Einn langlífasti útvarpsþáttur Íslandssögunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2020 11:31 Þáttastjórnendur á góðri stundu í hljóðveri X-ins 977 við Suðurlandsbraut. Þann 11. október árið 1990 hófst útvarpsþáttur á framhaldsskólastöðinni Útrás sem bar heitið PartyZone. „Menntaskólinn við Sund átti þetta 2 tíma slot í dagskránni. Þema þáttarins var að spila danstónlist sem ekki heyrðist annars staðar í útvarpi. Umsjónarmenn voru MS ingarnir Helgi Már og Hörður. Ekki er ósennilegt að lög eins og Unbelievable með EMF, The Power með Snap, lög frá Technotronic, Soup Dragons, Deelite, 808 State, Mr Fingers og C&C Music Factory hafi hljómað í fyrsta þættinum, á þeim tíma mjög framandi og framsækin tónlist,“ segir í færslu á Facebook frá forsvarsmönnum PartyZone. „Annar menntaskólanemi í FG, Kristján Helgi, hafði sömuleiðis mikinn áhuga á svona tónlist og varð úr fljótlega að MS og FG fengu þátt hlið við hlið í dagskránni og úr varð 4 tíma þáttur sem átti eftir að lifa og þróast næstu vikur og mánuði. Þeir Helgi og Kristján stjórnuðu þessum þætti saman á laugardagskvöldum.“ Stúdíó Útrásar var í kjallara Fjölbrautar Ármúla og í þeim sama skóla var plötusnúður að nafni Ýmir sem átti mikið af house tónlist á vínyl. „Hann mætti með plöturnar sína og byrjaði að þeyta skífum í þættinum. Partíhaldarar bæjarins gripu sömuleiðis tækifærið og fóru að auglýsa mislögleg partí í þættinum, hétu nöfnum eins og Hugarheimar hæðanna og Pakkhús postulanna t. Strax í upphafi 1991 var þátturinn orðin hálfgerð miðstöð senu sem var að farið að vaxa ásmegin. Plötusnúðar Tunglsins, Rósenberg og Hollý fóru að venja komur sínar í þáttinn Kappar eins og Dj Grétar, Maggi Lego, Þórhallur Skúla, Himmi og Leon. Aðrir MS ingar, DJ Frímann og Hendrik, voru síðan á fullu í rave, hardcore og teknó tónlistinni og mættu sömuleiðis. Þættirnir voru þannig að öll þessi hjörð plötusnúða og skemmtanastjóra mættu á staðin með plöturnar sínar og skiptust á að spila, snúðast og plögga (og plana) viðburði. Nettur fundarstaður og suðupottur. Þannig að það má segja að þátturinn hafi verið mjög fljótur að taka á sig þá mynd sem fólk þekkir hann enn í dag, þremur áratugum síðar. Takk fyrir stuð í gegnum árin. Helgi Már, Stjáni og Símon. (já og takk Sveinbjörn fyrir nýja afmælislógóið okkar) #partyzone30ára.“ Þættirnir koma enn út vikulega á Vísi og Mixcloud. Tónlist PartyZone Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Þann 11. október árið 1990 hófst útvarpsþáttur á framhaldsskólastöðinni Útrás sem bar heitið PartyZone. „Menntaskólinn við Sund átti þetta 2 tíma slot í dagskránni. Þema þáttarins var að spila danstónlist sem ekki heyrðist annars staðar í útvarpi. Umsjónarmenn voru MS ingarnir Helgi Már og Hörður. Ekki er ósennilegt að lög eins og Unbelievable með EMF, The Power með Snap, lög frá Technotronic, Soup Dragons, Deelite, 808 State, Mr Fingers og C&C Music Factory hafi hljómað í fyrsta þættinum, á þeim tíma mjög framandi og framsækin tónlist,“ segir í færslu á Facebook frá forsvarsmönnum PartyZone. „Annar menntaskólanemi í FG, Kristján Helgi, hafði sömuleiðis mikinn áhuga á svona tónlist og varð úr fljótlega að MS og FG fengu þátt hlið við hlið í dagskránni og úr varð 4 tíma þáttur sem átti eftir að lifa og þróast næstu vikur og mánuði. Þeir Helgi og Kristján stjórnuðu þessum þætti saman á laugardagskvöldum.“ Stúdíó Útrásar var í kjallara Fjölbrautar Ármúla og í þeim sama skóla var plötusnúður að nafni Ýmir sem átti mikið af house tónlist á vínyl. „Hann mætti með plöturnar sína og byrjaði að þeyta skífum í þættinum. Partíhaldarar bæjarins gripu sömuleiðis tækifærið og fóru að auglýsa mislögleg partí í þættinum, hétu nöfnum eins og Hugarheimar hæðanna og Pakkhús postulanna t. Strax í upphafi 1991 var þátturinn orðin hálfgerð miðstöð senu sem var að farið að vaxa ásmegin. Plötusnúðar Tunglsins, Rósenberg og Hollý fóru að venja komur sínar í þáttinn Kappar eins og Dj Grétar, Maggi Lego, Þórhallur Skúla, Himmi og Leon. Aðrir MS ingar, DJ Frímann og Hendrik, voru síðan á fullu í rave, hardcore og teknó tónlistinni og mættu sömuleiðis. Þættirnir voru þannig að öll þessi hjörð plötusnúða og skemmtanastjóra mættu á staðin með plöturnar sínar og skiptust á að spila, snúðast og plögga (og plana) viðburði. Nettur fundarstaður og suðupottur. Þannig að það má segja að þátturinn hafi verið mjög fljótur að taka á sig þá mynd sem fólk þekkir hann enn í dag, þremur áratugum síðar. Takk fyrir stuð í gegnum árin. Helgi Már, Stjáni og Símon. (já og takk Sveinbjörn fyrir nýja afmælislógóið okkar) #partyzone30ára.“ Þættirnir koma enn út vikulega á Vísi og Mixcloud.
Tónlist PartyZone Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira