Ekki bara eintóm sæla að vera þekkt Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2020 10:30 Inga Lind hefur lengi starfað í fjölmiðlum hér á landi. Í dag er hún ekkert fyrir framan myndavélina og aðeins fyrir aftan hana. Inga Lind Karlsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, ræðumeistari, framleiðandi og margt fleira. Í dag rekur Inga framleiðslufyrirtækið SKOT sem framleiðir fjöldann allan af þáttum hér á landi. Inga settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Inga á fimm börn, þrjú með eiginmanni sínum Árna Haukssyni, og hefur verið fyrirferðamikil í íslensku samfélagið í áraraðir. Þá er hún mikil veiðikona og spilar tennis af kappi. Frægðin hefur ekki alltaf verið eitthvað sem henni hugnast og ræddi hún það í hlaðvarpinu. „Ég er svolítið búin með það að vera fyrir framan myndavélina og veit í raun ekkert hvort ég sakni þess,“ segir Inga Lind. Snæbjörn og Inga Lind ræddu saman í yfir tvær klukkustundir. „Þetta gerðist rosalega snöggt með öllum þessum ræðukeppnum og síðan fór ég í sjónvarp. Ég er orðin rosalega vön því að fólk kannist við andlitið á mér. Mér þætti æðislegt að losna við það núna og er búin að fá nóg af því. Þess vegna finnst mér ekkert gaman að það sé verið að sýna gamalt efni á öllum þessum veitum og sjónvarpsstöðum.“ Hún segir að það sé bara krúttlegt þegar börn koma upp á manni og vilja ræða við sig. „En það fylgir því ekkert alltaf eintóm sæla. Maður fær líka athygli út á eitthvað sem maður kærir sig ekkert um að fá athygli út á. Bara eitthvað slúður og smellufréttir og þá langar mann bara að vera í friði. En ég þekki í raun ekkert annað.“ Fjölskyldan flutti til Spánar í þrjú ár á árunum 2012 til 2015 og bjó í Barcelona. „Það var rosalega gott og þar vissi enginn hver ég var. Það er mikill munur þar sem ég finn alveg fyrir daglegu áreiti hér á Íslandi, en yfirleitt bara gott.“ Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
Inga Lind Karlsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, ræðumeistari, framleiðandi og margt fleira. Í dag rekur Inga framleiðslufyrirtækið SKOT sem framleiðir fjöldann allan af þáttum hér á landi. Inga settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Inga á fimm börn, þrjú með eiginmanni sínum Árna Haukssyni, og hefur verið fyrirferðamikil í íslensku samfélagið í áraraðir. Þá er hún mikil veiðikona og spilar tennis af kappi. Frægðin hefur ekki alltaf verið eitthvað sem henni hugnast og ræddi hún það í hlaðvarpinu. „Ég er svolítið búin með það að vera fyrir framan myndavélina og veit í raun ekkert hvort ég sakni þess,“ segir Inga Lind. Snæbjörn og Inga Lind ræddu saman í yfir tvær klukkustundir. „Þetta gerðist rosalega snöggt með öllum þessum ræðukeppnum og síðan fór ég í sjónvarp. Ég er orðin rosalega vön því að fólk kannist við andlitið á mér. Mér þætti æðislegt að losna við það núna og er búin að fá nóg af því. Þess vegna finnst mér ekkert gaman að það sé verið að sýna gamalt efni á öllum þessum veitum og sjónvarpsstöðum.“ Hún segir að það sé bara krúttlegt þegar börn koma upp á manni og vilja ræða við sig. „En það fylgir því ekkert alltaf eintóm sæla. Maður fær líka athygli út á eitthvað sem maður kærir sig ekkert um að fá athygli út á. Bara eitthvað slúður og smellufréttir og þá langar mann bara að vera í friði. En ég þekki í raun ekkert annað.“ Fjölskyldan flutti til Spánar í þrjú ár á árunum 2012 til 2015 og bjó í Barcelona. „Það var rosalega gott og þar vissi enginn hver ég var. Það er mikill munur þar sem ég finn alveg fyrir daglegu áreiti hér á Íslandi, en yfirleitt bara gott.“
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið