Gárinn Kókó hættir ekki að tala Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. september 2020 21:51 Kókó hefur virkilega gaman að sjálfum sér. Einn málglaðasti gári landsins bætir stanslaust í orðaforðann að sögn eiganda hans. Hann er mjög félagslyndur og finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. Kókó en enginn venjulegur gári. Hann varð óvænt hluti af fjölskyldu í Hafnarfirði í vor eftir að hafa strokið af fyrra heimili sínu. Fljótlega áttaði fjölskyldan sig á því að Kókó væri alveg sérstakur - hann kjaftaði allan liðlangann daginn. „Svo hefur þetta bara verið að aukast og aukast eftir því sem hefur liðið á. Hann er alltaf að pikka upp ný og ný orð,“ segir Fjóla Bjarnadóttir, móðir Kókó. „Hann segir „kisi kisi mjá mjá“ og það er eitthvað sem börnin sem áttu hann áður kenndu honum að segja. Hann segir já og nei, kyssa, kúkur, mamma, ástin mín.“ Hann hóstar og hnerrar og svo hermir hann eftir því sem hann heyrir. „Við höfum það á bak við eyrað að maður þarf að passa sig hvað maður segir, því hann gæti kjaftað einhverjum leyndarmálum.“ Hún segir að venjulega tali gárar ekki svona mikið. „En þessi, hann er náttúrulega alveg einstakur. Hann er bara eins og einn af okkur,“ segir Fjóla, enda er Kókó mjög félagslyndur. Hann er hafður frjáls á heimilinu. „Það er engin pása. Ég kem fram á morgnana og fæ mér kaffi og fer að mála mig og græja mig fyrir vinnuna, hann er inni á baði með mér.“ Stundum verði þau þreytt á öllu blaðrinu. „Hann er samt svo yndislegur að maður gleymir því strax.“ Kókó er líka frekar sjálfselskur og finnst fátt skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. „Hann hlær líka mikið með hæðnistón, þannig maður fær á tilfinninguna að hann sé að setja sig á hærri hest.“ Dýr Gæludýr Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Einn málglaðasti gári landsins bætir stanslaust í orðaforðann að sögn eiganda hans. Hann er mjög félagslyndur og finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. Kókó en enginn venjulegur gári. Hann varð óvænt hluti af fjölskyldu í Hafnarfirði í vor eftir að hafa strokið af fyrra heimili sínu. Fljótlega áttaði fjölskyldan sig á því að Kókó væri alveg sérstakur - hann kjaftaði allan liðlangann daginn. „Svo hefur þetta bara verið að aukast og aukast eftir því sem hefur liðið á. Hann er alltaf að pikka upp ný og ný orð,“ segir Fjóla Bjarnadóttir, móðir Kókó. „Hann segir „kisi kisi mjá mjá“ og það er eitthvað sem börnin sem áttu hann áður kenndu honum að segja. Hann segir já og nei, kyssa, kúkur, mamma, ástin mín.“ Hann hóstar og hnerrar og svo hermir hann eftir því sem hann heyrir. „Við höfum það á bak við eyrað að maður þarf að passa sig hvað maður segir, því hann gæti kjaftað einhverjum leyndarmálum.“ Hún segir að venjulega tali gárar ekki svona mikið. „En þessi, hann er náttúrulega alveg einstakur. Hann er bara eins og einn af okkur,“ segir Fjóla, enda er Kókó mjög félagslyndur. Hann er hafður frjáls á heimilinu. „Það er engin pása. Ég kem fram á morgnana og fæ mér kaffi og fer að mála mig og græja mig fyrir vinnuna, hann er inni á baði með mér.“ Stundum verði þau þreytt á öllu blaðrinu. „Hann er samt svo yndislegur að maður gleymir því strax.“ Kókó er líka frekar sjálfselskur og finnst fátt skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. „Hann hlær líka mikið með hæðnistón, þannig maður fær á tilfinninguna að hann sé að setja sig á hærri hest.“
Dýr Gæludýr Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira