Iceland Airwaves verður að stafrænni tónlistarhátíð um heim allan Stefán Árni Pálsson skrifar 15. október 2020 10:26 Hátíðin verður rafræn í ár en búið var að fresta henni alfarið til næsta árs. vísir/andri marínó Iceland Airwaves mun standa fyrir stafrænu tónlistarhátíðarinnar Live from Reykjavík dagana 13. og 14. nóvember, í samstarfi við Íslandsstofu, RÚV, Reykjavíkurborg, Icelandair, Einstök og Landsbankann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. Á hátíðinni kemur fram blanda af íslensku tónlistarfólki sem vakið hefur athygli utan landssteinanna, ásamt yngri vonarstjörnum íslenskrar tónlistar. Tónleikar hátíðarinnar verða aðgengilegir á miðlum RÚV, en einnig verður seldur aðgangur að streymi frá hátíðinni um allan heim í gegnum vefinn Dice.fm. Samhliða hátíðinni mun ÚTÓN standa fyrir stafrænni ráðstefnu fyrir áhrifafólk úr tónlistargeiranum til að kynna íslenska tónlist og listamenn. Á hátíðinni koma fram alls 16 atriði: Ásgeir, Auður, Bríet, Cell7, Daði Freyr, Emilíana Torrini & Friends, GDRN, Hatari, Hjaltalín, Júníus Meyvant, Kælan Mikla, Mammút, Mugison, Of Monsters And Men, Ólafur Arnalds, Vök. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á svo viðamikla tónlistardagskrá frá Íslandi í gegnum netið um allan heim. Tilgangurinn er að styðja við sköpun og starf íslenskra tónlistarmanna, búa til reynslu og þekkingu í streymi sem nýtast mun íslenska tónlistargeiranum til framtíðar og efla markaðs- og kynningarstarf íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi. „Nú er allt okkar fremsta tónlistarfólk á landinu á sama tíma en ekki á tónleikaferðalagi um heiminn. Það er algjört einsdæmi að geta stillt upp svo öflugri dagskrá á Íslandi og það er tækifæri sem við vildum ekki láta okkur renna úr greipum,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. „Þetta er jafnframt gott tækifæri til þess að styðja við tónlistarfólkið hér heima. Hér er er verið að skapa fjölmörg störf í geira sem hefur verið svo til lamaður síðan í mars og 100% af kostnaði og tekjum renna inn í hann á einn eða annan hátt. Við trúum því að þessi dagskrá og þetta framtak muni vekja heimsathygli og búa til ómetanlega þekkingu og reynslu innan geirans,“ segir Ísleifur. Tónleikar hátíðarinnar munu fara fram á tónleikastöðum sem hafa verið áberandi í dagskrá Iceland Airwaves frá upphafi, svo sem Listasafni Reykjavíkur, Gamla bíói, og Iðnó. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airwaves Tónlist Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira
Iceland Airwaves mun standa fyrir stafrænu tónlistarhátíðarinnar Live from Reykjavík dagana 13. og 14. nóvember, í samstarfi við Íslandsstofu, RÚV, Reykjavíkurborg, Icelandair, Einstök og Landsbankann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. Á hátíðinni kemur fram blanda af íslensku tónlistarfólki sem vakið hefur athygli utan landssteinanna, ásamt yngri vonarstjörnum íslenskrar tónlistar. Tónleikar hátíðarinnar verða aðgengilegir á miðlum RÚV, en einnig verður seldur aðgangur að streymi frá hátíðinni um allan heim í gegnum vefinn Dice.fm. Samhliða hátíðinni mun ÚTÓN standa fyrir stafrænni ráðstefnu fyrir áhrifafólk úr tónlistargeiranum til að kynna íslenska tónlist og listamenn. Á hátíðinni koma fram alls 16 atriði: Ásgeir, Auður, Bríet, Cell7, Daði Freyr, Emilíana Torrini & Friends, GDRN, Hatari, Hjaltalín, Júníus Meyvant, Kælan Mikla, Mammút, Mugison, Of Monsters And Men, Ólafur Arnalds, Vök. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á svo viðamikla tónlistardagskrá frá Íslandi í gegnum netið um allan heim. Tilgangurinn er að styðja við sköpun og starf íslenskra tónlistarmanna, búa til reynslu og þekkingu í streymi sem nýtast mun íslenska tónlistargeiranum til framtíðar og efla markaðs- og kynningarstarf íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi. „Nú er allt okkar fremsta tónlistarfólk á landinu á sama tíma en ekki á tónleikaferðalagi um heiminn. Það er algjört einsdæmi að geta stillt upp svo öflugri dagskrá á Íslandi og það er tækifæri sem við vildum ekki láta okkur renna úr greipum,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. „Þetta er jafnframt gott tækifæri til þess að styðja við tónlistarfólkið hér heima. Hér er er verið að skapa fjölmörg störf í geira sem hefur verið svo til lamaður síðan í mars og 100% af kostnaði og tekjum renna inn í hann á einn eða annan hátt. Við trúum því að þessi dagskrá og þetta framtak muni vekja heimsathygli og búa til ómetanlega þekkingu og reynslu innan geirans,“ segir Ísleifur. Tónleikar hátíðarinnar munu fara fram á tónleikastöðum sem hafa verið áberandi í dagskrá Iceland Airwaves frá upphafi, svo sem Listasafni Reykjavíkur, Gamla bíói, og Iðnó.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airwaves Tónlist Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira