Kennir föður Messi um það að hann komst ekki í burtu frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 13:00 Lionel Messi er byrjaður að æfa á ný með Barcelona og spilaði æfingaleik um helgina. EPA-EFE/Manu Fernandez Hernan Crespo er á því að Lionel Messi væri ekki að spila með Barcelona á þessu tímabili ef umboðsmaður Messi væri ekki líka faðir hans. Hernan Crespo er argentínsk knattspyrnugoðsögn og aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir argentínska landsliðið. Einn af þeim er að sjálfsögðu Lionel Messi og argentínskir fjölmiðlar fengu Crespo til að ræða mál Messi. Lionel Messi tilkynnti það að hann væri á förum frá Barceloma en hætti síðan við og ætlar nú að klára lokaár samningsins síns. Hernan Crespo gagnrýnir föður Messi fyrir það hvernig málið endaði en það var ljóst á viðtali við Lionel Messi að hann vildi ekki spila áfram með Barcelona. Hernan Crespo blames Lionel Messi's dad Jorge for not getting his move away from Barcelona https://t.co/ku5jAHxAEI— MailOnline Sport (@MailSport) September 13, 2020 Jorge Messi, faðir Lionel Messi, er líka umboðsmaður hans. Það var einmitt Jorge Messi sem mætti á fund stjórnenda Barcelona til að fá það í gegn að sonur hans fengi að fara. Útkoman af því var óvænt U-beygja hjá Lionel Messi. „Þetta er ekki það sama og þegar umboðsmaður er ræða málin. Þetta er faðir hans sem er að ræða við þá. Umboðsmaðurinn mun ekki láta tilfinningasemi eða fjölskyldumál hafa áhrif á sig,“ sagði Hernan Crespo í samtali við TyC Sports í Argentínu. „Hann hættir ekki að vera faðir hans og í svona kringumstæðum þá þarftu á fagmanni að halda,“ sagði Crespo. „Ég vil ekki gera lítið úr föður hans en hann hefur ekki sama bakgrunn í þessum máli miðað við aðra umboðsmenn,“ sagði Crespo sem er sannfærður um að reyndur umboðsmaður hefði tekist að koma Messi frá Barcelona. „Við erum að tala um stjórnendur, samninga og peninga. Hann þarf á einhverjum að halda sem kann betur á slíkar aðstæður,“ sagði Hernan Crespo. Hernan Crespo lék á sínum tíma með liðum eins og Lazio, Inter, Chelsea og AC Milan. Hann skoraði 35 mörk í 64 landsleikjum fyrir Agrentínu og aðeins Sergio Agüero, Gabriel Batistuta og Lionel Messi hafa skorað fleiri. Spænski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hernan Crespo er á því að Lionel Messi væri ekki að spila með Barcelona á þessu tímabili ef umboðsmaður Messi væri ekki líka faðir hans. Hernan Crespo er argentínsk knattspyrnugoðsögn og aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir argentínska landsliðið. Einn af þeim er að sjálfsögðu Lionel Messi og argentínskir fjölmiðlar fengu Crespo til að ræða mál Messi. Lionel Messi tilkynnti það að hann væri á förum frá Barceloma en hætti síðan við og ætlar nú að klára lokaár samningsins síns. Hernan Crespo gagnrýnir föður Messi fyrir það hvernig málið endaði en það var ljóst á viðtali við Lionel Messi að hann vildi ekki spila áfram með Barcelona. Hernan Crespo blames Lionel Messi's dad Jorge for not getting his move away from Barcelona https://t.co/ku5jAHxAEI— MailOnline Sport (@MailSport) September 13, 2020 Jorge Messi, faðir Lionel Messi, er líka umboðsmaður hans. Það var einmitt Jorge Messi sem mætti á fund stjórnenda Barcelona til að fá það í gegn að sonur hans fengi að fara. Útkoman af því var óvænt U-beygja hjá Lionel Messi. „Þetta er ekki það sama og þegar umboðsmaður er ræða málin. Þetta er faðir hans sem er að ræða við þá. Umboðsmaðurinn mun ekki láta tilfinningasemi eða fjölskyldumál hafa áhrif á sig,“ sagði Hernan Crespo í samtali við TyC Sports í Argentínu. „Hann hættir ekki að vera faðir hans og í svona kringumstæðum þá þarftu á fagmanni að halda,“ sagði Crespo. „Ég vil ekki gera lítið úr föður hans en hann hefur ekki sama bakgrunn í þessum máli miðað við aðra umboðsmenn,“ sagði Crespo sem er sannfærður um að reyndur umboðsmaður hefði tekist að koma Messi frá Barcelona. „Við erum að tala um stjórnendur, samninga og peninga. Hann þarf á einhverjum að halda sem kann betur á slíkar aðstæður,“ sagði Hernan Crespo. Hernan Crespo lék á sínum tíma með liðum eins og Lazio, Inter, Chelsea og AC Milan. Hann skoraði 35 mörk í 64 landsleikjum fyrir Agrentínu og aðeins Sergio Agüero, Gabriel Batistuta og Lionel Messi hafa skorað fleiri.
Spænski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira