Sama byrjunarlið og í risasigrinum á Lettum: Sara Björk jafnar leikjametið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 16:39 Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 133. landsleik á móti Svíum í kvöld og jafnar landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Svíum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM 2022. Jón Þór gerir enga breytinguna á byrjunarliði sínu á milli leikja. Sömu ellefu byrja og lögðu grunninn að 9-0 sigri á Lettum í síðustu viku. Ísland mætir Svíþjóð í öðrum af úrslitaleiknum um sigur í riðli þjóðanna í undankeppni EM en bæði liðin hafa unnið alla leiki sína til þessa. Liðin mætast síðan í Svíþjóð í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson vakti athygli fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifærið í síðasta leik og hann gefur þeim áfram traustið. Ungu Blikarnir Sveindís Jane Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir halda nefnilega allar sæti sínu í byrjunarliðinu en þær voru mjög flottar í stórsigrinum á móti Lettum og voru allar á skotskónum. Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð!This is how we start the game against Sweden in the @WEUROEngland22 qualifiers! #LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/JNPBZEi6aN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 22, 2020 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður því áfram hægri bakvörður og Ingibjörg Sigurðardóttir er búin að jafna sig af meiðslunum sem hún varð fyrir í Lettaleiknum. Alexandra Jóhannsdóttir verður inn á miðjunni með reynsluboltunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar því landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var tæp fyrir Lettaleikinn en skoraði þrennu þrátt fyrir að spila bara fyrri hálfleikinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir spila síðan sitthvorum megin við Elínu Mettu Jensen. Karólína Lea var fyrsta konan til að skora meira en eitt mark í sínum fyrsta landsleik og Karólína Lea var búin að leggja upp mark eftir aðeins fjórar mínútur. Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 133. landsleik sem er jöfnun á meti Katrínar Jónsdóttur. Hallbera Guðný Gísladóttir spilar sinn 114. landsleik og kemst þar með upp í fjórða sætið sem hún deilir með Dóru Maríu Lárusdóttur. Byrjunarlið Íslands á móti Svíum í kvöld: Markvörður Sandra Sigurðardóttir Vörn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Miðja Sara Björk Gunnarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sókn Sveindís Jane Jónsdóttir Elín Metta Jensen Karólína Lea Vilhjálmsdóttir EM 2021 í Englandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Svíum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM 2022. Jón Þór gerir enga breytinguna á byrjunarliði sínu á milli leikja. Sömu ellefu byrja og lögðu grunninn að 9-0 sigri á Lettum í síðustu viku. Ísland mætir Svíþjóð í öðrum af úrslitaleiknum um sigur í riðli þjóðanna í undankeppni EM en bæði liðin hafa unnið alla leiki sína til þessa. Liðin mætast síðan í Svíþjóð í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson vakti athygli fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifærið í síðasta leik og hann gefur þeim áfram traustið. Ungu Blikarnir Sveindís Jane Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir halda nefnilega allar sæti sínu í byrjunarliðinu en þær voru mjög flottar í stórsigrinum á móti Lettum og voru allar á skotskónum. Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð!This is how we start the game against Sweden in the @WEUROEngland22 qualifiers! #LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/JNPBZEi6aN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 22, 2020 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður því áfram hægri bakvörður og Ingibjörg Sigurðardóttir er búin að jafna sig af meiðslunum sem hún varð fyrir í Lettaleiknum. Alexandra Jóhannsdóttir verður inn á miðjunni með reynsluboltunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar því landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var tæp fyrir Lettaleikinn en skoraði þrennu þrátt fyrir að spila bara fyrri hálfleikinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir spila síðan sitthvorum megin við Elínu Mettu Jensen. Karólína Lea var fyrsta konan til að skora meira en eitt mark í sínum fyrsta landsleik og Karólína Lea var búin að leggja upp mark eftir aðeins fjórar mínútur. Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 133. landsleik sem er jöfnun á meti Katrínar Jónsdóttur. Hallbera Guðný Gísladóttir spilar sinn 114. landsleik og kemst þar með upp í fjórða sætið sem hún deilir með Dóru Maríu Lárusdóttur. Byrjunarlið Íslands á móti Svíum í kvöld: Markvörður Sandra Sigurðardóttir Vörn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Miðja Sara Björk Gunnarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sókn Sveindís Jane Jónsdóttir Elín Metta Jensen Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Byrjunarlið Íslands á móti Svíum í kvöld: Markvörður Sandra Sigurðardóttir Vörn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Miðja Sara Björk Gunnarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sókn Sveindís Jane Jónsdóttir Elín Metta Jensen Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
EM 2021 í Englandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira