Þau Ben og Mia eru nýflutt frá Svíþjóð til Bandaríkjanna og ætla að búa í rútu næstu árin.
Áður höfðu þau byggt smáhýsi í Svíþjóð og búið þar í einhvern tíma. En núna er á dagskrá að ferðast um Bandaríkin í rútunni á meðan börnin eru ung, en þau eru bæði undir tveggja ára aldri.
Parið tók rútuna í gegn og breyttu henni í fallegt heimili á hjólum þar sem meðal annars er skemmtilegt leikrými fyrir börnin.
Um er að ræða gamla bandaríska skólarútu sem er í dag einstaklega vel heppnað heimili fyrir þessa vísitölufjölskyldu.