Tvö lið sigurstranglegri en Liverpool í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 10:01 Thiago Alcantara varð Evrópumeistari með Bayern München er núna kominn til Liverpool. Getty/Michael Regan Dregið var í riðla Meistaradeildarinnar í fótbolta í gær og í framhaldi hafa menn farið að spá í spilin fyrir komandi Meistaradeildarvetur. Tölfræðiþjónustan FiveThirtyEight hefur nú reiknað út sigurlíkur allra liðanna í Meistaradeildinni í fótbolta eftir að í ljós kom í hvaða riðlum liðin 32 verða. Sigurstranglegustu liðin í Meistaradeildinni 2020-21 eru að mati FiveThirtyEight Evrópumeistarar Bayern München og Manchester City. Bayern München hefur raðað inn titlum á árinu 2020 en Manchester City hefur aftur á móti ollið mörgum vonbrigðum með frammistöðu sinni í Evrópu undanfarin ár. 3rd - Liverpool (12% chance) 6th - Real Madrid (7% chance) 11th - Manchester United (2% chance)The Super computer is back! This time, predicting the winner of the 2020/21 Champions League... https://t.co/nZAgp7kcVB— SPORTbible (@sportbible) October 2, 2020 Það eru sagðar vera 21 prósent líkur á því að Bayern verji titilinn og 16 prósent líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina i fyrsta sinn. Bayern München vann Meistaradeildina í ágúst eftir 1-0 sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum í Portúgal. Manchester City tapaði óvænt á móti Lyon í átta liða úrslitunum. Liverpool er í þriðja sætinu með tólf prósent sigurlíkur og er þar á undan Barcelona (11 prósent), Paris Saint-Germain (8 prósent) og Real Madrid (7 prósent). Manchester City er aftur á móti með mestu líkurnar á að komast upp úr riðlinum eða 95 prósent. Barcelona er þar í öðru sæti með 94 prósent líkur og það eru 92 prósent líkur á því að Liverpool komist upp úr riðlinum sínum. Manchester City er í riðli með Porto frá Portúgal, Olympiacos frá Grikklandi og Marseille frá Frakklandi. Barcelona er í riðli með Juventus frá Ítalíu, Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Liverpool er í riðli með Ajax frá Hollandi, Atalanta frá Ítalíu og Midtjylland frá Danmörku. Evrópumeitarar Bayern München eru bara í fjórða sætinu yfir þau lið sem eru líklegust til að fara áfram í útsláttarkeppnina en Bayern er í riðli með Atlético Madrid frá Spáni, Red Bull Salzburg frá Austurríki og Lokomotiv Moskva frá Rússlandi. Hæstu sigurlíkur liða í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Bayern München 21% 2. Manchester City 16% 3. Liverpool 12% 4. Barcelona 11% 5. Paris Saint-Germain 8% 6. Real Madrid 7% 7. Atletico Madrid 4% 8. Borussia Dortmund 3% 8. Chelsea 3% 10. Juventus 2% 10. RB Leipzig 2% 10. Manchester United 2% 10. Internazionale Milan 2% Mestu líkur liða að komast upp úr riðlinum í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Manchester City 95% 2. Barcelona 94% 3. Liverpool 92% 4. Bayern München 89% 5. Paris Saint-Germain 82% 6. Chelsea 81% 7. Real Madrid 78% 8. Borussia Dortmund 77% 8. Juventus 77% 10. Sevilla 71% Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Sjá meira
Dregið var í riðla Meistaradeildarinnar í fótbolta í gær og í framhaldi hafa menn farið að spá í spilin fyrir komandi Meistaradeildarvetur. Tölfræðiþjónustan FiveThirtyEight hefur nú reiknað út sigurlíkur allra liðanna í Meistaradeildinni í fótbolta eftir að í ljós kom í hvaða riðlum liðin 32 verða. Sigurstranglegustu liðin í Meistaradeildinni 2020-21 eru að mati FiveThirtyEight Evrópumeistarar Bayern München og Manchester City. Bayern München hefur raðað inn titlum á árinu 2020 en Manchester City hefur aftur á móti ollið mörgum vonbrigðum með frammistöðu sinni í Evrópu undanfarin ár. 3rd - Liverpool (12% chance) 6th - Real Madrid (7% chance) 11th - Manchester United (2% chance)The Super computer is back! This time, predicting the winner of the 2020/21 Champions League... https://t.co/nZAgp7kcVB— SPORTbible (@sportbible) October 2, 2020 Það eru sagðar vera 21 prósent líkur á því að Bayern verji titilinn og 16 prósent líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina i fyrsta sinn. Bayern München vann Meistaradeildina í ágúst eftir 1-0 sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum í Portúgal. Manchester City tapaði óvænt á móti Lyon í átta liða úrslitunum. Liverpool er í þriðja sætinu með tólf prósent sigurlíkur og er þar á undan Barcelona (11 prósent), Paris Saint-Germain (8 prósent) og Real Madrid (7 prósent). Manchester City er aftur á móti með mestu líkurnar á að komast upp úr riðlinum eða 95 prósent. Barcelona er þar í öðru sæti með 94 prósent líkur og það eru 92 prósent líkur á því að Liverpool komist upp úr riðlinum sínum. Manchester City er í riðli með Porto frá Portúgal, Olympiacos frá Grikklandi og Marseille frá Frakklandi. Barcelona er í riðli með Juventus frá Ítalíu, Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Liverpool er í riðli með Ajax frá Hollandi, Atalanta frá Ítalíu og Midtjylland frá Danmörku. Evrópumeitarar Bayern München eru bara í fjórða sætinu yfir þau lið sem eru líklegust til að fara áfram í útsláttarkeppnina en Bayern er í riðli með Atlético Madrid frá Spáni, Red Bull Salzburg frá Austurríki og Lokomotiv Moskva frá Rússlandi. Hæstu sigurlíkur liða í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Bayern München 21% 2. Manchester City 16% 3. Liverpool 12% 4. Barcelona 11% 5. Paris Saint-Germain 8% 6. Real Madrid 7% 7. Atletico Madrid 4% 8. Borussia Dortmund 3% 8. Chelsea 3% 10. Juventus 2% 10. RB Leipzig 2% 10. Manchester United 2% 10. Internazionale Milan 2% Mestu líkur liða að komast upp úr riðlinum í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Manchester City 95% 2. Barcelona 94% 3. Liverpool 92% 4. Bayern München 89% 5. Paris Saint-Germain 82% 6. Chelsea 81% 7. Real Madrid 78% 8. Borussia Dortmund 77% 8. Juventus 77% 10. Sevilla 71%
Hæstu sigurlíkur liða í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Bayern München 21% 2. Manchester City 16% 3. Liverpool 12% 4. Barcelona 11% 5. Paris Saint-Germain 8% 6. Real Madrid 7% 7. Atletico Madrid 4% 8. Borussia Dortmund 3% 8. Chelsea 3% 10. Juventus 2% 10. RB Leipzig 2% 10. Manchester United 2% 10. Internazionale Milan 2% Mestu líkur liða að komast upp úr riðlinum í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Manchester City 95% 2. Barcelona 94% 3. Liverpool 92% 4. Bayern München 89% 5. Paris Saint-Germain 82% 6. Chelsea 81% 7. Real Madrid 78% 8. Borussia Dortmund 77% 8. Juventus 77% 10. Sevilla 71%
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Sjá meira