnumenn og neyddust báðar til að vera eftir heima til að vinna. Yfirmenn þeirra þvinguðu þær til að vinna,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Ilja Polakovs við Fotbollskanalen. Polakovs segir lettneska liðið einnig hafa verið í markmannsvandræðum undanfarið, eftir að fyrirliðinn Marija Ibragimova hætti. Það hafi haft mikið um tapið stóra að segja gegn Íslandi í markinu hafi verið 17 ára markmaður, Laura Sinutkina. Blackstenius bara með gegn Íslandi Framherjinn Stina Blackstenius verður ekki með Svíum í dag, þrátt fyrir að hafa jafnað sig af meiðslum frá því að hún missti af 1-1 jafnteflinu við Ísland í síðasta mánuði. Hún náði lítið sem ekkert að æfa með sænska landsliðinu á meðan að hún beið niðurstöðu úr kórónuveiruprófi, sem reyndist svo neikvæð. Blackstenius verður því með í leiknum mikilvæga gegn Íslandi næsta þriðjudag. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný skoraði þrennuna á öðrum fæti: Þreytandi að geta ekki leikið við son minn vegna verkja Dagný Brynjarsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum þegar hún gat ekki notað hægri fótinn vegna meiðsla. Hún píndi sig í gegnum leikinn mikilvæga við Svíþjóð en gæti misst af næsta leik við sænska liðið. 16. október 2020 13:31 „Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Lettneska kvennalandsliðið í fótbolta mátti sín lítils gegn því íslenska á Laugardalsvelli í síðasta mánuði. Liðið er án lykilmanna gegn Svíum í dag, meðal annars vegna þess að þær fengu ekki frí frá vinnu. Á meðan að íslenska liðið æfir saman í Gautaborg þessa dagana til að undirbúa sig fyrir stórleikinn við Svíþjóð í næstu viku, spila Svíar í dag við Letta. Íslensku stelpurnar fengu sem betur fer allar frí frá vinnu og námi til að fara snemma út og einbeita sér að leiknum. View this post on Instagram Preparations have started for our match against on Tuesday in the @uefawomenseuro qualifiers #LeiðinTilEnglands #dottir A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on Oct 21, 2020 at 7:44am PDT Ísland vann Lettland 9-0 í undankeppni EM fyrir mánuði og búast má einnig við stórum tölum í dag. Svíþjóð vann Lettland 4-1 á útivelli og þar skoraði Eyjakonan Olga Sevcova eina mark Letta. Hún verður ekki með Lettlandi í dag vegna fjölskylduástæðna, samkvæmt fjölmiðlafulltrúa lettneska landsliðsins. Segir hafa skipt sköpum að hafa 17 ára markmann gegn Íslandi Lettar verða sömuleiðis án Kristine Girzda og Renate Fedotova í Gautaborg í dag. Girzda er mikilvæg liðinu sem varnarsinnaður miðjumaður en Fedotova á ekki fast sæti í byrjunarliðinu. „Girzda og Fedotova eru ekki atvinnumenn og neyddust báðar til að vera eftir heima til að vinna. Yfirmenn þeirra þvinguðu þær til að vinna,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Ilja Polakovs við Fotbollskanalen. Polakovs segir lettneska liðið einnig hafa verið í markmannsvandræðum undanfarið, eftir að fyrirliðinn Marija Ibragimova hætti. Það hafi haft mikið um tapið stóra að segja gegn Íslandi í markinu hafi verið 17 ára markmaður, Laura Sinutkina. Blackstenius bara með gegn Íslandi Framherjinn Stina Blackstenius verður ekki með Svíum í dag, þrátt fyrir að hafa jafnað sig af meiðslum frá því að hún missti af 1-1 jafnteflinu við Ísland í síðasta mánuði. Hún náði lítið sem ekkert að æfa með sænska landsliðinu á meðan að hún beið niðurstöðu úr kórónuveiruprófi, sem reyndist svo neikvæð. Blackstenius verður því með í leiknum mikilvæga gegn Íslandi næsta þriðjudag.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný skoraði þrennuna á öðrum fæti: Þreytandi að geta ekki leikið við son minn vegna verkja Dagný Brynjarsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum þegar hún gat ekki notað hægri fótinn vegna meiðsla. Hún píndi sig í gegnum leikinn mikilvæga við Svíþjóð en gæti misst af næsta leik við sænska liðið. 16. október 2020 13:31 „Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Dagný skoraði þrennuna á öðrum fæti: Þreytandi að geta ekki leikið við son minn vegna verkja Dagný Brynjarsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum þegar hún gat ekki notað hægri fótinn vegna meiðsla. Hún píndi sig í gegnum leikinn mikilvæga við Svíþjóð en gæti misst af næsta leik við sænska liðið. 16. október 2020 13:31
„Í okkar hugarfari um aldir alda að bregðast við kreppum og krísum“ Jón Þór Hauksson segir að ástandið í þjóðfélaginu setji vissulega strik í reikninginn fyrir undirbúning leiksins mikilvæga gegn Svíþjóð. 9. október 2020 14:03
Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48