Í fyrstu bylgju faraldursins byrjaði fjölmiðlakonan og matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran með bakstursklúbb á samfélagsmiðlum. Hún hefur ákveðið að setja hann aftur af stað um helgina og mun baka í beinni á Instagram, auðvitað með dæturnar sér við hlið. Hún hvetur fólk til að baka með og þá sérstaklega börn.
„Við fórum í gegnum fyrstu bylgjuna af faraldrinum með því að baka nógu mikið og klæða okkur í kjóla. Við ætlum að halda því áfram og koma okkur í gegnum þessa bylgju,“
segir Eva Laufey. Mæðgurnar ætla að baka sunnudaginn 11. október klukkan 11:00. Eva Laufey ætlar líkt og áður að láta það koma á óvart hvað eigi að baka, en hér fyrir neðan má sjá hráefnin og áhöldin sem þarf að eiga ef fólk ætlar að baka með þeim.
„Allir eru velkomnir, hráefnin og baksturinn verður ekki flókin og því ættu langflestir að geta verið með, ungir sem aldnir,“ segir Eva Laufey í samtali við Vísi.
Instagram síðu Evu Laufeyjar má finna HÉR.
Hráefni:
- 5 dl hveiti
- 2 egg
- 3 dl hrein AB mjólk
- 2 - 3 dl mjólk
- 1 tsk vanilludropar
- 3 tsk lyftiduft
- salt á hnífsoddi
- 3 msk brætt smjör
- 1 msk sykur
Meðlæti
frjálst val en til dæmis:
- Nutella
- Jarðarber
- Síróp
- Bláber
- Bananar
- Súkkulaðibitar
- Hnetusmjör
Áhöld:
- ·Skál
- ·Pískari
- ·dl mál
- Panna
- Spaði