Elífðar töffarinn og þjóðargersemin Ragga Gísla var gestur Ingó Veðurguðs í fjórða þættinum af Í kvöld er gigg. Henni til halds og trausts var dóttir hennar og söngkonan Dísa Jakobs og var þátturinn á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld.
Með sinni einstöku rödd, sjarma og húmor sló Ragga rækilega í gegn í þættinum og það er óhætt að segja að mikið stuð hafi verið í salnum.
Það vakti mikla kátínu þegar saxófónleikarinn Bjössi Sax bað Röggu um að vera bakraddasöngkona í nýju lagi sínu og endaði það samtal á óvæntu blásturseinvígi Bjössa og Röggu.
Á eftir þessu stórskemmtilega einvígi tók við Stuðmannalagið ódauðlega, Haustið 75.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast fyrstu fjóra þættina af Í kvöld er gigg inn á Stöð 2 maraþon.