4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 11:01 Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrid á árunum 2014 til 2018. Getty/ Laurence Griffiths Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við einstaka sigurgöngu Real Madrid í keppninni. Real Madrid er sigursælasta liðið í sögu Evrópukeppni meistaraliða, bæði síðan hún var setta á laggirnar árið 1955 og líka síðan hún breyttist í Meistaradeildina árið 1992. Real Madrid vann Evrópukeppni meistaraliða fimm fyrstu árin og hefur enn fremur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á síðustu sjö tímabilum. Roberto Carlos: "The ball came bouncing and I crossed the ball. I didn't even know Zizou was there." Wondrous volley from Zinédine Zidane in 2002!@realmadriden | #UCL https://t.co/y6HnE2JNjS pic.twitter.com/Dd9jKf5aZK— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid hefur alls orðið Evrópumeistari meistaraliða þrettán sinnum eða sex sinnum oftar en næsta lið sem er AC Milan frá Ítalíu. Liverpool og Bayern München hafa síðan unnið keppnina sex sinnum hvort félag. Real Madrid hefur unnið sjálfa Meistaradeildina sjö sinnum en næst kemur Barcelona með fjóra titla. Það hefur verið hægt að bóka það síðustu áratugi að ef Real Madrid kemst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þá munu þeir fagna sigri. Real Madrid hefur unnuð sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni eða alla úrslitaleiki sína síðan árið 1981. Síðasta liðið til að vinna Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða var Liverpool en Liverpool vann 1-0 sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum á Parc des Princes í París 27. maí 1981. Vinstri bakvörðurinn Alan Kennedy skoraði eina mark leiksins átta mínútum fyrir leikslok. Who would you most like to see with the #UCL trophy back in their hands? pic.twitter.com/TV6KgnHPgO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid liðið komst ekki aftur í úrslitaleikinn fyrr en sautján árum síðar og þá var nafn keppninnar orðið Meistaradeildin og hún hafði breyst talsvert. Real Madrid vann Juventus árið 1998 og vann síðan keppnina bæði 2000 (3-0 sigur á Valencia) og 2002 (2-1 sigur á Bayer Leverkusen). Real Madrid vann síðan alla fjóra úrslitaleiki sína með Gareth Bale og Cristiano Ronaldo á árunum 2014 til 2018. Síðasti sigurinn var 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum 2018 en áður hafði Real unnið 4-1 sigur á Juventus 2017, sigur á Atlético Madrid í vítakeppni 2016 og 4-1 sigur á Atlético Madrid árið 2014. Zinedin Zidane hefur tekið þátt í fimm síðustu Meistaradeildartitlum Real Madrid. Hann skoraði sigurmarkið 2002, var aðstoðarþjálfari 2014 og stýrði liðinu síðan til sigurs í Meistaradeildinni þrjú ár í röð frá 2016 til 2018. Zidane er mættur aftur í þjálfarastólinn hjá Real og það ætti bara að boða gott fyrir liðið. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við einstaka sigurgöngu Real Madrid í keppninni. Real Madrid er sigursælasta liðið í sögu Evrópukeppni meistaraliða, bæði síðan hún var setta á laggirnar árið 1955 og líka síðan hún breyttist í Meistaradeildina árið 1992. Real Madrid vann Evrópukeppni meistaraliða fimm fyrstu árin og hefur enn fremur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á síðustu sjö tímabilum. Roberto Carlos: "The ball came bouncing and I crossed the ball. I didn't even know Zizou was there." Wondrous volley from Zinédine Zidane in 2002!@realmadriden | #UCL https://t.co/y6HnE2JNjS pic.twitter.com/Dd9jKf5aZK— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid hefur alls orðið Evrópumeistari meistaraliða þrettán sinnum eða sex sinnum oftar en næsta lið sem er AC Milan frá Ítalíu. Liverpool og Bayern München hafa síðan unnið keppnina sex sinnum hvort félag. Real Madrid hefur unnið sjálfa Meistaradeildina sjö sinnum en næst kemur Barcelona með fjóra titla. Það hefur verið hægt að bóka það síðustu áratugi að ef Real Madrid kemst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þá munu þeir fagna sigri. Real Madrid hefur unnuð sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni eða alla úrslitaleiki sína síðan árið 1981. Síðasta liðið til að vinna Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða var Liverpool en Liverpool vann 1-0 sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum á Parc des Princes í París 27. maí 1981. Vinstri bakvörðurinn Alan Kennedy skoraði eina mark leiksins átta mínútum fyrir leikslok. Who would you most like to see with the #UCL trophy back in their hands? pic.twitter.com/TV6KgnHPgO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid liðið komst ekki aftur í úrslitaleikinn fyrr en sautján árum síðar og þá var nafn keppninnar orðið Meistaradeildin og hún hafði breyst talsvert. Real Madrid vann Juventus árið 1998 og vann síðan keppnina bæði 2000 (3-0 sigur á Valencia) og 2002 (2-1 sigur á Bayer Leverkusen). Real Madrid vann síðan alla fjóra úrslitaleiki sína með Gareth Bale og Cristiano Ronaldo á árunum 2014 til 2018. Síðasti sigurinn var 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum 2018 en áður hafði Real unnið 4-1 sigur á Juventus 2017, sigur á Atlético Madrid í vítakeppni 2016 og 4-1 sigur á Atlético Madrid árið 2014. Zinedin Zidane hefur tekið þátt í fimm síðustu Meistaradeildartitlum Real Madrid. Hann skoraði sigurmarkið 2002, var aðstoðarþjálfari 2014 og stýrði liðinu síðan til sigurs í Meistaradeildinni þrjú ár í röð frá 2016 til 2018. Zidane er mættur aftur í þjálfarastólinn hjá Real og það ætti bara að boða gott fyrir liðið. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00
6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00