Fótbolti

Piqu­e, Ter Stegen, Len­g­let og Frenki­e fram­lengja við Barcelona til margra ára

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pique og Frenkie De Jong fagna með liðsfélögum sínum í kvöld.
Pique og Frenkie De Jong fagna með liðsfélögum sínum í kvöld. Alex Caparros/Getty Images

Stuðningsmenn Barcelona fögnuðu ekki bara sigri liðsins á Ferencvaros í Meistaradeildinni í kvöld því eftir leikinn var tilkynnt að fjórir lykilmenn liðsins hefðu skrifað undir nýjan samning.

Um er að ræða þá Gerard Pique, Marc-André ter Stegen, Clement Lenglet og Frenkie de Jong en þeir gera mismunandi langa samninga.

Samningur Pique er til ársins 2024 en þá verður hann orðinn 37 ára gamall. Hann hefur verið hjá Barcelona frá árinu 2008 er hann snéri til baka frá Man. United.

Markvörðurinn Marc-André ter Stegen skrifar undir samning til ársins 2025 og þeir Clement Lenglet og Frenkie de Jong til ársins 2026 en Frenkie kom til félagsins í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×