4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 11:01 Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrid á árunum 2014 til 2018. Getty/ Laurence Griffiths Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við einstaka sigurgöngu Real Madrid í keppninni. Real Madrid er sigursælasta liðið í sögu Evrópukeppni meistaraliða, bæði síðan hún var setta á laggirnar árið 1955 og líka síðan hún breyttist í Meistaradeildina árið 1992. Real Madrid vann Evrópukeppni meistaraliða fimm fyrstu árin og hefur enn fremur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á síðustu sjö tímabilum. Roberto Carlos: "The ball came bouncing and I crossed the ball. I didn't even know Zizou was there." Wondrous volley from Zinédine Zidane in 2002!@realmadriden | #UCL https://t.co/y6HnE2JNjS pic.twitter.com/Dd9jKf5aZK— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid hefur alls orðið Evrópumeistari meistaraliða þrettán sinnum eða sex sinnum oftar en næsta lið sem er AC Milan frá Ítalíu. Liverpool og Bayern München hafa síðan unnið keppnina sex sinnum hvort félag. Real Madrid hefur unnið sjálfa Meistaradeildina sjö sinnum en næst kemur Barcelona með fjóra titla. Það hefur verið hægt að bóka það síðustu áratugi að ef Real Madrid kemst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þá munu þeir fagna sigri. Real Madrid hefur unnuð sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni eða alla úrslitaleiki sína síðan árið 1981. Síðasta liðið til að vinna Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða var Liverpool en Liverpool vann 1-0 sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum á Parc des Princes í París 27. maí 1981. Vinstri bakvörðurinn Alan Kennedy skoraði eina mark leiksins átta mínútum fyrir leikslok. Who would you most like to see with the #UCL trophy back in their hands? pic.twitter.com/TV6KgnHPgO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid liðið komst ekki aftur í úrslitaleikinn fyrr en sautján árum síðar og þá var nafn keppninnar orðið Meistaradeildin og hún hafði breyst talsvert. Real Madrid vann Juventus árið 1998 og vann síðan keppnina bæði 2000 (3-0 sigur á Valencia) og 2002 (2-1 sigur á Bayer Leverkusen). Real Madrid vann síðan alla fjóra úrslitaleiki sína með Gareth Bale og Cristiano Ronaldo á árunum 2014 til 2018. Síðasti sigurinn var 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum 2018 en áður hafði Real unnið 4-1 sigur á Juventus 2017, sigur á Atlético Madrid í vítakeppni 2016 og 4-1 sigur á Atlético Madrid árið 2014. Zinedin Zidane hefur tekið þátt í fimm síðustu Meistaradeildartitlum Real Madrid. Hann skoraði sigurmarkið 2002, var aðstoðarþjálfari 2014 og stýrði liðinu síðan til sigurs í Meistaradeildinni þrjú ár í röð frá 2016 til 2018. Zidane er mættur aftur í þjálfarastólinn hjá Real og það ætti bara að boða gott fyrir liðið. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við einstaka sigurgöngu Real Madrid í keppninni. Real Madrid er sigursælasta liðið í sögu Evrópukeppni meistaraliða, bæði síðan hún var setta á laggirnar árið 1955 og líka síðan hún breyttist í Meistaradeildina árið 1992. Real Madrid vann Evrópukeppni meistaraliða fimm fyrstu árin og hefur enn fremur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á síðustu sjö tímabilum. Roberto Carlos: "The ball came bouncing and I crossed the ball. I didn't even know Zizou was there." Wondrous volley from Zinédine Zidane in 2002!@realmadriden | #UCL https://t.co/y6HnE2JNjS pic.twitter.com/Dd9jKf5aZK— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid hefur alls orðið Evrópumeistari meistaraliða þrettán sinnum eða sex sinnum oftar en næsta lið sem er AC Milan frá Ítalíu. Liverpool og Bayern München hafa síðan unnið keppnina sex sinnum hvort félag. Real Madrid hefur unnið sjálfa Meistaradeildina sjö sinnum en næst kemur Barcelona með fjóra titla. Það hefur verið hægt að bóka það síðustu áratugi að ef Real Madrid kemst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þá munu þeir fagna sigri. Real Madrid hefur unnuð sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni eða alla úrslitaleiki sína síðan árið 1981. Síðasta liðið til að vinna Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða var Liverpool en Liverpool vann 1-0 sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum á Parc des Princes í París 27. maí 1981. Vinstri bakvörðurinn Alan Kennedy skoraði eina mark leiksins átta mínútum fyrir leikslok. Who would you most like to see with the #UCL trophy back in their hands? pic.twitter.com/TV6KgnHPgO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid liðið komst ekki aftur í úrslitaleikinn fyrr en sautján árum síðar og þá var nafn keppninnar orðið Meistaradeildin og hún hafði breyst talsvert. Real Madrid vann Juventus árið 1998 og vann síðan keppnina bæði 2000 (3-0 sigur á Valencia) og 2002 (2-1 sigur á Bayer Leverkusen). Real Madrid vann síðan alla fjóra úrslitaleiki sína með Gareth Bale og Cristiano Ronaldo á árunum 2014 til 2018. Síðasti sigurinn var 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum 2018 en áður hafði Real unnið 4-1 sigur á Juventus 2017, sigur á Atlético Madrid í vítakeppni 2016 og 4-1 sigur á Atlético Madrid árið 2014. Zinedin Zidane hefur tekið þátt í fimm síðustu Meistaradeildartitlum Real Madrid. Hann skoraði sigurmarkið 2002, var aðstoðarþjálfari 2014 og stýrði liðinu síðan til sigurs í Meistaradeildinni þrjú ár í röð frá 2016 til 2018. Zidane er mættur aftur í þjálfarastólinn hjá Real og það ætti bara að boða gott fyrir liðið. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00
6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00