Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 21:32 Glódís Perla Viggósdóttir í rigningunni sem buldi á leikmönnum í seinni hálfleik í Laugardalnum í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. Ísland raðaði inn mörkum gegn botnliði Lettlands í undankeppni EM í kvöld, og fékk varla á sig skot í leiknum: „Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum flottan bolta – mörg markanna komu upp úr mjög flottu spili sem ég er bara ánægð með. Þetta er eitthvað sem hefur kannski vantað svolítið, og það var mjög gott að fá það í dag, sérstaklega eftir að hafa ekki verið búnar að hittast í níu mánuði,“ sagði Glódís, en var henni farið að leiðast fyrst svo óhemju lítið var að gera í vörninni í kvöld? Segi nú ekki að mér hafi leiðst „Ég segi nú ekki að mér hafi leiðst en boltinn var vissulega ekki mikið hjá okkur. En maður finnur sér annað að gera, eins og að skipuleggja þannig að þær fái ekki skyndisóknir og alls konar annað. En við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu.“ Glódís hefur spilað í toppbaráttunni í Svíþjóð síðustu ár og ætti að þekkja sænska landsliðið, sem Ísland mætir í toppslag á þriðjudaginn, afar vel: „Það er allt öðruvísi leikur. Við verðum líklega mikið minna með boltann í þeim leik, og það mun reyna meira á varnaruppstillinguna okkar þar. Það verður samt líka gaman að sjá hvort við náum upp svona spili í þeim líka. Þær munu ekki vanmeta okkur. Þær vita að þær eru að koma í hörkuleik og að þetta verður barátta. Þær eru með gott lið og hafa sannað það á öllum stórmótum að þær geta unnið bestu lið í heimi, en ég tel okkur samt eiga séns ef við spilum okkar leik og gefum þeim alvöru slag,“ sagði Glódís. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14 Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjá meira
„Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. Ísland raðaði inn mörkum gegn botnliði Lettlands í undankeppni EM í kvöld, og fékk varla á sig skot í leiknum: „Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum flottan bolta – mörg markanna komu upp úr mjög flottu spili sem ég er bara ánægð með. Þetta er eitthvað sem hefur kannski vantað svolítið, og það var mjög gott að fá það í dag, sérstaklega eftir að hafa ekki verið búnar að hittast í níu mánuði,“ sagði Glódís, en var henni farið að leiðast fyrst svo óhemju lítið var að gera í vörninni í kvöld? Segi nú ekki að mér hafi leiðst „Ég segi nú ekki að mér hafi leiðst en boltinn var vissulega ekki mikið hjá okkur. En maður finnur sér annað að gera, eins og að skipuleggja þannig að þær fái ekki skyndisóknir og alls konar annað. En við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu.“ Glódís hefur spilað í toppbaráttunni í Svíþjóð síðustu ár og ætti að þekkja sænska landsliðið, sem Ísland mætir í toppslag á þriðjudaginn, afar vel: „Það er allt öðruvísi leikur. Við verðum líklega mikið minna með boltann í þeim leik, og það mun reyna meira á varnaruppstillinguna okkar þar. Það verður samt líka gaman að sjá hvort við náum upp svona spili í þeim líka. Þær munu ekki vanmeta okkur. Þær vita að þær eru að koma í hörkuleik og að þetta verður barátta. Þær eru með gott lið og hafa sannað það á öllum stórmótum að þær geta unnið bestu lið í heimi, en ég tel okkur samt eiga séns ef við spilum okkar leik og gefum þeim alvöru slag,“ sagði Glódís.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14 Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjá meira
Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14
Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48