Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2020 07:49 Þorgrímur Þráinsson ræðir við Gylfa Þór Sigurðsson eftir leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM í fyrra. vísir/vilhelm Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er fullyrt að Þorgrímur Þráinsson hafi brotið sóttvarnareglur UEFA þegar hann gekk inn á Laugardalsvöll eftir sigur íslenska karlalandsliðsins á Rúmeníu fyrir viku og faðmaði mann og annan. Þorgrímur greindist með kórónuveiruna í fyrradag og í kjölfarið þurfti allt starfslið íslenska liðsins að fara í sóttkví, þ.á.m. landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén. Hann fékk þó að vera á leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í gær ásamt aðstoðarþjálfaranum Frey Alexanderssyni en Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu liðinu af hliðarlínunni. Ísland tapaði leiknum, 1-2, og féll þar með niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þorgrímur var ekki á skýrslu í leikjunum gegn Rúmeníu í umspili um sæti EM og Danmörku í Þjóðadeildinni. Starfsmenn sem eru á ekki á skýrslu eiga ekki að fara inn á völlinn eins og Þorgrímur gerði þegar hann fagnaði með íslensku landsliðsmönnunum eftir sigurinn á Rúmenum. Í reglum UEFA er talað um aðskilnað leikmanna og starfsfólks í landsliðsverkefnum, m.a. á æfingum, í matmálstímum og á leikjum. Það virðist eitthvað hafa skolast til því eftir leikinn gegn Rúmeníu fóru Þorgrímur og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar, inn á völlinn til að fagna með landsliðsmönnunum. Magnús var þó með grímu en ekki Þorgrímur. Með frétt Fréttablaðsins er birt mynd af Þorgrími að faðma landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson að sér. Leikurinn gegn Belgíu í gær var síðasti heimaleikur Íslands á árinu. Framundan eru þrír útileikir í nóvember, m.a. gegn Ungverjalandi um sæti á EM á næsta ári. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35 Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er fullyrt að Þorgrímur Þráinsson hafi brotið sóttvarnareglur UEFA þegar hann gekk inn á Laugardalsvöll eftir sigur íslenska karlalandsliðsins á Rúmeníu fyrir viku og faðmaði mann og annan. Þorgrímur greindist með kórónuveiruna í fyrradag og í kjölfarið þurfti allt starfslið íslenska liðsins að fara í sóttkví, þ.á.m. landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén. Hann fékk þó að vera á leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í gær ásamt aðstoðarþjálfaranum Frey Alexanderssyni en Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu liðinu af hliðarlínunni. Ísland tapaði leiknum, 1-2, og féll þar með niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þorgrímur var ekki á skýrslu í leikjunum gegn Rúmeníu í umspili um sæti EM og Danmörku í Þjóðadeildinni. Starfsmenn sem eru á ekki á skýrslu eiga ekki að fara inn á völlinn eins og Þorgrímur gerði þegar hann fagnaði með íslensku landsliðsmönnunum eftir sigurinn á Rúmenum. Í reglum UEFA er talað um aðskilnað leikmanna og starfsfólks í landsliðsverkefnum, m.a. á æfingum, í matmálstímum og á leikjum. Það virðist eitthvað hafa skolast til því eftir leikinn gegn Rúmeníu fóru Þorgrímur og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar, inn á völlinn til að fagna með landsliðsmönnunum. Magnús var þó með grímu en ekki Þorgrímur. Með frétt Fréttablaðsins er birt mynd af Þorgrími að faðma landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson að sér. Leikurinn gegn Belgíu í gær var síðasti heimaleikur Íslands á árinu. Framundan eru þrír útileikir í nóvember, m.a. gegn Ungverjalandi um sæti á EM á næsta ári.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35 Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15
Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10
Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35
Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16