Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir fór af stað með nýja matarþátt á Stöð 2 í gær, Matarbíll Evu.
Þar má sjá þegar Eva fór um landið með matarvagn í sumar og reiddi þar fram girnilega rétti úr hráefni sem fékkst á hverjum stað. Á hverjum stað heldur Eva sína eigin matarhátíð.
Í fyrsta þættinum skelltu hún sér í Þorlákshöfn. Hún fór á veitingarstaði í hverjum bæ til að fá innblástur og hugmyndir af uppskriftum.
Hér að neðan má sjá matarhátíðina í Þorlákshöfn þar sem hún bauð uppá girnilegar samlokur úr hráefni í bæjarfélaginu.