Óttaðist að mæta nauðgara sínum á fæðingardeildinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. september 2020 09:30 Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var mjög meðvituð um að hún ætti hættu á að fá meðgöngu- eða fæðingarþunglyndi þar sem hún er þolandi kynferðisofbeldis. Vísir/Vilhelm Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. Hún hafði því náð að vinna úr áfallinu og búa til sterkan grunn áður en hún gekk í gegnum meðgöngu og fæðingu nokkrum árum síðar, sem getur oft verið mjög erfið reynsla fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Að leita sér hjálpar er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú og það er ógeðslega erfitt,“ segir Guðlaug, aðspurð um ráð fyrir konur í sömu stöðu. Andrea Eyland ræddi við Guðlaugu í hlaðvarpinu Kviknar, í þætti sem heitir Upprisan. Þáttinn má finna hér neðar í fréttinni. Gat ekki grátið eða hlegið Guðlaug kærði og maðurinn sem braut gegn henni var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði til hæstaréttar og þá þurfti Guðlaug að mæta honum aftur í dómsal en á sama tíma hafði hún fundið ástina og var þetta því flókinn og erfiður tími. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og dómurinn þyngdur í tvö og hálft ár. „Mér var svo létt að ég get eiginlega ekki lýst því. Ég þurfti að segja barnsföður mínum því að við vorum að kynnast á þessum tíma. Ég þurfti bara að bauna því út úr mér hvað var að ske. Ég var með í maganum, ég var með líkamlegan kvíða fyrir því að hann myndi bara fara.“ Það var henni mikill léttir að segja honum frá því sem hún var að ganga í gegnum. „Ég gat ekkert grátið og gat ekkert hlegið, ég var eiginlega svona dofin en ég fann bara hvernig þetta var smá sigurtilfinning,“ segir Guðlaug um niðurstöðu hæstaréttar. Hún hélt áfram að vinna úr áfallinu, hélt áfram um lífið og tveimur árum síðar varð hún ófrísk af sínu fyrsta barni. Guðlaug segir mikilvægt fyrir konur í sömu stöðu að leita sér aðstoðar hjá fagaðila og reyna, ef hægt er, að vinna úr áfallinu áður en þær ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu.Vísir/Vilhelm „Ég varð strax meðvituð um að þar sem ég er með sögu um þunglyndi, kvíða og áfallastreyturöskun að ég gæti fundið fyrir meðgönguþunglyndi eða fengið fæðingarþunglyndi, þannig að ég ákvað sjálf að hafa samband við sálfræðing.“ En annað áfall dundi svo yfir þegar Guðlaug komst að því að maðurinn sem nauðgaði henni, átti einnig von á barni á sama tíma og hún. Hún átti þá hættu á því að hitta hann á fæðingardeildinni á Akranesi á tíma sem átti að vera sá hamingjusamasti í hennar lífi. Einlægt viðtal Andreu Eyland við Guðlaugu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum Upprisan ræddi Andrea Eyland þáttastjórnandi einnig við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður um það hvernig ljósmæður vinna með þolendum kynferðisofbeldis í tengslum við meðgöngu og fæðingu. TW þessi þáttur fjallar um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir. Klippa: Kviknar Upprisan Frjósemi Kynferðisofbeldi Kviknar Tengdar fréttir Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 „Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. Hún hafði því náð að vinna úr áfallinu og búa til sterkan grunn áður en hún gekk í gegnum meðgöngu og fæðingu nokkrum árum síðar, sem getur oft verið mjög erfið reynsla fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Að leita sér hjálpar er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú og það er ógeðslega erfitt,“ segir Guðlaug, aðspurð um ráð fyrir konur í sömu stöðu. Andrea Eyland ræddi við Guðlaugu í hlaðvarpinu Kviknar, í þætti sem heitir Upprisan. Þáttinn má finna hér neðar í fréttinni. Gat ekki grátið eða hlegið Guðlaug kærði og maðurinn sem braut gegn henni var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði til hæstaréttar og þá þurfti Guðlaug að mæta honum aftur í dómsal en á sama tíma hafði hún fundið ástina og var þetta því flókinn og erfiður tími. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og dómurinn þyngdur í tvö og hálft ár. „Mér var svo létt að ég get eiginlega ekki lýst því. Ég þurfti að segja barnsföður mínum því að við vorum að kynnast á þessum tíma. Ég þurfti bara að bauna því út úr mér hvað var að ske. Ég var með í maganum, ég var með líkamlegan kvíða fyrir því að hann myndi bara fara.“ Það var henni mikill léttir að segja honum frá því sem hún var að ganga í gegnum. „Ég gat ekkert grátið og gat ekkert hlegið, ég var eiginlega svona dofin en ég fann bara hvernig þetta var smá sigurtilfinning,“ segir Guðlaug um niðurstöðu hæstaréttar. Hún hélt áfram að vinna úr áfallinu, hélt áfram um lífið og tveimur árum síðar varð hún ófrísk af sínu fyrsta barni. Guðlaug segir mikilvægt fyrir konur í sömu stöðu að leita sér aðstoðar hjá fagaðila og reyna, ef hægt er, að vinna úr áfallinu áður en þær ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu.Vísir/Vilhelm „Ég varð strax meðvituð um að þar sem ég er með sögu um þunglyndi, kvíða og áfallastreyturöskun að ég gæti fundið fyrir meðgönguþunglyndi eða fengið fæðingarþunglyndi, þannig að ég ákvað sjálf að hafa samband við sálfræðing.“ En annað áfall dundi svo yfir þegar Guðlaug komst að því að maðurinn sem nauðgaði henni, átti einnig von á barni á sama tíma og hún. Hún átti þá hættu á því að hitta hann á fæðingardeildinni á Akranesi á tíma sem átti að vera sá hamingjusamasti í hennar lífi. Einlægt viðtal Andreu Eyland við Guðlaugu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum Upprisan ræddi Andrea Eyland þáttastjórnandi einnig við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður um það hvernig ljósmæður vinna með þolendum kynferðisofbeldis í tengslum við meðgöngu og fæðingu. TW þessi þáttur fjallar um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir. Klippa: Kviknar Upprisan
Frjósemi Kynferðisofbeldi Kviknar Tengdar fréttir Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 „Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33
„Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11