Segir þetta frábæran árstíma til að flytja tré Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2020 13:59 Gurrý veit sínu viti þegar kemur að garðyrkju. Getty Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, segir árstímann nú vera frábæran til að flytja tré. Hún segir að í raun sé hægt að færa alveg ótrúlega stór tré, að því gefnu að það sé undirbúið vel. Gurrý ræddi þetta og fleira til í samtali við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Með litlar plöntur, eins og litlar sáðplöntur, birki einhver staðar í vegkanti, hvar sem er, þá þarf maður bara að hafa góða skóflu og taka eins mikið af jarðvegi með plöntunni og hægt er. Þetta er bara frábær tími í það núna,“ segir Gurrý. Mjög algengt sé að fólk færi tré og segir Gurrý að sumir séu sem eru ferðafélög fyrir trén sín. „Þeir eru alltaf að flytja þetta fram og til baka.“ Stinga og leyfa svo trénu að jafna sig Gurrý segir réttu aðferðina við flutning trjáa vera að stinga niður með skóflu hringinn í kringum stofninn, eins langt frá honum og maður treystir sér til. „Að því loknu skuli leyfa trénu aðeins að jafna sig áður maður flytur það. Þá sé hægt flytja tré sem getur verið einhverjir metrar á hæð,“ segir Gurrý. Réttast sé að leyfa trénu að jafna sig í þrjár til fjórar vikur. Hún segir að þegar stungið sé á ræturnar sem vaxi út frá stofninum og þá séu viðbrögðin þau að plantan fari að mynda nýjar rætur fyrir innan stungusárið. „Þá er hún í rauninni komin með allar þær rætur sem eru að ná í vatn og næringu úr jarðvegi – svona fínrótarkerfi sem við köllum. Þá er það komið fyrir innan stungusárið og þá er plantan betur undir það búin að vera flutt.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Þannig að metra hátt birkitré… Hvað erum við að tala um stungu langt frá stofninum? „Metra hátt birkitré... Þá erum við kannski að tala um að hnausinn í þvermál, hann getur verið 40 til 50 sentimetrar. Þannig að þú þarft að fara 20 til 25 sentimetra frá stofninum.“ Gurrý segir að svo sé það bara skófludýptin niður. „Það eru svo alltaf einhverjar rætur sem fara beint ofan í jarðveginn og eru í rauninni að festa tréð. Svo reynir maður að passa að allur hnausinn fylgi með, þegar maður flytur plöntuna og gjarnan er ágætt, þegar maður er kominn með þetta, það er að setja striga og smokra undir köggulinn og binda ofan á til að tryggja að minnst af jarðveginum detti í burtu. Reyna að hlífa rótarkerfinu ef maður þarf að flytja einhverja vegalengd.“ Furur erfiðastar Gurrý segir að í raun sé hægt að flytja hvaða tré sem er. „Þó eru furur erfiðastar. Eins og stafafura. Ástæðan er sú að þær hafa tilhneigingu að hafa rætur sem fara djúpt ofan í jarðveginn og beint niður. Virðast eiga erfitt með mynda fínrótarkerfi nálægt yfirborðinu heldur en margar aðrar tegundir. Þannig að það er oft svolítið snúið að flytja þær. Flest önnur tré er hægt að flytja bara ef maður undirbýr það nógu vel. Þau mega samt ekki vera orðin einhverjir tuttugu metrar. Það er of mikið.“ Bítið Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54 Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira
Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, segir árstímann nú vera frábæran til að flytja tré. Hún segir að í raun sé hægt að færa alveg ótrúlega stór tré, að því gefnu að það sé undirbúið vel. Gurrý ræddi þetta og fleira til í samtali við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Með litlar plöntur, eins og litlar sáðplöntur, birki einhver staðar í vegkanti, hvar sem er, þá þarf maður bara að hafa góða skóflu og taka eins mikið af jarðvegi með plöntunni og hægt er. Þetta er bara frábær tími í það núna,“ segir Gurrý. Mjög algengt sé að fólk færi tré og segir Gurrý að sumir séu sem eru ferðafélög fyrir trén sín. „Þeir eru alltaf að flytja þetta fram og til baka.“ Stinga og leyfa svo trénu að jafna sig Gurrý segir réttu aðferðina við flutning trjáa vera að stinga niður með skóflu hringinn í kringum stofninn, eins langt frá honum og maður treystir sér til. „Að því loknu skuli leyfa trénu aðeins að jafna sig áður maður flytur það. Þá sé hægt flytja tré sem getur verið einhverjir metrar á hæð,“ segir Gurrý. Réttast sé að leyfa trénu að jafna sig í þrjár til fjórar vikur. Hún segir að þegar stungið sé á ræturnar sem vaxi út frá stofninum og þá séu viðbrögðin þau að plantan fari að mynda nýjar rætur fyrir innan stungusárið. „Þá er hún í rauninni komin með allar þær rætur sem eru að ná í vatn og næringu úr jarðvegi – svona fínrótarkerfi sem við köllum. Þá er það komið fyrir innan stungusárið og þá er plantan betur undir það búin að vera flutt.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Þannig að metra hátt birkitré… Hvað erum við að tala um stungu langt frá stofninum? „Metra hátt birkitré... Þá erum við kannski að tala um að hnausinn í þvermál, hann getur verið 40 til 50 sentimetrar. Þannig að þú þarft að fara 20 til 25 sentimetra frá stofninum.“ Gurrý segir að svo sé það bara skófludýptin niður. „Það eru svo alltaf einhverjar rætur sem fara beint ofan í jarðveginn og eru í rauninni að festa tréð. Svo reynir maður að passa að allur hnausinn fylgi með, þegar maður flytur plöntuna og gjarnan er ágætt, þegar maður er kominn með þetta, það er að setja striga og smokra undir köggulinn og binda ofan á til að tryggja að minnst af jarðveginum detti í burtu. Reyna að hlífa rótarkerfinu ef maður þarf að flytja einhverja vegalengd.“ Furur erfiðastar Gurrý segir að í raun sé hægt að flytja hvaða tré sem er. „Þó eru furur erfiðastar. Eins og stafafura. Ástæðan er sú að þær hafa tilhneigingu að hafa rætur sem fara djúpt ofan í jarðveginn og beint niður. Virðast eiga erfitt með mynda fínrótarkerfi nálægt yfirborðinu heldur en margar aðrar tegundir. Þannig að það er oft svolítið snúið að flytja þær. Flest önnur tré er hægt að flytja bara ef maður undirbýr það nógu vel. Þau mega samt ekki vera orðin einhverjir tuttugu metrar. Það er of mikið.“
Bítið Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54 Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira
Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54