„Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2020 07:01 Georg Holm er bassaleikaru Sigur Rósar. Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit. Hann er fjölskyldumaður, letingi að eigin sögn og frekar hæglátur. Georg settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk og úr varð yfir tveggja klukkustunda spjall. Hljóðkirkjan er hlaðvarpsveita sem býður upp á fimm þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Töluvert hefur verið fjallað um skattamál Sigur Rósar í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár en tónlistarmennirnir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ segir Georg. Georg segist í ekki vita hvað endurskoðandi sveitarinnar hafi í raun verið að gera í sínu starfi. Vorum til í allt „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg og bætir við að þegar málið var komið í kæruferli fóru meðlimir bandsins strax í það að ráða inn nýjan endurskoðanda og reyna setla málið. „Við sögðum bara strax já og amen við skattinn og sama hvað þeir reiknuðu út þá vorum við til í að greiða það. Svo kemur leiðinlegasta sjokkið að maður fær ákæru eftir það. Þó svo að maður sé búinn að samþykkja allt. Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur. Þetta er búið að taka á.“ Hann segir að málinu hafi verið vísað frá í Héraði og landsréttur sneri því við. Svo málið er enn í gangi og hefur staðið yfir í um fimm ár. „Þetta er eiginlega leiðinlegasta staða sem hægt er að vera í og það er bara erfitt að sætta sig við þetta, fyrir mig persónulega.“ Georg segir það hafa verið erfitt að halda áfram í bandinu. „Það hægist á öllu og maður verður rosalega þungur á því. Þetta er íþyngjandi og leiðinlegt og maður skilur þetta ekki alveg. En maður reynir að fara fram úr á morgnanna. Við erum enn þá band og höfum ekkert tekið neina ákvörðun um neitt annað. Ég á samt bara erfitt með að semja tónlist eftir þetta mál og fæ bara óbragð í munninn.“ Sigur Rós Snæbjörn talar við fólk Skattamál Sigur Rósar Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit. Hann er fjölskyldumaður, letingi að eigin sögn og frekar hæglátur. Georg settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk og úr varð yfir tveggja klukkustunda spjall. Hljóðkirkjan er hlaðvarpsveita sem býður upp á fimm þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Töluvert hefur verið fjallað um skattamál Sigur Rósar í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár en tónlistarmennirnir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ segir Georg. Georg segist í ekki vita hvað endurskoðandi sveitarinnar hafi í raun verið að gera í sínu starfi. Vorum til í allt „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg og bætir við að þegar málið var komið í kæruferli fóru meðlimir bandsins strax í það að ráða inn nýjan endurskoðanda og reyna setla málið. „Við sögðum bara strax já og amen við skattinn og sama hvað þeir reiknuðu út þá vorum við til í að greiða það. Svo kemur leiðinlegasta sjokkið að maður fær ákæru eftir það. Þó svo að maður sé búinn að samþykkja allt. Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur. Þetta er búið að taka á.“ Hann segir að málinu hafi verið vísað frá í Héraði og landsréttur sneri því við. Svo málið er enn í gangi og hefur staðið yfir í um fimm ár. „Þetta er eiginlega leiðinlegasta staða sem hægt er að vera í og það er bara erfitt að sætta sig við þetta, fyrir mig persónulega.“ Georg segir það hafa verið erfitt að halda áfram í bandinu. „Það hægist á öllu og maður verður rosalega þungur á því. Þetta er íþyngjandi og leiðinlegt og maður skilur þetta ekki alveg. En maður reynir að fara fram úr á morgnanna. Við erum enn þá band og höfum ekkert tekið neina ákvörðun um neitt annað. Ég á samt bara erfitt með að semja tónlist eftir þetta mál og fæ bara óbragð í munninn.“
Sigur Rós Snæbjörn talar við fólk Skattamál Sigur Rósar Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira