Fór að hágráta eftir að hún hitti Kim Kardashian á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2020 12:30 Sjálfan sem Birta náði með Kim heppnaðist fullkomnlega. Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. Sunneva er einn allra vinsælasti áhrifavaldur landsins og er hún með yfir 45 þúsund fylgjendur á Instagram og er Birta Líf einnig nokkuð vinsæl á þeim vettvangi. Í þáttunum ræða þær um slúðrið í hinum stóra Hollywood heimi. Í fjórða þættinum töluðu þeir um hverjir væru í innsta hring Kardashian fjölskyldunnar og þá sagði Birta frá því þegar hún hitti Kim Kardashian. Árið 2016 mættu Kim Kardashian, Kanye West, Kourtney Kardashian og fleiri í þeirra gengi til landsins. Birta sá einn úr hópnum setja stutt snap inn og áttaði sig strax á því hvar hópurinn væri. „Ég sagði við Gunna kærastan minn að mig langaði í bakarísmat í morgunmat. Við bjuggum þarna í Hlíðunum og það var bakarí við hliðin á okkur. En ég sagðist vilja bakarísmat í einu rosalega góðu bakaríi í miðbænum,“ segir Birta sem náði þannig að plata kærastan til þess að koma með sér niður í bæ í þeirri von um að hitta hópinn. Sorry, þetta er ekki að fara gerast „Ég lagði bílnum mínum síðan í þessari götu og við sjáum strax þessa fínu bíla lagða þarna fyrir utan hótelið og ég segi við hann, getum við hinkrað hérna í smá stund. Hann svarar mér, bara hérna úti á miðri götu? og þá sagði ég honum af hverju við værum þarna. Svo kemur enginn út úr húsinu og hann verður mjög pirraður og svangur og gefst upp. Við förum og setjumst inn á eitthvað bakarí.“ Svo þegar þau voru búin að borða gengu þau til baka að bílnum. Þá var eitthvað af fólki mætt þarna fyrir utan hótelið og kærastinn hennar samþykkir að bíða í tíu mínútur inni í bíl og enginn kemur. „Við keyrum þá heim og þegar ég er komin fyrir utan heima segi ég við Gunna, nei þetta er ekki að fara gerast, sorry. Ég er ekki að fara vera hér á þessu landi á sama tíma og hún og hitta hana ekki. Ég tek u-beygju fyrir utan heima og bruna aftur niður í bæ. Þegar við erum komin aftur niður í bæ sé ég að það er risastór trukkur mættur. Svo sé ég myndatökuteymið koma út. Ég ákveð þá að leggja bílnum mínum fyrir framan trukkinn svo að trukkurinn fari ekki fet. Ég lagði bílnum fyrir svo að Kim kæmist ekki í burtu frá mér.“ Stuttu síðar kemur hópurinn út úr hótelinu. „Fyrst kemur Kourtney og síðan Kanye. Ég varð að fórna þeim tveimur og reyndi ekkert að tala við þau. Ég varð að hitta Kim. Svo kemur Kim og ég hugsa bara fokk it og pota í öxlina á henni. Um leið og ég er búin að snerta á henni öxlina hugsa ég, hvað ég andskotanum er ég búin að gera. Það er einhver vörður að koma núna og berja mig. Ég segi við hana, má ég taka selfie með þér? og hún svarar strax, auðvitað elskan mín. Ég næ myndinni og hleyp inn í bíl og færi bílinn minn svo þau yrðu ekki brjáluð út í mig. Svo fer ég bara að hágráta.“ Ástæðan fyrir því af hverju Birta fór að gráta var að hún óttaðist að myndin af þeim tveimur saman væri ekki í fókus en sem betur fer náðist frábær mynd. Hér að neðan má sjá þáttinn. Teboðið Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. Sunneva er einn allra vinsælasti áhrifavaldur landsins og er hún með yfir 45 þúsund fylgjendur á Instagram og er Birta Líf einnig nokkuð vinsæl á þeim vettvangi. Í þáttunum ræða þær um slúðrið í hinum stóra Hollywood heimi. Í fjórða þættinum töluðu þeir um hverjir væru í innsta hring Kardashian fjölskyldunnar og þá sagði Birta frá því þegar hún hitti Kim Kardashian. Árið 2016 mættu Kim Kardashian, Kanye West, Kourtney Kardashian og fleiri í þeirra gengi til landsins. Birta sá einn úr hópnum setja stutt snap inn og áttaði sig strax á því hvar hópurinn væri. „Ég sagði við Gunna kærastan minn að mig langaði í bakarísmat í morgunmat. Við bjuggum þarna í Hlíðunum og það var bakarí við hliðin á okkur. En ég sagðist vilja bakarísmat í einu rosalega góðu bakaríi í miðbænum,“ segir Birta sem náði þannig að plata kærastan til þess að koma með sér niður í bæ í þeirri von um að hitta hópinn. Sorry, þetta er ekki að fara gerast „Ég lagði bílnum mínum síðan í þessari götu og við sjáum strax þessa fínu bíla lagða þarna fyrir utan hótelið og ég segi við hann, getum við hinkrað hérna í smá stund. Hann svarar mér, bara hérna úti á miðri götu? og þá sagði ég honum af hverju við værum þarna. Svo kemur enginn út úr húsinu og hann verður mjög pirraður og svangur og gefst upp. Við förum og setjumst inn á eitthvað bakarí.“ Svo þegar þau voru búin að borða gengu þau til baka að bílnum. Þá var eitthvað af fólki mætt þarna fyrir utan hótelið og kærastinn hennar samþykkir að bíða í tíu mínútur inni í bíl og enginn kemur. „Við keyrum þá heim og þegar ég er komin fyrir utan heima segi ég við Gunna, nei þetta er ekki að fara gerast, sorry. Ég er ekki að fara vera hér á þessu landi á sama tíma og hún og hitta hana ekki. Ég tek u-beygju fyrir utan heima og bruna aftur niður í bæ. Þegar við erum komin aftur niður í bæ sé ég að það er risastór trukkur mættur. Svo sé ég myndatökuteymið koma út. Ég ákveð þá að leggja bílnum mínum fyrir framan trukkinn svo að trukkurinn fari ekki fet. Ég lagði bílnum fyrir svo að Kim kæmist ekki í burtu frá mér.“ Stuttu síðar kemur hópurinn út úr hótelinu. „Fyrst kemur Kourtney og síðan Kanye. Ég varð að fórna þeim tveimur og reyndi ekkert að tala við þau. Ég varð að hitta Kim. Svo kemur Kim og ég hugsa bara fokk it og pota í öxlina á henni. Um leið og ég er búin að snerta á henni öxlina hugsa ég, hvað ég andskotanum er ég búin að gera. Það er einhver vörður að koma núna og berja mig. Ég segi við hana, má ég taka selfie með þér? og hún svarar strax, auðvitað elskan mín. Ég næ myndinni og hleyp inn í bíl og færi bílinn minn svo þau yrðu ekki brjáluð út í mig. Svo fer ég bara að hágráta.“ Ástæðan fyrir því af hverju Birta fór að gráta var að hún óttaðist að myndin af þeim tveimur saman væri ekki í fókus en sem betur fer náðist frábær mynd. Hér að neðan má sjá þáttinn.
Teboðið Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira