Búa sig undir fjórar gráðurnar og voru ánægðir með grasið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 12:30 Rúmenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Instagram/@echipanationala Rúmenska landsliðið fékk ekki langan tíma til að venjast íslenskum aðstæðum því liðið lenti á Íslandi innan við tveimur sólarhringum fyrir umspilsleikinn á móti Íslandi. Ísland og Rúmenía mætast klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld og í boði er sæti í hreinum úrslitaleik um farseðil á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Rúmenar lentu á Íslandi seint á þriðjudagskvöldið eftir um fimm tíma flug frá Búkarest þar sem liðið kom saman og æfði dagana á undan. Rúmenska liðið æfði síðan á Laugardalsvellinum í fyrsta sinn í gærkvöldi. Á samfélagsmiðlum rúmenska sambandsins má sjá myndband af æfingunni sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. watch on YouTube Rúmenar segjast hafa fengið að vita um veðurspána fyrir leikinn og hún séu fjórar gráður og með smá möguleika á rigningu. Þeir hrósuðu líka grasinu á Laugardalsvellinum. Rúmenar voru að koma úr talsvert betri veðri en hitastigið var yfir tuttugu gráður í Rúmeníu í byrjun vikunnar. Á heimasíðu rúmenska sambandsins er líka farið í gegnum þær ströngu sóttvarnir sem Rúmenar þurfa að fara í gegnum þegar þeir mæta á svæðið. Það má enginn úr rútunum tveimur fara inn á svæðið fyrr en að læknir rúmenska liðsins er búinn að fara yfir hlutina með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á Laugardalsvelli. Rúmenski læknirinn mun síðan hjálpa til við að skipuleggja komu leikmanna inn á svæðið. Leikmenn yfirgefa rútuna í fimm manna hópum og verða þeir þá hitamældir. Hver og einn þarf að sýna skilríki og staðfestingu á því að þeir hafi verið neikvæðir í COVID-19 smitprófinu frá því í æfingabúðum liðsins í Rúmeníu en það var vottað af UEFA. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. View this post on Instagram 8 octombrie 21:45 A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 2:01pm PDT EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Rúmenska landsliðið fékk ekki langan tíma til að venjast íslenskum aðstæðum því liðið lenti á Íslandi innan við tveimur sólarhringum fyrir umspilsleikinn á móti Íslandi. Ísland og Rúmenía mætast klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld og í boði er sæti í hreinum úrslitaleik um farseðil á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Rúmenar lentu á Íslandi seint á þriðjudagskvöldið eftir um fimm tíma flug frá Búkarest þar sem liðið kom saman og æfði dagana á undan. Rúmenska liðið æfði síðan á Laugardalsvellinum í fyrsta sinn í gærkvöldi. Á samfélagsmiðlum rúmenska sambandsins má sjá myndband af æfingunni sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. watch on YouTube Rúmenar segjast hafa fengið að vita um veðurspána fyrir leikinn og hún séu fjórar gráður og með smá möguleika á rigningu. Þeir hrósuðu líka grasinu á Laugardalsvellinum. Rúmenar voru að koma úr talsvert betri veðri en hitastigið var yfir tuttugu gráður í Rúmeníu í byrjun vikunnar. Á heimasíðu rúmenska sambandsins er líka farið í gegnum þær ströngu sóttvarnir sem Rúmenar þurfa að fara í gegnum þegar þeir mæta á svæðið. Það má enginn úr rútunum tveimur fara inn á svæðið fyrr en að læknir rúmenska liðsins er búinn að fara yfir hlutina með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á Laugardalsvelli. Rúmenski læknirinn mun síðan hjálpa til við að skipuleggja komu leikmanna inn á svæðið. Leikmenn yfirgefa rútuna í fimm manna hópum og verða þeir þá hitamældir. Hver og einn þarf að sýna skilríki og staðfestingu á því að þeir hafi verið neikvæðir í COVID-19 smitprófinu frá því í æfingabúðum liðsins í Rúmeníu en það var vottað af UEFA. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. View this post on Instagram 8 octombrie 21:45 A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 2:01pm PDT
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira