Fótbolti

Í fyrsta sinn sem íslenskur dómarakvartett skipaður konum dæmir á erlendri grundu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenski kvartettinn sem dæmir leik Wales og Færeyja annað kvöld.
Íslenski kvartettinn sem dæmir leik Wales og Færeyja annað kvöld. ksí

Dómarakvartettinn í leik Wales og Færeyja í undankeppni EM kvenna á morgun verður eingöngu skipaður íslenskum konum. Leikurinn fer fram í Cardiff og hefst klukkan 18:05.

Þetta er í fyrsta sinn sem fjórar íslenskar konur skipa dómarakvartett í alþjóðlegum leik A-landsliða á erlendri grundu.

Bríet Bragadóttir dæmir leikinn, Rúna Kristín Stefánsdóttir og Eydís Einarsdóttir eru aðstoðardómarar og Bergrós Unudóttir fjórði dómari.

Þær þrjár fyrstnefndu hafa allar reynslu af alþjóðlegum verkefnum en Bergrós er nýliði á því sviði. Rúna hefur starfað við alþjóðleg verkefni frá 2012, Bríet frá 2014 og Eydís frá 2017.

Wales er í 2. sæti C-riðils undankeppni EM með átta stig en Færeyjar í fimmta og neðsta sæti riðilsins án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×