Eru ekki bara með Hagi heldur líka með „Puskas“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 13:30 George Puscas og Ianis Hagi fagna saman marki með rúmenska landsliðinu. Samsett/Getty Tvær af ungu stjörnunum í rúmenska landsliðinu sem spila á Laugardalsvellinum í kvöld bera afar kunnugleg nöfn úr knattspyrnusögunni. Þetta eru þeir Hagi og Puscas. Það er þó ekki vitað um nein tengsl á milli George Puscas og ungversku stjórstjörnunnar Ferenc Puskás enda eru eftirnöfn þeirra ekki skrifuð eins þótt þau hljómi líkt. Tengslin á milli Hagi og hins eina sanna Gheorghe Hagi eru hins vegar eins sterk og þau verða. Ferenc Puskás skoraði á sínum tíma 84 mörk í 85 landsleikjum með Ungverjum og var um tíma talinn verða besti knattspyrnumaður heims. Hann endaði feril sinn með Real Madrid og sem spænskur landsliðsmaður. Gheorghe Hagi er markahæsti leikmaður rúmenska landsliðsins frá upphafi, skoraði 35 mörk í 124 landsleikjum af miðjunni og lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum ferli. Ianis Hagi er 21 árs sókndjarfur miðjumaður sem er sonur frægasta fótboltamanns í sögu Rúmeníu, Gheorghe Hagi. Gheorghe Hagi á líka mikið í fótboltamanninum því Ianis Hagi kom upp í gegnum félag pabba síns, Viitorul Constanta. Gheorge Hagi í leik með rúmenska landsliðinu á EM 1996.Getty/Mark Leech Ianis Hagi er frekar nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir að hafa byrjað síðasa tímabil hjá belgíska félaginu Genk. Hann fór líka ungur að árum til Fiorentina en snéri aftur heim til Viitorul. Genk keypti hann frá rúmenska félaginu en lánaði hann svo til Rangers í janúar. Rangers keyptui síðan Ianis Hagi í maí. Ianis Hagi er kominn með ellefu landsleiki fyrir Rúmeníu en hefur ekki náð að skora. Hann skoraði aftur á móti 4 mörk í 14 leikjum með 21 árs liðinu og var í lykilhlutverki þegar liðið komst alla leið í undanúrslit á EM 2019. George Puscas er 23 ára framherji sem spilar þessa dagana með enska b-deildarliðinu Reading en var áður hjá Internazionale og Palermo. George Puscas skoraði 12 mörk í 38 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili með Reading en 2018-19 tímabilið var hann með 9 mörk í 33 leikjum með Palermo í ítölsku b-deildinni. George Puscas er með 1 mark í 3 fyrstu leikjunum með Reading á 2020-21 tímabilinu. George Puscas hefur aðeins spilað 15 leiki í A-deildum á ferlinum en er fyrir löngu búinn að stimpla sig inn hjá rúmenska landsliðinu þar sem hann er kominn með 7 mörk í 16 A-landsleikjum. Fimm af þeim komu í undankeppninni en öll í leikjum við Möltu (3) og Færeyjar (2). George Puscas var allt í öllu í framlínu 21 árs landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 en hann varð þá næstmarkahæsti leikmaður keppninnar með 4 mörk og valinn í úrvalsliðið. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira
Tvær af ungu stjörnunum í rúmenska landsliðinu sem spila á Laugardalsvellinum í kvöld bera afar kunnugleg nöfn úr knattspyrnusögunni. Þetta eru þeir Hagi og Puscas. Það er þó ekki vitað um nein tengsl á milli George Puscas og ungversku stjórstjörnunnar Ferenc Puskás enda eru eftirnöfn þeirra ekki skrifuð eins þótt þau hljómi líkt. Tengslin á milli Hagi og hins eina sanna Gheorghe Hagi eru hins vegar eins sterk og þau verða. Ferenc Puskás skoraði á sínum tíma 84 mörk í 85 landsleikjum með Ungverjum og var um tíma talinn verða besti knattspyrnumaður heims. Hann endaði feril sinn með Real Madrid og sem spænskur landsliðsmaður. Gheorghe Hagi er markahæsti leikmaður rúmenska landsliðsins frá upphafi, skoraði 35 mörk í 124 landsleikjum af miðjunni og lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum ferli. Ianis Hagi er 21 árs sókndjarfur miðjumaður sem er sonur frægasta fótboltamanns í sögu Rúmeníu, Gheorghe Hagi. Gheorghe Hagi á líka mikið í fótboltamanninum því Ianis Hagi kom upp í gegnum félag pabba síns, Viitorul Constanta. Gheorge Hagi í leik með rúmenska landsliðinu á EM 1996.Getty/Mark Leech Ianis Hagi er frekar nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir að hafa byrjað síðasa tímabil hjá belgíska félaginu Genk. Hann fór líka ungur að árum til Fiorentina en snéri aftur heim til Viitorul. Genk keypti hann frá rúmenska félaginu en lánaði hann svo til Rangers í janúar. Rangers keyptui síðan Ianis Hagi í maí. Ianis Hagi er kominn með ellefu landsleiki fyrir Rúmeníu en hefur ekki náð að skora. Hann skoraði aftur á móti 4 mörk í 14 leikjum með 21 árs liðinu og var í lykilhlutverki þegar liðið komst alla leið í undanúrslit á EM 2019. George Puscas er 23 ára framherji sem spilar þessa dagana með enska b-deildarliðinu Reading en var áður hjá Internazionale og Palermo. George Puscas skoraði 12 mörk í 38 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili með Reading en 2018-19 tímabilið var hann með 9 mörk í 33 leikjum með Palermo í ítölsku b-deildinni. George Puscas er með 1 mark í 3 fyrstu leikjunum með Reading á 2020-21 tímabilinu. George Puscas hefur aðeins spilað 15 leiki í A-deildum á ferlinum en er fyrir löngu búinn að stimpla sig inn hjá rúmenska landsliðinu þar sem hann er kominn með 7 mörk í 16 A-landsleikjum. Fimm af þeim komu í undankeppninni en öll í leikjum við Möltu (3) og Færeyjar (2). George Puscas var allt í öllu í framlínu 21 árs landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 en hann varð þá næstmarkahæsti leikmaður keppninnar með 4 mörk og valinn í úrvalsliðið. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira