Rúmenar mæta kokhraustir til Íslands | Nýr þjálfari blæs til sóknar með „næsta Mbappé“ Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2020 07:30 Rúmenar eru væntanlegir til landsins snemma í október. VÍSIR/GETTY Rúmenar mæta til Reykjavíkur fullir sjálfstrausts með sókndjarft lið gegn Íslendingum í EM-umspilsleiknum sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins og fer fram á Laugardalsvelli 8. október. Sigurliðið í leiknum, sem gæti farið í framlengingu og jafnvel vítaspyrnukeppni, fer í úrslitaleik á útivelli gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi í nóvember, um að komast á EM næsta sumar. Á meðan að Ísland tapaði gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni þá gerðu Rúmenar 1-1 jafntefli við Norður-Írland á heimavelli og unnu góðan 3-2 útisigur á Austurríki (Rúmenar leika í B-deild en Ísland í A-deild Þjóðadeildarinnar). Jákvæðni eftir fyrstu leiki nýja þjálfarans Rúmenar voru þó óheppnir að vinna ekki líka Norður-Íra, áttu sextán marktilraunir og voru mjög sókndjarfir. Þjálfarinn Mirel Radoi, sem tók við liðinu síðasta vetur, var að stýra liðinu í fyrsta sinn. Sá gerði frábæra hluti sem þjálfari U21-landsliðs Rúmena og kom þeim í undanúrslit EM í fyrra, og þar með á Ólympíuleikana í Tókýó. Mikil jákvæðni ríkir í garð rúmenska liðsins eftir fyrstu leiki Radoi. Í fyrsta sinn í áraraðir lék liðið sóknarbolta í stað þess að verjast aftarlega og treysta á skyndisóknir. Jafnvel á útivelli gegn Austurríki var raunin sú, með góðum árangri, og sjálfstraust Rúmena hefur eflst. Þetta segir Amir Kiarash, blaðamaður Adevarul í Rúmeníu, sem Vísir ræddi við. Varnarmennirnir ósannfærandi Vandamál rúmenska liðsins þykja hins vegar liggja í varnarleiknum. Sérstaklega átti vinstri bakvörðurinn Nicusor Bancu erfitt uppdráttar gegn Norður-Írlandi og Austurríki, og mögulega kemur Portúgalinn Mario Camora, sem nýverið fékk rúmenskt vegabréf, inn í hans stað. Camora, sem er 33 ára, hefur leikið um árabil með Cluj í Rúmeníu og er nú gjaldgengur í rúmenska landsliðið. Fleiri vandamál eru í varnarleiknum. Vlad Chiriches, fyrrverandi leikmaður Tottenham og Napoli, og hinn 34 ára gamli Dragos Grigore, þóttu ekki sannfærandi í Austurríki. Framar á vellinum er hins vegar ástæðan fyrir bjartsýni Rúmena. Alex Maxim, sem skoraði sjö mörk í 15 leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, skoraði frábært mark gegn Austurríki og heillaði í leikstjórnendahlutverki. Florinel Coman er svo sá af U21-hetjunum sem hefur stimplað sig best inn í A-landsliðið. Þessi sókndjarfi kantmaður, sem goðsögnin Gheorghe Hagi hefur líkt við Kylian Mbappé, hefur verið orðaður við félög í ensku úrvaldeildinni en er enn sem stendur leikmaður FCSB í heimalandinu. Honum þurfa íslensku varnarmennirnir að hafa hemil á. Talandi um Hagi þá hefur sonur hans, Ianis Hagi sem var skærasta stjarna U21-liðsins, hins vegar valdið vonbrigðum með A-landsliðinu og ekki er víst að hann byrji leikinn gegn Íslandi. Hann hefur þó sýnt hæfileika sína að einhverju marki með Rangers í Skotlandi og skoraði í síðasta leik fyrir landsleikjahléið. EM 2021 í Englandi Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Rúmenar mæta til Reykjavíkur fullir sjálfstrausts með sókndjarft lið gegn Íslendingum í EM-umspilsleiknum sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins og fer fram á Laugardalsvelli 8. október. Sigurliðið í leiknum, sem gæti farið í framlengingu og jafnvel vítaspyrnukeppni, fer í úrslitaleik á útivelli gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi í nóvember, um að komast á EM næsta sumar. Á meðan að Ísland tapaði gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni þá gerðu Rúmenar 1-1 jafntefli við Norður-Írland á heimavelli og unnu góðan 3-2 útisigur á Austurríki (Rúmenar leika í B-deild en Ísland í A-deild Þjóðadeildarinnar). Jákvæðni eftir fyrstu leiki nýja þjálfarans Rúmenar voru þó óheppnir að vinna ekki líka Norður-Íra, áttu sextán marktilraunir og voru mjög sókndjarfir. Þjálfarinn Mirel Radoi, sem tók við liðinu síðasta vetur, var að stýra liðinu í fyrsta sinn. Sá gerði frábæra hluti sem þjálfari U21-landsliðs Rúmena og kom þeim í undanúrslit EM í fyrra, og þar með á Ólympíuleikana í Tókýó. Mikil jákvæðni ríkir í garð rúmenska liðsins eftir fyrstu leiki Radoi. Í fyrsta sinn í áraraðir lék liðið sóknarbolta í stað þess að verjast aftarlega og treysta á skyndisóknir. Jafnvel á útivelli gegn Austurríki var raunin sú, með góðum árangri, og sjálfstraust Rúmena hefur eflst. Þetta segir Amir Kiarash, blaðamaður Adevarul í Rúmeníu, sem Vísir ræddi við. Varnarmennirnir ósannfærandi Vandamál rúmenska liðsins þykja hins vegar liggja í varnarleiknum. Sérstaklega átti vinstri bakvörðurinn Nicusor Bancu erfitt uppdráttar gegn Norður-Írlandi og Austurríki, og mögulega kemur Portúgalinn Mario Camora, sem nýverið fékk rúmenskt vegabréf, inn í hans stað. Camora, sem er 33 ára, hefur leikið um árabil með Cluj í Rúmeníu og er nú gjaldgengur í rúmenska landsliðið. Fleiri vandamál eru í varnarleiknum. Vlad Chiriches, fyrrverandi leikmaður Tottenham og Napoli, og hinn 34 ára gamli Dragos Grigore, þóttu ekki sannfærandi í Austurríki. Framar á vellinum er hins vegar ástæðan fyrir bjartsýni Rúmena. Alex Maxim, sem skoraði sjö mörk í 15 leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, skoraði frábært mark gegn Austurríki og heillaði í leikstjórnendahlutverki. Florinel Coman er svo sá af U21-hetjunum sem hefur stimplað sig best inn í A-landsliðið. Þessi sókndjarfi kantmaður, sem goðsögnin Gheorghe Hagi hefur líkt við Kylian Mbappé, hefur verið orðaður við félög í ensku úrvaldeildinni en er enn sem stendur leikmaður FCSB í heimalandinu. Honum þurfa íslensku varnarmennirnir að hafa hemil á. Talandi um Hagi þá hefur sonur hans, Ianis Hagi sem var skærasta stjarna U21-liðsins, hins vegar valdið vonbrigðum með A-landsliðinu og ekki er víst að hann byrji leikinn gegn Íslandi. Hann hefur þó sýnt hæfileika sína að einhverju marki með Rangers í Skotlandi og skoraði í síðasta leik fyrir landsleikjahléið.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn