Það er óhætt að segja að annað kvöld verði blásið til heljarinnar tónlistarveislu á dagskrá Stöðvar 2. Einir ástsælustu söngvarar þjóðarinnar, þau Sigríður Beinteinsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson, verða gestir Ingó Veðurguðs í skemmtiþættinum Í kvöld er gigg.
Ingó fær Siggu og Palla til að syngja með sér nokkur af sínum uppáhalds dægurlögum og segir hann að áhorfendur Stöðvar 2 geta búið sig undir sannkallaða veislu.
Ég stóð mig að því í miðjum þætti að horfa á þau og hugsa: Vá, nú skil ég afhverju þau eru Sigga Beinteins og Páll Óskar, þvílíkar goðsagnir! Palli tók yfir stjórnina á þættinum, Sigga var í banastuði og ég spilaði bara á gítarinn og hló og brosti til skiptis. Þetta var fullkomlega áreynsluslaust.

Húshljómsveitina skipa þeir Steindór Gíslason á bongótrommum, Björn Ionut Kristinsson á saxófón og Einar Örn Jónsson á píanó.
