Búa sig undir fjórar gráðurnar og voru ánægðir með grasið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 12:30 Rúmenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Instagram/@echipanationala Rúmenska landsliðið fékk ekki langan tíma til að venjast íslenskum aðstæðum því liðið lenti á Íslandi innan við tveimur sólarhringum fyrir umspilsleikinn á móti Íslandi. Ísland og Rúmenía mætast klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld og í boði er sæti í hreinum úrslitaleik um farseðil á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Rúmenar lentu á Íslandi seint á þriðjudagskvöldið eftir um fimm tíma flug frá Búkarest þar sem liðið kom saman og æfði dagana á undan. Rúmenska liðið æfði síðan á Laugardalsvellinum í fyrsta sinn í gærkvöldi. Á samfélagsmiðlum rúmenska sambandsins má sjá myndband af æfingunni sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. watch on YouTube Rúmenar segjast hafa fengið að vita um veðurspána fyrir leikinn og hún séu fjórar gráður og með smá möguleika á rigningu. Þeir hrósuðu líka grasinu á Laugardalsvellinum. Rúmenar voru að koma úr talsvert betri veðri en hitastigið var yfir tuttugu gráður í Rúmeníu í byrjun vikunnar. Á heimasíðu rúmenska sambandsins er líka farið í gegnum þær ströngu sóttvarnir sem Rúmenar þurfa að fara í gegnum þegar þeir mæta á svæðið. Það má enginn úr rútunum tveimur fara inn á svæðið fyrr en að læknir rúmenska liðsins er búinn að fara yfir hlutina með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á Laugardalsvelli. Rúmenski læknirinn mun síðan hjálpa til við að skipuleggja komu leikmanna inn á svæðið. Leikmenn yfirgefa rútuna í fimm manna hópum og verða þeir þá hitamældir. Hver og einn þarf að sýna skilríki og staðfestingu á því að þeir hafi verið neikvæðir í COVID-19 smitprófinu frá því í æfingabúðum liðsins í Rúmeníu en það var vottað af UEFA. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. View this post on Instagram 8 octombrie 21:45 A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 2:01pm PDT EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Rúmenska landsliðið fékk ekki langan tíma til að venjast íslenskum aðstæðum því liðið lenti á Íslandi innan við tveimur sólarhringum fyrir umspilsleikinn á móti Íslandi. Ísland og Rúmenía mætast klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld og í boði er sæti í hreinum úrslitaleik um farseðil á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Rúmenar lentu á Íslandi seint á þriðjudagskvöldið eftir um fimm tíma flug frá Búkarest þar sem liðið kom saman og æfði dagana á undan. Rúmenska liðið æfði síðan á Laugardalsvellinum í fyrsta sinn í gærkvöldi. Á samfélagsmiðlum rúmenska sambandsins má sjá myndband af æfingunni sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. watch on YouTube Rúmenar segjast hafa fengið að vita um veðurspána fyrir leikinn og hún séu fjórar gráður og með smá möguleika á rigningu. Þeir hrósuðu líka grasinu á Laugardalsvellinum. Rúmenar voru að koma úr talsvert betri veðri en hitastigið var yfir tuttugu gráður í Rúmeníu í byrjun vikunnar. Á heimasíðu rúmenska sambandsins er líka farið í gegnum þær ströngu sóttvarnir sem Rúmenar þurfa að fara í gegnum þegar þeir mæta á svæðið. Það má enginn úr rútunum tveimur fara inn á svæðið fyrr en að læknir rúmenska liðsins er búinn að fara yfir hlutina með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á Laugardalsvelli. Rúmenski læknirinn mun síðan hjálpa til við að skipuleggja komu leikmanna inn á svæðið. Leikmenn yfirgefa rútuna í fimm manna hópum og verða þeir þá hitamældir. Hver og einn þarf að sýna skilríki og staðfestingu á því að þeir hafi verið neikvæðir í COVID-19 smitprófinu frá því í æfingabúðum liðsins í Rúmeníu en það var vottað af UEFA. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. View this post on Instagram 8 octombrie 21:45 A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 2:01pm PDT
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira