Sirrý afhenti Líf og Krafti sex milljóna söfnunarfé göngunnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. september 2020 15:20 Drífurnar með ávísunina. Vísir/Vilhelm Sirrý Ágústsdóttir afhenti á Kjarvalsstöðum í dag félögunum Líf og Krafti söfnunarféð vegna áheitagöngunnar Lífskraftur. Sirrý þveraði Vatnajökul ásamt hópnum Snjódrífunum í júní og hópstjórar ferðarinnar voru þær Vilborg Arna Gissurardóttir pól- og Everestfari og Brynhildur Ólafsdóttir Landvættaþjálfari og þrautreyndur fjallaleiðsögumaður. Hópurinn safnaði sex milljónum sem skiptast á félögin tvö. Sirrý afhenti Ingrid Kulhman, formanni Lífs styrktarfélags og Elínu Söndru Skúladóttur, formanni Krafts styrkinn á Kjarvalsstöðum í hádeginu. Sjálf hefur hún sigrast tvisvar á krabbameini. Sirrý var greind með leghálskrabbamein árið 2010 en sigraðist á meininu. Árið 2015 greindist hún aftur og var sagt að krabbameinið væri krónískt og að hún ætti eitt til þrjú ár eftir ólifuð. Sirrý lauk meðferð árið 2016 og hefur verið við góða heilsu síðan. Hún fagnaði þeim tímamótum að vera án krabbameins í fimm ár, með því að þvera Vatnajökul og setja af stað styrktarátak. Vilborg Arna Gissurardóttir og Sirrý ÁgústsdóttirVísir/Vilhelm Kraftur, félag ungs fólks með krabbamein, og Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, hjálpuðu Sirrý í veikindunum og vildi hún því gefa til baka með þessum hætti. Samhliða söfnuninni hvatti Sirrý fólk til að taka þátt í eigin Lífskraftsgöngu í sinni heimabyggð á sama tíma. Markmiðið göngunni var jafnframt að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu eftir veikindi. Ennfremur stóð til að ganga á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnjúk (Kvennadalshnjúk), með 100 konum en vegna Covid faraldursins þá var göngunni frestað til ársins 2021. Hópurinn náði sínu markmiði og þveraði Vatnajökul á tíu dögum, 165 kílómetra leið frá Jökulheimum þvert yfir jökulinn í austurátt að Eyjabakkajökli. „Það er framtíðarsýn okkar hjá LÍF að söfnunarféð fari í að útbúa margnota stofu sem myndi nýtast fyrir konur í krabbameinsmeðferð sem þurfa að fara í einangrun en einnig fyrir til dæmis deyjandi konur og aðstandendur þeirra,“ sagði Ingrid eftir að hópurinn lauk göngunni. „Okkar hluti söfnunarfésins mun fara í okkar LífsKraftsverkefni, í bókina okkar LífsKraft – Fokk ég er með krabbamein - sem er bók með hagnýtum upplýsingum fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur. Bókin er gefin á öllum krabbameinsdeildum Landspítalans. Svo styrkfjárhæðin mun fara í að halda við bókina og efla fræðslustarfið hjá félaginu,“ sagði þá Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts. Snjódrífur koma til Reykjavíkur eftir Vatnajökulsgöngu. Vísir/Vilhelm Í gönguhópnum með Sirrý, Vilborgu og Brynhildi voru þær Anna Sigríður Arnardóttir, Birna Bragadóttir, Heiða (Nikita) Birgisdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir. Verndarar leiðangursins voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Gunnar Þórðarson, afi Sirrýjar. Lífskraftur Fjallamennska Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00 Bútaði niður Vatnajökul eins og veikindin Ellefu konur, flestar á fimmtugsaldri slógu met þegar þær þveruðu Vatnajökul á átta dögum. Þær kalla sig Snjódrífurnar og hafa nú þegar safnað um fimm milljónum króna fyrir félögin Kraft og Líf. 16. júní 2020 19:00 Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Sirrý Ágústsdóttir afhenti á Kjarvalsstöðum í dag félögunum Líf og Krafti söfnunarféð vegna áheitagöngunnar Lífskraftur. Sirrý þveraði Vatnajökul ásamt hópnum Snjódrífunum í júní og hópstjórar ferðarinnar voru þær Vilborg Arna Gissurardóttir pól- og Everestfari og Brynhildur Ólafsdóttir Landvættaþjálfari og þrautreyndur fjallaleiðsögumaður. Hópurinn safnaði sex milljónum sem skiptast á félögin tvö. Sirrý afhenti Ingrid Kulhman, formanni Lífs styrktarfélags og Elínu Söndru Skúladóttur, formanni Krafts styrkinn á Kjarvalsstöðum í hádeginu. Sjálf hefur hún sigrast tvisvar á krabbameini. Sirrý var greind með leghálskrabbamein árið 2010 en sigraðist á meininu. Árið 2015 greindist hún aftur og var sagt að krabbameinið væri krónískt og að hún ætti eitt til þrjú ár eftir ólifuð. Sirrý lauk meðferð árið 2016 og hefur verið við góða heilsu síðan. Hún fagnaði þeim tímamótum að vera án krabbameins í fimm ár, með því að þvera Vatnajökul og setja af stað styrktarátak. Vilborg Arna Gissurardóttir og Sirrý ÁgústsdóttirVísir/Vilhelm Kraftur, félag ungs fólks með krabbamein, og Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, hjálpuðu Sirrý í veikindunum og vildi hún því gefa til baka með þessum hætti. Samhliða söfnuninni hvatti Sirrý fólk til að taka þátt í eigin Lífskraftsgöngu í sinni heimabyggð á sama tíma. Markmiðið göngunni var jafnframt að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu eftir veikindi. Ennfremur stóð til að ganga á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnjúk (Kvennadalshnjúk), með 100 konum en vegna Covid faraldursins þá var göngunni frestað til ársins 2021. Hópurinn náði sínu markmiði og þveraði Vatnajökul á tíu dögum, 165 kílómetra leið frá Jökulheimum þvert yfir jökulinn í austurátt að Eyjabakkajökli. „Það er framtíðarsýn okkar hjá LÍF að söfnunarféð fari í að útbúa margnota stofu sem myndi nýtast fyrir konur í krabbameinsmeðferð sem þurfa að fara í einangrun en einnig fyrir til dæmis deyjandi konur og aðstandendur þeirra,“ sagði Ingrid eftir að hópurinn lauk göngunni. „Okkar hluti söfnunarfésins mun fara í okkar LífsKraftsverkefni, í bókina okkar LífsKraft – Fokk ég er með krabbamein - sem er bók með hagnýtum upplýsingum fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur. Bókin er gefin á öllum krabbameinsdeildum Landspítalans. Svo styrkfjárhæðin mun fara í að halda við bókina og efla fræðslustarfið hjá félaginu,“ sagði þá Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts. Snjódrífur koma til Reykjavíkur eftir Vatnajökulsgöngu. Vísir/Vilhelm Í gönguhópnum með Sirrý, Vilborgu og Brynhildi voru þær Anna Sigríður Arnardóttir, Birna Bragadóttir, Heiða (Nikita) Birgisdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir. Verndarar leiðangursins voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Gunnar Þórðarson, afi Sirrýjar.
Lífskraftur Fjallamennska Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00 Bútaði niður Vatnajökul eins og veikindin Ellefu konur, flestar á fimmtugsaldri slógu met þegar þær þveruðu Vatnajökul á átta dögum. Þær kalla sig Snjódrífurnar og hafa nú þegar safnað um fimm milljónum króna fyrir félögin Kraft og Líf. 16. júní 2020 19:00 Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00
Bútaði niður Vatnajökul eins og veikindin Ellefu konur, flestar á fimmtugsaldri slógu met þegar þær þveruðu Vatnajökul á átta dögum. Þær kalla sig Snjódrífurnar og hafa nú þegar safnað um fimm milljónum króna fyrir félögin Kraft og Líf. 16. júní 2020 19:00
Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15