Polestar Precept fer í framleiðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. september 2020 07:00 Polestar Precept Polestar hefur staðfest að það standi til að smíða Precept bílinn, sem hingað til hefur einungis verið til sem hugmyndabíll. Precept verður fjögurra sæta langferðabíll. Hann verður smíðaður í Kína og verður álíka langur og Mercedes-Benz S-Class. Hann verður úr endurunnum efnum. Innréttingin verður til að mynda úr endurunnum plastflöskum, netadræsum og kork. Innrarými Polestar Precept. Ný verksmiðja Polestar í Kína á að verða kolefnishlutlaus. „Neytendur vilja sjá breytingar frá bílaiðnaðinum, ekki bara drauma,“ segir yfirmaður Polestar, Thomas Ingenlath. „Með Precept ætlum við okkur að senda enn sterkari skilaboð. Við ætlum að minnka umhverfisáhrif af bílunum okkar og starfsemi. Markmiðið er að verða kolefnishlutlaus, þrátt fyrir að ég geri mér fyllilega grein fyrir að það sé langtímamarkmið,“ bætti Ingenlath við. Upplýsingar um afl, drægni og tíma úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. eru enn ófinnanlegar. Hann verður rafdrifinn eins og aðrir Polestar bílar. Vistvænir bílar Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Polestar hefur staðfest að það standi til að smíða Precept bílinn, sem hingað til hefur einungis verið til sem hugmyndabíll. Precept verður fjögurra sæta langferðabíll. Hann verður smíðaður í Kína og verður álíka langur og Mercedes-Benz S-Class. Hann verður úr endurunnum efnum. Innréttingin verður til að mynda úr endurunnum plastflöskum, netadræsum og kork. Innrarými Polestar Precept. Ný verksmiðja Polestar í Kína á að verða kolefnishlutlaus. „Neytendur vilja sjá breytingar frá bílaiðnaðinum, ekki bara drauma,“ segir yfirmaður Polestar, Thomas Ingenlath. „Með Precept ætlum við okkur að senda enn sterkari skilaboð. Við ætlum að minnka umhverfisáhrif af bílunum okkar og starfsemi. Markmiðið er að verða kolefnishlutlaus, þrátt fyrir að ég geri mér fyllilega grein fyrir að það sé langtímamarkmið,“ bætti Ingenlath við. Upplýsingar um afl, drægni og tíma úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. eru enn ófinnanlegar. Hann verður rafdrifinn eins og aðrir Polestar bílar.
Vistvænir bílar Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent