Brann setti heimsmet í að ná inn leikmanni á síðustu stundu: 23:59:59 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 11:01 Það munaði ekki litlu að Sander Svendsen kæmist ekki til norska félagsins Brann frá OB. Getty/Lars Ronbog Norska knattspyrnufélagið Brann tryggði sér nýjan leikmenn rétt fyrir lok félagsskiptagluggans á mánudagskvöldið en það munaði aðeins einni sekúndu að félagsskiptin næðu ekki í gegn. Brann var að ná í Norðmanninn Sander Svendsen heim frá Odense í Danmörku og undir lokin var mikið kapphlaup að ná félagsskiptunum í gegn fyrir lokun gluggans á miðnætti á mánudaginn. Brann sendi öll gögn sem félagið þurfti að senda til norska knattspyrnusambandsins klukkan 23:59:31 og þessi gögn fóru svo til FIFA klukkan 23:59:59 eða einni sekúndu áður en félagaskiptgalugginn lokaði. Ny verdensrekord? https://t.co/1P0l8ZPFqS— Sportsklubben Brann (@skbrann) October 8, 2020 Norska knattspyrnusambandið heldur að Brann hafi þarna sett nýtt heimsmet í að vera á síðustu stundu með að skila inn félagsskiptum. „Það var ekki möguleiki að komast nær lokafrestinum. Norska sambandið segir að við höfum sett heimsmet sem verði ekki bætt,“ sagði Rune Soltvedt, íþróttastjóri hjá Brann í samtali við norska ríkisútvarpið. Brann vissi skiljanlega ekki fyrst hvort þeir hefðu náð gögnunum inn í tíma. „Ég vissi að við hefðum náð þessu,“ sagði Soltvedt. Það kom samt ekki endanleg staðfesting frá FIFA fyrr en í gær. Blaðamaður NRK fékk líka staðfestingu á heimsmetinu hjá norska sambandinu. „Ef þessi félagsskipti hefðu verið kláruð sekúndu síðar þá hefðu félagsskiptin ekki gengið í gegn. Þetta er því met sem er aðeins hægt að jafna,“ sagði Kristian Skjennum hjá norska sambandinu Sander Svendsen hefur spilað með Molde, Hammarby og Odd á ferlinum og nú síðast hjá OB en hann getur spilað margar stöður á vellinum. Brann hefur verið að styrkja sig að undanförnu en íslenski miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson kom til liðsins í síðasta mánuði og þá hefur félagið einnig náð í fleiri leikmenn. Þeir seldu hins vegar markhæsta leikmann sinn, Gilbert Koomson, til tyrkneska félagsins Kasimpasa. Norski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Norska knattspyrnufélagið Brann tryggði sér nýjan leikmenn rétt fyrir lok félagsskiptagluggans á mánudagskvöldið en það munaði aðeins einni sekúndu að félagsskiptin næðu ekki í gegn. Brann var að ná í Norðmanninn Sander Svendsen heim frá Odense í Danmörku og undir lokin var mikið kapphlaup að ná félagsskiptunum í gegn fyrir lokun gluggans á miðnætti á mánudaginn. Brann sendi öll gögn sem félagið þurfti að senda til norska knattspyrnusambandsins klukkan 23:59:31 og þessi gögn fóru svo til FIFA klukkan 23:59:59 eða einni sekúndu áður en félagaskiptgalugginn lokaði. Ny verdensrekord? https://t.co/1P0l8ZPFqS— Sportsklubben Brann (@skbrann) October 8, 2020 Norska knattspyrnusambandið heldur að Brann hafi þarna sett nýtt heimsmet í að vera á síðustu stundu með að skila inn félagsskiptum. „Það var ekki möguleiki að komast nær lokafrestinum. Norska sambandið segir að við höfum sett heimsmet sem verði ekki bætt,“ sagði Rune Soltvedt, íþróttastjóri hjá Brann í samtali við norska ríkisútvarpið. Brann vissi skiljanlega ekki fyrst hvort þeir hefðu náð gögnunum inn í tíma. „Ég vissi að við hefðum náð þessu,“ sagði Soltvedt. Það kom samt ekki endanleg staðfesting frá FIFA fyrr en í gær. Blaðamaður NRK fékk líka staðfestingu á heimsmetinu hjá norska sambandinu. „Ef þessi félagsskipti hefðu verið kláruð sekúndu síðar þá hefðu félagsskiptin ekki gengið í gegn. Þetta er því met sem er aðeins hægt að jafna,“ sagði Kristian Skjennum hjá norska sambandinu Sander Svendsen hefur spilað með Molde, Hammarby og Odd á ferlinum og nú síðast hjá OB en hann getur spilað margar stöður á vellinum. Brann hefur verið að styrkja sig að undanförnu en íslenski miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson kom til liðsins í síðasta mánuði og þá hefur félagið einnig náð í fleiri leikmenn. Þeir seldu hins vegar markhæsta leikmann sinn, Gilbert Koomson, til tyrkneska félagsins Kasimpasa.
Norski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira