„Rosalega stolt af honum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2020 13:31 Sigríður þykir einstaklega góð söngkona. Sigríður Thorlacius söngkona var gestur í Bakaríinu á Bylgjunni á laugardaginn og ræddi þar um feril sinn í tónlistarsenunni hér á landi. Sigríður þykir ein allra besta söngkona landsins. „Ég söng alltaf í kórum og svona en var lítið í því að koma fram ein og tók aldrei þátt í neinum söngvakeppnum,“ segir Sigríður. „Ég var feimið barn og söng bara ein úti í horni. Svo fór ég í söngnám þegar ég var í menntaskóla. Svo flutti ég til Parísar í smástund og ákvað síðan að fara í djass söngnám þegar ég kom til baka. Þetta gerði ég allt bara því mér fannst þetta gaman og ekkert endilega af því að ég ætlaði mér að verða söngkona, þetta var bara áhuga mál.“ Hún segist hafa langað að verða leikkona, blómasali og prestur. „Ég held ég sé ekki beint feimin í dag og maður skólast auðvitað til. Sem barn var ég rosalega hlédræg og það fór ekki mikið fyrir mér. Mér fannst rosalega þægilegt að vera í hóp og þess vegna fannst mér gott að vera í kór. Draumurinn minn var aldrei að standa ein fyrir einhverju og því hefur mér þótt gott að vera í hljómsveit og vinna með öðru fólki.“ Sigríður segist samt sem áður geta staðið ein á sviði í dag og það nokkuð skammarlaust. Hún rifjar upp þegar sveitin Hjaltalín fór á flug og varð snögglega ein vinsælasta sveit landsins. Opnunarmynd RIFF, Þriðji Póllinn, fjallar meðal annars um Högna Egilsson sem er með Sigríði í bandinu Hjaltalín. Högni er með geðhvarfasýki og er það umfjöllunarefni kvikmyndarinnar. „Ef maður getur sagt sem svo þá þekkjum við Högna fyrir og eftir. Við vorum að vinna saman og erum vinir þegar hann var að ganga í gegnum þetta í fyrsta skipti, sína fyrstu maníu. Það var oft alveg rosalega erfitt en líka gefandi og ég er rosalega stolt af honum. Hvernig hann er að vinna í sínum málum finnst mér alveg til fyrirmyndar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bakaríið Tónlist Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Sigríður Thorlacius söngkona var gestur í Bakaríinu á Bylgjunni á laugardaginn og ræddi þar um feril sinn í tónlistarsenunni hér á landi. Sigríður þykir ein allra besta söngkona landsins. „Ég söng alltaf í kórum og svona en var lítið í því að koma fram ein og tók aldrei þátt í neinum söngvakeppnum,“ segir Sigríður. „Ég var feimið barn og söng bara ein úti í horni. Svo fór ég í söngnám þegar ég var í menntaskóla. Svo flutti ég til Parísar í smástund og ákvað síðan að fara í djass söngnám þegar ég kom til baka. Þetta gerði ég allt bara því mér fannst þetta gaman og ekkert endilega af því að ég ætlaði mér að verða söngkona, þetta var bara áhuga mál.“ Hún segist hafa langað að verða leikkona, blómasali og prestur. „Ég held ég sé ekki beint feimin í dag og maður skólast auðvitað til. Sem barn var ég rosalega hlédræg og það fór ekki mikið fyrir mér. Mér fannst rosalega þægilegt að vera í hóp og þess vegna fannst mér gott að vera í kór. Draumurinn minn var aldrei að standa ein fyrir einhverju og því hefur mér þótt gott að vera í hljómsveit og vinna með öðru fólki.“ Sigríður segist samt sem áður geta staðið ein á sviði í dag og það nokkuð skammarlaust. Hún rifjar upp þegar sveitin Hjaltalín fór á flug og varð snögglega ein vinsælasta sveit landsins. Opnunarmynd RIFF, Þriðji Póllinn, fjallar meðal annars um Högna Egilsson sem er með Sigríði í bandinu Hjaltalín. Högni er með geðhvarfasýki og er það umfjöllunarefni kvikmyndarinnar. „Ef maður getur sagt sem svo þá þekkjum við Högna fyrir og eftir. Við vorum að vinna saman og erum vinir þegar hann var að ganga í gegnum þetta í fyrsta skipti, sína fyrstu maníu. Það var oft alveg rosalega erfitt en líka gefandi og ég er rosalega stolt af honum. Hvernig hann er að vinna í sínum málum finnst mér alveg til fyrirmyndar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bakaríið Tónlist Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira