Unglæknar í Barcelona fjölmenntu á götum borgarinnar í dag. Þar mótmæltu hundruð lækna vinnuaðstöðu þeirra, álagi og kjörum á meðan þau berjast við aðra bylgju nýju kórónuveirunnar sem herjar nú á Spánverja.
Einn mótmælandi sagði blaðamanni Reuters fréttaveitunnar að kandídatar ynnu allt að 80 tíma á viku og væru á allt að sólarhringslöngum vöktum.
Clara Boter, sem eru 28 ára gömul, sagði að samkvæmt samningi ættu þau að vinna 40 tíma í viku og að þau væru á grunnlaunum.
Á mótmælum þeirra á Espanatorgi lögðu unglæknarnir niður teppi og lögðust á þau til að ítreka hve lítið þau gætu sofið vegna álags. Einn læknir lá við hlið skiltis sem á stóð: „Ég hef ekki sofið í sólarhring. Á ég að ummannast þig?“

Þeim sem smitast hafa af Covid-19 hefur farið hratt fjölgandi á Spáni á undanförnum mánuðum. Nú hafa tæplega 750 þúsund manns smitast frá upphafi faraldursins og 31.400 hafa dáið.
Fjölgunin undanfarnar viku hefur aukið álag á heilbrigðisstarfsmenn til muna.
Ríkisstjórn Spánar á nú í viðræðum við ráðamenn í Madríd eftir að þeir síðarnefndu neituðu að fylgja eftir ráðleggingum Heilbrigðisráðuneytis landsins til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Sósíalistaflokkur Pedro Sánches hefur undirbúið að grípa fram fyrir hendurnar á íhaldsmönnunum sem stjórna Madríd, samkvæmt frétt El País.