Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.
María Birta og Elli Egils skelltu sér í göngu í Las Vegas.
Þórunn Antonía skellir sér í pottinn í samkomubanni.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir fór út fyrir bæjarmörkin og skoðaði íslenska náttúru og það í fallegum skóm.
Samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut naut sín með börnunum tveimur. Hún elskar haustið eins og svo margir.
Svala Björgvins birti eina sjóðandi heita mynd af sér.
Grínistinn Vilhelm Neto fer ítarlega yfir það hvernig maður pantar sér bruschetta erlendis.
Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason og tískubloggarinn Pattra Sriyanonge hafa það heldur betur gott í Tyrklandi.
Dansdrottningin Ástrós Tryggvadóttir elskar haustið.
Friðrik Ómar hvetur Íslendinga áfram á þessum erfiðu tímum.
Fjölmiðlakonan Hugrún Halldórsdóttir birti eina hreyfða sjálfu í fjallgöngu.
Sunneva Einars elskar að klæða sig upp á haustin.
Björgvin Halldórs er klár í veiruslaginn.
Crossfit-stjarnan Sara Sigmunds nýtti góða veðrið um helgina í útiveru eins og svo margir aðrir Íslendingar. Bílaplönin á Þingvöllum, í Heiðmörk, á Hvaleyrarvatni og fleiri vinsælum útivistarsvæðum voru full.
Helgi Ómars skellti sér í heita pottinn með andlitsmaska.
Samfélagsmiðlastjarnan Binni Löve birti nokkuð töff myndband af sér.
Eva Laufey bakaði í beinni.
Íslenska fyrirsætan Sigríður Margrét sýndi frá spennandi verkefni fyrir tískurisann Balenciaga.
Soffía hjá Skreytum hús undirbjó tökur fyrir nýja þætti. Fyrsti tökudagurinn er í dag en þættirnir verða sýndir í vetur á Vísi.
Bryndís Jakobs og Ragga Gísla fóru á kostum í þættinum Í kvöld er gigg á Stöð 2 á föstudagskvöldið.
Simmi Vill náði einum góðum.
Bergsveinn Ólafsson nýtur litlu hlutanna.
Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson skelltu sér í fjallgöngu.
Telma Rut dansari er byrjuð að selja andlitsgrímur í samkomubanninu.
Söngkonan Ágústa Eva hvatti Íslendinga til að fara varlega og halda í tveggja metra regluna.
Áhrifavaldurinn Fanney Dóra birti fallegar bumbumyndir en hún á von á sínu fyrsta barni.