Dusty skellti XY Bjarni Bjarnason skrifar 8. október 2020 22:01 Millileikur tólftu umferðar í Vodafonedeildinni í CS:GO var XY gegn Dusty. Stórmeistarar Dusty mættu einbeittir til leiks og sigruðu XY á sannfærandi máta. Liðsmenn Dusty hófu leikinn í vörn(Counter-terrorist) og stigu taktfastann dans strax frá fyrstu lotu. Þrátt fyrir það tókst XY með góðum opnunarfellum að slá þá út af laginu og næla sér í þrjár lotur. Dusty þurftu þó ekki meira en 3 lotur til að aðlaga sig sóknarleik XY og finna taktinn aftur. Eftir þetta fundu XY fáar glufur á vörninni og þegar þær fundust féll fátt með þeim. Staðan í hálfleik Dusty 12 – 3 XY XY komst í yfirtölu fimm gegn tveimur í fyrstu lotu seinni hálfleiks eftir góða syrpu frá TripleG (Gísli Geir Gíslason). En liðsmaður Dusty StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) svaraði með þrekvirki. Með gífurlegri leikvitund einangraði hann og felldi hvern leikmann XY á fætur öðrum þar til enginn var eftir. Undirstrikaði þessi lota tóninn í leiknum þar sem einstaklingsframtak liðsmanna Dusty tók slakan þegar XY fundu glufur. Var lokastaðan í leik sem Dusty sigraði á sannfærandi máta Dusty 16 – 4 XY. Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti
Millileikur tólftu umferðar í Vodafonedeildinni í CS:GO var XY gegn Dusty. Stórmeistarar Dusty mættu einbeittir til leiks og sigruðu XY á sannfærandi máta. Liðsmenn Dusty hófu leikinn í vörn(Counter-terrorist) og stigu taktfastann dans strax frá fyrstu lotu. Þrátt fyrir það tókst XY með góðum opnunarfellum að slá þá út af laginu og næla sér í þrjár lotur. Dusty þurftu þó ekki meira en 3 lotur til að aðlaga sig sóknarleik XY og finna taktinn aftur. Eftir þetta fundu XY fáar glufur á vörninni og þegar þær fundust féll fátt með þeim. Staðan í hálfleik Dusty 12 – 3 XY XY komst í yfirtölu fimm gegn tveimur í fyrstu lotu seinni hálfleiks eftir góða syrpu frá TripleG (Gísli Geir Gíslason). En liðsmaður Dusty StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) svaraði með þrekvirki. Með gífurlegri leikvitund einangraði hann og felldi hvern leikmann XY á fætur öðrum þar til enginn var eftir. Undirstrikaði þessi lota tóninn í leiknum þar sem einstaklingsframtak liðsmanna Dusty tók slakan þegar XY fundu glufur. Var lokastaðan í leik sem Dusty sigraði á sannfærandi máta Dusty 16 – 4 XY.
Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti