Lífið

Fimmtíu þúsund lítrar af rauðvíni til spillis á Spáni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt myndband sem gengur eins og eldur í sinu um netheima. 
Rosalegt myndband sem gengur eins og eldur í sinu um netheima. 

Töluverð hætta skapaðist í brugghúsinu Vitivinos á dögunum en starfsemin er staðsett í borginni Villamalea á Spáni, um 150 kílómetra vestan af Valencia.

Þar er rauðvín bruggað í tonnavís og það í risastórum tönkum. Á dögunum sprakk einn tankurinn með þeim afleiðingum að fimmtíu þúsund lítrar af rauðvíni flæddu út um allt.

Myndband af atvikinu er heldur betur vinsælt á samfélagsmiðlum og tala þar margir um að atvikið sé mikil synd, að sjá svo mikið rauðvín fara til spillis.

Það var útvarpsstöðin Radio Albacete sem deildi fyrst myndbandi af atvikinu en síðan þá hafa margar milljónir horft á myndbandið út um allt á veraldarvefnum.

Hér að neðan má sjá myndbandið.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.