Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2020 23:36 Ráðamenn á Indlandi segja umfangsmikla skimun útskýra mikla fjölgun smitaðra þar í landi. Tiltölulega lág dánartíðni virðist styðja það. EPA/JAGADEESH NV Minnst 900 hundruð þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. Tæplega 28 milljónir hafa smitast. Síðustu tvær vikur hafa að meðaltali um 5.600 manns dáið á degi hverjum á heimsvísu. Smituðum fer hratt fjölgandi á Indlandi. Þar greindust 97.399 nýsmitaðir á milli daga og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Svo virðist sem þungamiðja heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar sé að færast til Indlands, næst fjölmennasta ríkis heims. Í heildina hafa 4,4 milljónir greinst smitaðir á Indlandi og tæplega 74 þúsund hafa dáið. Vitað er að 6,4 milljónir hafa smitast í Bandaríkjunum og rúmlega 190 þúsund hafa dáið. Í Brasilíu hafa 4,2 milljónir smitast og 127 þúsund dáið. Þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra á Indlandi er verið að draga úr ferðatakmörkunum og voru barir til að mynda opnaðir í dag. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst smitaðir á dag og rúmlega þúsund manns hafa dáið á hverjum degi í tvær vikur, samkvæmt samantekt Reuters. Dánarhlutfallið á Indlandi virðist vera um eitt prósent en í Bandaríkjunum og Brasilíu virðist það um þrjú prósent, sem er í takt við meðaltalið. Ráðamenn á Indlandi segja mikla fjölgun smitaðra þar í landi vera til marks um verulega umfangsmikla skimun fyrir kórónuveirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Frakkar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að 8.577 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 á milli daga. Það er næst mesti fjöldinn sem greinst hefur frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst en vísindaráð landsins hefur ráðlagt ríkisstjórn Emmanuel Macron að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða og taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir sem fyrst. 9. september 2020 18:16 „Við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið mun koma“ Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum. 9. september 2020 17:09 Prófunum á Oxford-bóluefni frestað vegna aukaverkana Lyfjarisinn AstraZeneca hefur nú frestað tímabundið lokaprófunum á bóluefni fyrir kórónuveirunni. 9. september 2020 06:44 Vara við því að veiran sé orðin stjórnlaus í Bretlandi Tveir vísindaráðgjafar bresku ríkistjórnarinnar hafa nú stigið fram og varað við því að kórónuveiran sé að verða stjórnlaus á Bretlandseyjum. 8. september 2020 07:24 WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári 4. september 2020 15:04 Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Minnst 900 hundruð þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. Tæplega 28 milljónir hafa smitast. Síðustu tvær vikur hafa að meðaltali um 5.600 manns dáið á degi hverjum á heimsvísu. Smituðum fer hratt fjölgandi á Indlandi. Þar greindust 97.399 nýsmitaðir á milli daga og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Svo virðist sem þungamiðja heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar sé að færast til Indlands, næst fjölmennasta ríkis heims. Í heildina hafa 4,4 milljónir greinst smitaðir á Indlandi og tæplega 74 þúsund hafa dáið. Vitað er að 6,4 milljónir hafa smitast í Bandaríkjunum og rúmlega 190 þúsund hafa dáið. Í Brasilíu hafa 4,2 milljónir smitast og 127 þúsund dáið. Þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra á Indlandi er verið að draga úr ferðatakmörkunum og voru barir til að mynda opnaðir í dag. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst smitaðir á dag og rúmlega þúsund manns hafa dáið á hverjum degi í tvær vikur, samkvæmt samantekt Reuters. Dánarhlutfallið á Indlandi virðist vera um eitt prósent en í Bandaríkjunum og Brasilíu virðist það um þrjú prósent, sem er í takt við meðaltalið. Ráðamenn á Indlandi segja mikla fjölgun smitaðra þar í landi vera til marks um verulega umfangsmikla skimun fyrir kórónuveirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Frakkar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að 8.577 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 á milli daga. Það er næst mesti fjöldinn sem greinst hefur frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst en vísindaráð landsins hefur ráðlagt ríkisstjórn Emmanuel Macron að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða og taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir sem fyrst. 9. september 2020 18:16 „Við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið mun koma“ Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum. 9. september 2020 17:09 Prófunum á Oxford-bóluefni frestað vegna aukaverkana Lyfjarisinn AstraZeneca hefur nú frestað tímabundið lokaprófunum á bóluefni fyrir kórónuveirunni. 9. september 2020 06:44 Vara við því að veiran sé orðin stjórnlaus í Bretlandi Tveir vísindaráðgjafar bresku ríkistjórnarinnar hafa nú stigið fram og varað við því að kórónuveiran sé að verða stjórnlaus á Bretlandseyjum. 8. september 2020 07:24 WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári 4. september 2020 15:04 Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Frakkar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að 8.577 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 á milli daga. Það er næst mesti fjöldinn sem greinst hefur frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst en vísindaráð landsins hefur ráðlagt ríkisstjórn Emmanuel Macron að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða og taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir sem fyrst. 9. september 2020 18:16
„Við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið mun koma“ Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum. 9. september 2020 17:09
Prófunum á Oxford-bóluefni frestað vegna aukaverkana Lyfjarisinn AstraZeneca hefur nú frestað tímabundið lokaprófunum á bóluefni fyrir kórónuveirunni. 9. september 2020 06:44
Vara við því að veiran sé orðin stjórnlaus í Bretlandi Tveir vísindaráðgjafar bresku ríkistjórnarinnar hafa nú stigið fram og varað við því að kórónuveiran sé að verða stjórnlaus á Bretlandseyjum. 8. september 2020 07:24
Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00