Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 21:14 Sveindís Jane Jónsdóttir skorar annað tveggja marka sinna gegn Lettlandi í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Ég fékk að vita það fyrir æfinguna í gær að ég yrði í byrjunarliðinu. Mér leið bara mjög vel inni á vellinum. Stelpurnar hafa tekið vel á móti manni og þær stýra liðinu vel, og þess vegna leið mér svona vel,“ sagði hin 19 ára Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Sveindís átti draumaleik því hún skoraði tvö marka Íslands í 9-0 sigri á Lettlandi, í undankeppni EM. „Ég átti bara að spila minn leik þó að við höfum lagt leikinn aðeins öðruvísi upp en við gerum í Breiðabliki. Ég spilaði bara minn leik með þeim áherslum sem þjálfararnir hafa sett. Það var mjög gaman að spila og ég fékk góða þjónustu – góða krossa. Það var gott að geta klárað þetta svona,“ sagði Sveindís. Hefði viljað hafa fjölskylduna í stúkunni Ísland var 6-0 yfir í hálfleik og fylgdi því eftir með þremur mörkum í seinni hálfleiknum: „Það gekk svo vel í fyrri hálfleik að við ákváðum að halda bara áfram því sama í seinni hálfleik. Tempóið datt þó aðeins niður en það er allt í góðu, við vorum með þetta í höndunum.“ Næst á dagskrá er leikur við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, á Laugardalsvelli næsta þriðjudag: „Þetta verða tveir mjög ólíkir leikir. Við erum ekki byrjuð að undirbúa okkur fyrir þann leik og byrjum á því á morgun,“ sagði Sveindís sem gerir sterkt tilkall til sætis í byrjunarliðinu gegn Svíum með framimstöðu sinni í kvöld og í allt sumar: „Ég tek því alveg [sæti í byrjunarliðinu] en ég verð nú ekkert súr ef að hann [Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari] leyfir mér ekki að byrja þann leik líka. Ég vona bara það besta,“ sagði Sveindís. Keflvíkingurinn spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld en það gerði hún án þess að áhorfendur væru í stúkunni, vegna Covid-reglna UEFA. Hún viðurkennir að það hafi verið sérstakt: „Já, svolítið. Maður hefði viljað hafa áhorfendur og fjölskylduna sína í stúkunni. En þetta var allt í lagi og örugglega margir sem horfðu á leikinn í sjónvarpinu.“ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
„Ég fékk að vita það fyrir æfinguna í gær að ég yrði í byrjunarliðinu. Mér leið bara mjög vel inni á vellinum. Stelpurnar hafa tekið vel á móti manni og þær stýra liðinu vel, og þess vegna leið mér svona vel,“ sagði hin 19 ára Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Sveindís átti draumaleik því hún skoraði tvö marka Íslands í 9-0 sigri á Lettlandi, í undankeppni EM. „Ég átti bara að spila minn leik þó að við höfum lagt leikinn aðeins öðruvísi upp en við gerum í Breiðabliki. Ég spilaði bara minn leik með þeim áherslum sem þjálfararnir hafa sett. Það var mjög gaman að spila og ég fékk góða þjónustu – góða krossa. Það var gott að geta klárað þetta svona,“ sagði Sveindís. Hefði viljað hafa fjölskylduna í stúkunni Ísland var 6-0 yfir í hálfleik og fylgdi því eftir með þremur mörkum í seinni hálfleiknum: „Það gekk svo vel í fyrri hálfleik að við ákváðum að halda bara áfram því sama í seinni hálfleik. Tempóið datt þó aðeins niður en það er allt í góðu, við vorum með þetta í höndunum.“ Næst á dagskrá er leikur við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, á Laugardalsvelli næsta þriðjudag: „Þetta verða tveir mjög ólíkir leikir. Við erum ekki byrjuð að undirbúa okkur fyrir þann leik og byrjum á því á morgun,“ sagði Sveindís sem gerir sterkt tilkall til sætis í byrjunarliðinu gegn Svíum með framimstöðu sinni í kvöld og í allt sumar: „Ég tek því alveg [sæti í byrjunarliðinu] en ég verð nú ekkert súr ef að hann [Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari] leyfir mér ekki að byrja þann leik líka. Ég vona bara það besta,“ sagði Sveindís. Keflvíkingurinn spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld en það gerði hún án þess að áhorfendur væru í stúkunni, vegna Covid-reglna UEFA. Hún viðurkennir að það hafi verið sérstakt: „Já, svolítið. Maður hefði viljað hafa áhorfendur og fjölskylduna sína í stúkunni. En þetta var allt í lagi og örugglega margir sem horfðu á leikinn í sjónvarpinu.“
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48