Hardy sagður líklegastur sem næsti Bond Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2020 22:12 Gæti þetta verið næsta andlit James Bond? Max Mumby/Indigo/Getty Images Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann. Samlandi hans, Daniel Craig, hefur leikið njósnarann, sem ber kennimerkið 007 hjá bresku leyniþjónustunni, í síðustu fimm myndum um hann. Það hefur þó ekki verið staðfest að Hardy verði sá sem verður þeirra gæfu aðnjótandi að leika Bond í næstu mynd, en Independent heldur því fram að hann sé líklegastur. Blaðið hefur þó sett fram lista yfir þá leikara sem fjallað hefur verið um að gætu tekið við hlutverkinu eftirsótta. Auk Hardy eru á listanum þeir James Norton, Sam Heughan, Tom Hiddleston, Richard Madden, Jack Lowden, Michael Fassbender og Idris Elba. Sá síðastnefndi er líklega sá sem hefur vakið hvað mesta athygli í umræðunni um næsta Bond, en Idris Elba er svartur. Hingað til hefur Bond aðeins verið leikinn af hvítum mönnum. Leikararnir hafa fæstir viljað tjá sig þegar þeir hafa verið inntir eftir því hvort þeir komi til með að verða næstir til að leika njósnarann í þjónustu hennar hátignar. Þá hafa sumir þeirra einfaldlega vísað orðrómum um slíkt á bug. Hér að neðan má sjá myndir af leikurunum sjö, sem ásamt Hardy hafa verið sterklega orðaðir við hlutverkið stóra. James Norton.Max Mumby/Indigo/Getty Sam Heughan.Albert L. Ortega/Getty Tom Hiddleston.Bruce Glikas/WireImage Richard Madden.Samir Hussein/WireImage Jack Lowden.Roberto Ricciuti/Getty Images Michael Fassbender.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Idris Elba.Dave Benett/Getty James Bond Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann. Samlandi hans, Daniel Craig, hefur leikið njósnarann, sem ber kennimerkið 007 hjá bresku leyniþjónustunni, í síðustu fimm myndum um hann. Það hefur þó ekki verið staðfest að Hardy verði sá sem verður þeirra gæfu aðnjótandi að leika Bond í næstu mynd, en Independent heldur því fram að hann sé líklegastur. Blaðið hefur þó sett fram lista yfir þá leikara sem fjallað hefur verið um að gætu tekið við hlutverkinu eftirsótta. Auk Hardy eru á listanum þeir James Norton, Sam Heughan, Tom Hiddleston, Richard Madden, Jack Lowden, Michael Fassbender og Idris Elba. Sá síðastnefndi er líklega sá sem hefur vakið hvað mesta athygli í umræðunni um næsta Bond, en Idris Elba er svartur. Hingað til hefur Bond aðeins verið leikinn af hvítum mönnum. Leikararnir hafa fæstir viljað tjá sig þegar þeir hafa verið inntir eftir því hvort þeir komi til með að verða næstir til að leika njósnarann í þjónustu hennar hátignar. Þá hafa sumir þeirra einfaldlega vísað orðrómum um slíkt á bug. Hér að neðan má sjá myndir af leikurunum sjö, sem ásamt Hardy hafa verið sterklega orðaðir við hlutverkið stóra. James Norton.Max Mumby/Indigo/Getty Sam Heughan.Albert L. Ortega/Getty Tom Hiddleston.Bruce Glikas/WireImage Richard Madden.Samir Hussein/WireImage Jack Lowden.Roberto Ricciuti/Getty Images Michael Fassbender.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Idris Elba.Dave Benett/Getty
James Bond Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein