Í beinni: Vodafonedeildin í CS:GO, KR mætir XY Bjarni Bjarnason skrifar 29. september 2020 19:03 Úrvalsliðin etja kappi í Vodafonedeildinni í CS:GO í kvöld. Verður níunda umferð deildarinnar leikinn í kvöld og er þetta önnur viðureign liðana. Munurinn er þó sá að skipst hefur verið á heimavallar hlutverkinu. En heimavallarliðið fær að velja kortið. Í fyrsta leik kvöldsins taka fallbyssurnar í Hafinu á móti Fylki á heimavelli. Fyrri viðureign liðanna var spiluð í kortinu Vertigo þar sem HaFið vann með naumindum eftir tvöfalda framlengingu í hörkuspennandi leik. Lið Fylkis hefur sýnt okkur í hverjum leiknum á fætur öðrum hversu megnugir þeir eru er þeir finna taktinn því hörku leikur í vændum. Í milli leik kvöldsins mætast KR - XY. Fyrri viðureign liðanna fór fram á heimavelli XY í kortinu Mirage þar sem KR sigraði á sannfærandi máta. En KR hefur lagt hvert liðið á fætur öðru og aðeins misstigið sig einu sinn í deildinni hingað til. En lið XY hefur vaxið með hverjum leiknum og nýtti leikmannagluggann til að næla sér í sterka viðbót með fráfarandi leikmanni GOAT honum DOM (Daníel Örn Melstað). Spennandi verður að sjá hvernig endurskipulögðu liði XY farnast á móti kempunum í KR. Lokaleikur kvöldsins er GOAT á móti Dusty. Lið GOAT mæta ferskir til leiks með Cris (Kristján Daði Pálsson) sem mun fylla í skarð DOM. Dusty sigruðu fyrri viðureign liðanna í kortinu Mirage á heimavelli GOAT og tróna þeir taplausir á toppi deildarinnar. Fyrsta viðureign kvöldsins hefst kl 19:30 og verður sýnd á Stöð 2 esport og hér á Vísi. Leikir kvöldsins verða samkvæmt dagskrá hér að neðan. 19:30 HaFiÐ - Fylkir 20:30 KR - XY 21:30 GOAT - Dusty Útsending er hefst kl 19:15 og stendur yfir fram eftir kvöldi og hægt er að fylgjast með henni hérna. KR Dusty Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport
Úrvalsliðin etja kappi í Vodafonedeildinni í CS:GO í kvöld. Verður níunda umferð deildarinnar leikinn í kvöld og er þetta önnur viðureign liðana. Munurinn er þó sá að skipst hefur verið á heimavallar hlutverkinu. En heimavallarliðið fær að velja kortið. Í fyrsta leik kvöldsins taka fallbyssurnar í Hafinu á móti Fylki á heimavelli. Fyrri viðureign liðanna var spiluð í kortinu Vertigo þar sem HaFið vann með naumindum eftir tvöfalda framlengingu í hörkuspennandi leik. Lið Fylkis hefur sýnt okkur í hverjum leiknum á fætur öðrum hversu megnugir þeir eru er þeir finna taktinn því hörku leikur í vændum. Í milli leik kvöldsins mætast KR - XY. Fyrri viðureign liðanna fór fram á heimavelli XY í kortinu Mirage þar sem KR sigraði á sannfærandi máta. En KR hefur lagt hvert liðið á fætur öðru og aðeins misstigið sig einu sinn í deildinni hingað til. En lið XY hefur vaxið með hverjum leiknum og nýtti leikmannagluggann til að næla sér í sterka viðbót með fráfarandi leikmanni GOAT honum DOM (Daníel Örn Melstað). Spennandi verður að sjá hvernig endurskipulögðu liði XY farnast á móti kempunum í KR. Lokaleikur kvöldsins er GOAT á móti Dusty. Lið GOAT mæta ferskir til leiks með Cris (Kristján Daði Pálsson) sem mun fylla í skarð DOM. Dusty sigruðu fyrri viðureign liðanna í kortinu Mirage á heimavelli GOAT og tróna þeir taplausir á toppi deildarinnar. Fyrsta viðureign kvöldsins hefst kl 19:30 og verður sýnd á Stöð 2 esport og hér á Vísi. Leikir kvöldsins verða samkvæmt dagskrá hér að neðan. 19:30 HaFiÐ - Fylkir 20:30 KR - XY 21:30 GOAT - Dusty Útsending er hefst kl 19:15 og stendur yfir fram eftir kvöldi og hægt er að fylgjast með henni hérna.
KR Dusty Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport