Tvö lið sigurstranglegri en Liverpool í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 10:01 Thiago Alcantara varð Evrópumeistari með Bayern München er núna kominn til Liverpool. Getty/Michael Regan Dregið var í riðla Meistaradeildarinnar í fótbolta í gær og í framhaldi hafa menn farið að spá í spilin fyrir komandi Meistaradeildarvetur. Tölfræðiþjónustan FiveThirtyEight hefur nú reiknað út sigurlíkur allra liðanna í Meistaradeildinni í fótbolta eftir að í ljós kom í hvaða riðlum liðin 32 verða. Sigurstranglegustu liðin í Meistaradeildinni 2020-21 eru að mati FiveThirtyEight Evrópumeistarar Bayern München og Manchester City. Bayern München hefur raðað inn titlum á árinu 2020 en Manchester City hefur aftur á móti ollið mörgum vonbrigðum með frammistöðu sinni í Evrópu undanfarin ár. 3rd - Liverpool (12% chance) 6th - Real Madrid (7% chance) 11th - Manchester United (2% chance)The Super computer is back! This time, predicting the winner of the 2020/21 Champions League... https://t.co/nZAgp7kcVB— SPORTbible (@sportbible) October 2, 2020 Það eru sagðar vera 21 prósent líkur á því að Bayern verji titilinn og 16 prósent líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina i fyrsta sinn. Bayern München vann Meistaradeildina í ágúst eftir 1-0 sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum í Portúgal. Manchester City tapaði óvænt á móti Lyon í átta liða úrslitunum. Liverpool er í þriðja sætinu með tólf prósent sigurlíkur og er þar á undan Barcelona (11 prósent), Paris Saint-Germain (8 prósent) og Real Madrid (7 prósent). Manchester City er aftur á móti með mestu líkurnar á að komast upp úr riðlinum eða 95 prósent. Barcelona er þar í öðru sæti með 94 prósent líkur og það eru 92 prósent líkur á því að Liverpool komist upp úr riðlinum sínum. Manchester City er í riðli með Porto frá Portúgal, Olympiacos frá Grikklandi og Marseille frá Frakklandi. Barcelona er í riðli með Juventus frá Ítalíu, Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Liverpool er í riðli með Ajax frá Hollandi, Atalanta frá Ítalíu og Midtjylland frá Danmörku. Evrópumeitarar Bayern München eru bara í fjórða sætinu yfir þau lið sem eru líklegust til að fara áfram í útsláttarkeppnina en Bayern er í riðli með Atlético Madrid frá Spáni, Red Bull Salzburg frá Austurríki og Lokomotiv Moskva frá Rússlandi. Hæstu sigurlíkur liða í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Bayern München 21% 2. Manchester City 16% 3. Liverpool 12% 4. Barcelona 11% 5. Paris Saint-Germain 8% 6. Real Madrid 7% 7. Atletico Madrid 4% 8. Borussia Dortmund 3% 8. Chelsea 3% 10. Juventus 2% 10. RB Leipzig 2% 10. Manchester United 2% 10. Internazionale Milan 2% Mestu líkur liða að komast upp úr riðlinum í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Manchester City 95% 2. Barcelona 94% 3. Liverpool 92% 4. Bayern München 89% 5. Paris Saint-Germain 82% 6. Chelsea 81% 7. Real Madrid 78% 8. Borussia Dortmund 77% 8. Juventus 77% 10. Sevilla 71% Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Dregið var í riðla Meistaradeildarinnar í fótbolta í gær og í framhaldi hafa menn farið að spá í spilin fyrir komandi Meistaradeildarvetur. Tölfræðiþjónustan FiveThirtyEight hefur nú reiknað út sigurlíkur allra liðanna í Meistaradeildinni í fótbolta eftir að í ljós kom í hvaða riðlum liðin 32 verða. Sigurstranglegustu liðin í Meistaradeildinni 2020-21 eru að mati FiveThirtyEight Evrópumeistarar Bayern München og Manchester City. Bayern München hefur raðað inn titlum á árinu 2020 en Manchester City hefur aftur á móti ollið mörgum vonbrigðum með frammistöðu sinni í Evrópu undanfarin ár. 3rd - Liverpool (12% chance) 6th - Real Madrid (7% chance) 11th - Manchester United (2% chance)The Super computer is back! This time, predicting the winner of the 2020/21 Champions League... https://t.co/nZAgp7kcVB— SPORTbible (@sportbible) October 2, 2020 Það eru sagðar vera 21 prósent líkur á því að Bayern verji titilinn og 16 prósent líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina i fyrsta sinn. Bayern München vann Meistaradeildina í ágúst eftir 1-0 sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum í Portúgal. Manchester City tapaði óvænt á móti Lyon í átta liða úrslitunum. Liverpool er í þriðja sætinu með tólf prósent sigurlíkur og er þar á undan Barcelona (11 prósent), Paris Saint-Germain (8 prósent) og Real Madrid (7 prósent). Manchester City er aftur á móti með mestu líkurnar á að komast upp úr riðlinum eða 95 prósent. Barcelona er þar í öðru sæti með 94 prósent líkur og það eru 92 prósent líkur á því að Liverpool komist upp úr riðlinum sínum. Manchester City er í riðli með Porto frá Portúgal, Olympiacos frá Grikklandi og Marseille frá Frakklandi. Barcelona er í riðli með Juventus frá Ítalíu, Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Liverpool er í riðli með Ajax frá Hollandi, Atalanta frá Ítalíu og Midtjylland frá Danmörku. Evrópumeitarar Bayern München eru bara í fjórða sætinu yfir þau lið sem eru líklegust til að fara áfram í útsláttarkeppnina en Bayern er í riðli með Atlético Madrid frá Spáni, Red Bull Salzburg frá Austurríki og Lokomotiv Moskva frá Rússlandi. Hæstu sigurlíkur liða í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Bayern München 21% 2. Manchester City 16% 3. Liverpool 12% 4. Barcelona 11% 5. Paris Saint-Germain 8% 6. Real Madrid 7% 7. Atletico Madrid 4% 8. Borussia Dortmund 3% 8. Chelsea 3% 10. Juventus 2% 10. RB Leipzig 2% 10. Manchester United 2% 10. Internazionale Milan 2% Mestu líkur liða að komast upp úr riðlinum í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Manchester City 95% 2. Barcelona 94% 3. Liverpool 92% 4. Bayern München 89% 5. Paris Saint-Germain 82% 6. Chelsea 81% 7. Real Madrid 78% 8. Borussia Dortmund 77% 8. Juventus 77% 10. Sevilla 71%
Hæstu sigurlíkur liða í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Bayern München 21% 2. Manchester City 16% 3. Liverpool 12% 4. Barcelona 11% 5. Paris Saint-Germain 8% 6. Real Madrid 7% 7. Atletico Madrid 4% 8. Borussia Dortmund 3% 8. Chelsea 3% 10. Juventus 2% 10. RB Leipzig 2% 10. Manchester United 2% 10. Internazionale Milan 2% Mestu líkur liða að komast upp úr riðlinum í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Manchester City 95% 2. Barcelona 94% 3. Liverpool 92% 4. Bayern München 89% 5. Paris Saint-Germain 82% 6. Chelsea 81% 7. Real Madrid 78% 8. Borussia Dortmund 77% 8. Juventus 77% 10. Sevilla 71%
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira