Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott hjá Vålerenga í Noregi eftir að hann snéri þangað í annað sinn á dögunum.
Viðar skoraði þrjú mörk í fyrsta leiknum sínum í endurkomunni er liðið vann 5-1 sigur á Brann og Selfyssingurinn var aftur á skotskónum í dag.
Viðar kom Vålerenga yfir á 21. mínútu er hann kom boltanum í netið eftir góða fyrirgjöf frá hægri. Vålerenga komst svo í 2-0 áður en Molde minnkaði muninn.
Han trenger ikke mer enn én berøring, Kjartansson!
— Eurosport Norge (@EurosportNorge) September 19, 2020
Se kampen på Dplay og Eurosport Norge NÅ. #ESNball pic.twitter.com/uLXMpKv6IP
Viðar Örn fór af velli er stundarfjórðungur var eftir af leiknum og inn í hans stað kom annar Íslendingur, Matthías Vilhjálmsson.
Vålerenga er í 3. sætinu með 32 stig en Molde er sæti ofar með tveimur stigum meira.