Nýr Renault Megane eVision er fyrstur í nýrri rafbílafjölskyldu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. október 2020 07:00 Renault Megane eVision Franski bílaframleiðandinn Renault hefur kynnt til sögunnar Megane eVision sem er ætlað að „enduruppgötva sígílda hlaðbakinn“ samkvæmt Renault. Bíllinn er hugmyndabíll eins og er en er líkur þeim bíl sem er ætlað að fara í framleiðslu undir lok árs 2021. Bíllinn verður smíðaður á Renault-Nissan-Mitsubishi CMF-EV grunninum, sem einnig hefur verið notaður fyrir Nissan Ariya. Megane eVision er keimlíkur Ariya en hönnunin er samkvæmt Luca de Meo, yfirmanni hjá Renault „framúrstefnulegur og er 95% eins og fjöldaframleidda útgáfan mun vera“. „Megane eVision er að endurhanna Megane og Renault er að endurhanna Renault. Þetta er bara upphafið af heilli kynslóð uppfinningafylltra rafbíla sem eru væntanlegir. Það verður heil fjölskylda bíla byggð á CMF-EV grunninum - hingað til hafa yfir 300 einkaleyfi verið skráð,“ sagði De Meo. Hugmyndabíllinn er búinn 60kWh rafhlöðu sem er hægt að hraðhlaða á allt að 130kWh. De Meo segir að bíllinn muni drífa um 450 km samkvæmt WLTP staðlinum. De Meo segir að bíllinn gæti náð meiri drægni í framtíðinni. Rafmótorinn skilar 215 hestöflum og bíllinn er framhjóladrifin, Renault hefur gefið úr að bíllinn geti farið úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á innan við átta sekúndum. Megane eVision verður 4210mm langur og 1800mm breiður og 1505mm á hæð. Hjólhafið er 2700mm og hann vegur 1650kg. Vistvænir bílar Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent
Franski bílaframleiðandinn Renault hefur kynnt til sögunnar Megane eVision sem er ætlað að „enduruppgötva sígílda hlaðbakinn“ samkvæmt Renault. Bíllinn er hugmyndabíll eins og er en er líkur þeim bíl sem er ætlað að fara í framleiðslu undir lok árs 2021. Bíllinn verður smíðaður á Renault-Nissan-Mitsubishi CMF-EV grunninum, sem einnig hefur verið notaður fyrir Nissan Ariya. Megane eVision er keimlíkur Ariya en hönnunin er samkvæmt Luca de Meo, yfirmanni hjá Renault „framúrstefnulegur og er 95% eins og fjöldaframleidda útgáfan mun vera“. „Megane eVision er að endurhanna Megane og Renault er að endurhanna Renault. Þetta er bara upphafið af heilli kynslóð uppfinningafylltra rafbíla sem eru væntanlegir. Það verður heil fjölskylda bíla byggð á CMF-EV grunninum - hingað til hafa yfir 300 einkaleyfi verið skráð,“ sagði De Meo. Hugmyndabíllinn er búinn 60kWh rafhlöðu sem er hægt að hraðhlaða á allt að 130kWh. De Meo segir að bíllinn muni drífa um 450 km samkvæmt WLTP staðlinum. De Meo segir að bíllinn gæti náð meiri drægni í framtíðinni. Rafmótorinn skilar 215 hestöflum og bíllinn er framhjóladrifin, Renault hefur gefið úr að bíllinn geti farið úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á innan við átta sekúndum. Megane eVision verður 4210mm langur og 1800mm breiður og 1505mm á hæð. Hjólhafið er 2700mm og hann vegur 1650kg.
Vistvænir bílar Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent